Gamaldags leiđindapólitík Bjarkeyjar og Brynhildar
8.12.2015 | 19:47
Ég er búin ađ redda ţremur milljónum kallinn minn," segir hún [Brynhildur Pétursdóttir, ţingmađur] lágri röddu áđur en hún skiptir aftur í sína eigin, án ţess ađ draga úr ţunganum. Ţetta er ţessi pólitík.
Sú gamaldags leiđindapólitík er enn iđkuđ hjá ýmsum stjórnarandstöđuflokkum á Alţingi ađ halda einhverju ávirđingum fram án röksemda til ađ gera lítiđ úr andstćđingnum. Afleiđing er tvenns konar. Annars vegar ađ almenningur skilur lítiđ sem ekkert í umrćđunum og hins vegar ađ hvorki gengur né rekur á Alţingi. Sleggjudómar verđa ţví áfram algildur umrćđumáti sem hingađ til.
Ţetta endurspeglast svo skýrt í ummćlum á mbl.is sem höfđ eru eftir Brynhildi Pétursdóttur ţingmanni Bjartrar framtíđar, og Bjarkey Gunnarsdóttur ţingmanni Vinstri grćnna í fjárlaganefnd sem leggja ásamt öđrum stjórnarandstöđuflokkum fram breytingar á fjárlagafrumvarpinu. Ţingmennirnir nálgast ekki kjarna málsins međ yfirvegun og rökum heldur ráđast međ miklum ávirđingum og skömmum ađ ríkisstjórninni og stuđningsmönnum ţeirra.
Fyrir nokkrum árum var mikiđ rćtt um ađ breyta ţyrfti umrćđuhefđ í íslenskum stjórnmálum, taka málefnalega á hlutum, hćtta persónulegum árásum og illdeilum. Vel má vera ađ ţćr stöllur séu ekki međal ţeirra sem vilja breyta umrćđuhefđinni. Ţađ breytir hins vegar litlu. Ţessi pólitík gengur ekki.
Allir vita ađ útilokađ er ađ komast ađ sameiginlegri niđurstöđu án yfirvegađra rökrćđna ţar sem kurteisi og virđing er í hávegum höfđ.
Mikiđ óskaplega er pólitík Brynhildar og Bjarkeyjar leiđinleg sem er miđur ţví tillögurnar ţeirra og annarra um breytingu á fjárlögunum eru ţess virđi ađ velta ţeim fyrir sér.
![]() |
Vinahygli í fjárlaganefnd |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Vegna ćsku muna elstu menn ekki verra veđur
8.12.2015 | 13:04
Skellur á af ţunga í borginni, sagđi fyrirsögn á mbl.is í gćrkvöldi. Mér var litiđ út um stofugluggann og sýndist ađ veđriđ vćri hiđ sama í Kópavogi og hér í Reykjavík. Líklega átti blađamađurinn viđ höfuđborgarsvćđiđ enda var stormurinn álíka mikill um alla ţá byggđ, ţó hugsanlega mestur á Kjalarnesi.
Í morgun hef ég spjallađ viđ fólk víđa um höfuđborgarsvćđiđ og flestir voru á ţeirri skođun ađ óveđriđ hefđi veriđ minna en búist var viđ. Vissulega er ţađ gott enda tóku allir mikiđ mark á viđvörunum yfirvalda.
Ţó skín í gegn vonbrigđi fjölmiđlunga. Ţeir bjuggust viđ miklu meiri látum og skađa. Ég var ţó ekki var viđ ađ sjónvarpsmenn fćru út í veđriđ til ađ tala til áhorfenda eins og svo oft tíđkađist til ađ sýna hetjudáđ og stormstyrk.
Verra var ţó ađ talsvert tjón var víđa um land, rafmangslínur slitnuđu og fjarskipti féllu niđur hér og ţar. Ţannig er nú bara stađan á Íslandi og hefur svo veriđ frá landnámi. Ţó man ég ekki svo langt aftur.
Vart er ţó ađ treysta á minni elstu manna. Sumir ţeirra eru svo ungir ađ ţeir hafa ekkert merkilegt upplifađ, segja má ađ vegna ćsku hfi ţeir ekkert markvert upplifađ í veđri. Ađrir eru svo gamlir ađ ţeir hafa gleymt öllu ţví sem máli skiptir.
Hérna fylgja tvćr nćrri tuttugu og fimm ára gamlar myndir. Báđar voru teknar á Fimmvörđuhálsi eftir óveđriđ mikla veturinn 1991. Fimmvörđuskáli er klakabrynjađur, svo kyrfilega ađ útilokađ var ađ opna dyr. Tókum viđ félagar ţá til ţess ráđs ađ höggva ísinn í kringum lítinn gaflglugga og ţar komumst viđ inn eins og síđari myndin sýnir. Fyrir neđan gaflgluggan eru tveir stórir gluggar en ekkert sést í ţá frekar en annađ á skálanum.
Klakabrynjan er einstaklega falleg, hefur líklega byrjađ sem slydda og hún hlađist á ţakskegg og síđan frosiđ.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)