Á fagleg stefna ađ ráđa eđa skođun fjármálaráđherra?

Til eru ţeir sem haldiđ hafa ţví fram ađ pólitískar ráđningar séu dćmi um spillingu. Ţađ getur veriđ rétt en hvađ er pólitísk ráđning og hvađ ekki? Er ţađ til dćmis pólitísk ráđning ef ráđherra rćđur samflokksmann sinn í tiltekiđ embćtti eđa starf? Er ţađ dćmi um ópólitíska ráđningu ef ráđherra rćđur mann úr öđrum stjórmálaflokki?

 

Pólitísk afskipti 

Sagt er ađ allt eigi ađ vera uppi á borđi, stjórnsýslan á ađ vera gegnsć. Gott og vel. Lítum á ţađ sem er raunverulegt. Er ástćđa til ţess ađ stjórn stofnunar leiti pólitísks álits ráđherra áđur en hún rćđur forstjóra hennar?

Fjármálaráđherra krefst ţess ađ ráđning forstjóra Bankasýslu ríkisins verđi ógilt. Hann vill ađ einhver annar verđi ráđinn sem hann er pólitískt sáttari viđ.

Erum viđ međ ţessu ekki komin aftur á byrjunarreit? Hvar eru nú ţeir sem hćst hrópuđu um pólitískar ráđningar? Er ţeim ekkert umhugađ um faglegt starf stjórnsýslunnar?

Í hverju er spillingin núna fólgin? Er hún störfum fjármálaráđherra sem krefst ţess ađ ráđning forstjóra Bankasýslunnar verđi afturkölluđ af pólitískum forsendum eđa er hún hjá stjórn stofnunarinnar? Sé ţađ síđarnefnda rétt, hvađ var ţađ rangt sem stjórnin gerđi?

 

Er fjármálaráđherra ekki „hinir“?

Nei, máliđ er afskaplega einfalt. Ţeir sem hćst hrópuđu um pólitískar ráđningar og spillingu áttu viđ „hina“.

Ţegar fjármálaráđherra rćđst međ pólitísku offorsi á faglega ráđningu ţegir ţetta liđ. Enginn stendur upp og krefst ţess ađ ráđherrann haldi sig á mottunni. Formađur Vinstri grćnna og fjármálaráđherra líklega ekki „hinir“.

Skođum Bankasýsluna stuttlega til ađ fá ţokkalega mynd af stöđunni. Stofnunin er ný og heyrir undir fjármálaráđherra. Lög um hana tóku gildi 20. ágúst 2009. Verkefni hennar er ađ hafa umsjón međ eignarhlutum ríkisins í fjármálfyrirtćkjum.

Fjármálaráđherra skipar henni ţriggja manna stjórn sem međal annars rćđur forstjóra og er fjallađ um hćfisskilyrđi hans í lögunum og ţar segir:

Stjórnarmenn og forstjóri skulu hafa haldgóđa menntun auk sérţekkingar á banka- og fjármálum. Gćta skal ţess viđ skipun stjórnar ađ starfsreynsla og menntun stjórnarmanna sé sem fjölbreyttust á ţessu sviđi og ţeir hafi trausta ţekkingu á góđum stjórnarháttum fyrirtćkja.

Einnig er kveđiđ á um ađ ţeir skuli ekki hafa hlotiđ dóm vegna atvinnureksturs samkvćmt tilteknum lögum.  

 

Fagleg ráđning og pólitísk afskipti 

Nú hefur ţađ gerst ađ nýr forstjóri hefur veriđ ráđinn ađ Bankasýslu ríksins. Stjórn hennar auglýsti og réđi manninn og naut til ţess ađstođar Capacent ráđningarstofu, óhlutdrćgt fyrirtćki.

Sá sem var ráđinn fékk ágćta niđurstöđu í fjórum persónuleikaprófum og var metinn hćfastur ađ öllu samanlögđu. Í bréfi stjórnarfomanns Bankasýslunnar til fjármálaráđherra sem birt er á heimasíđu stofnunarinnar segir međal annars:

Ţá réđi ţađ ekki síđur úrslitum um ákvörđun stjórnar ađ bjóđa Páli Magnússyni starfiđ ţekking hans fram yfir ađra umsćkjendur í stjórnsýslufrćđum auk ţess sem hćfni hans í mannlegum samskiptum og í tjárningu í rćđi og riti var metin talsvert betri en annarra umsćkjenda. 

Mér finnst ţetta mál međ miklum eindćmum. Enn og aftur rćđst fjármálaráđherra gegn ţeim prinsípum sem hann áđur ţóttist vera fylgjandi.

 

 


Bloggfćrslur 17. október 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband