Vegið að faglegu sjálfstæði Seðlabankans

Auðvitað er hægt að losna við menn, hreinsa til af pólitískum hvötum. Það er rétt sem Sigurður Líndal á við að faglega stafi nú varla nein hætta af því að einn af bankastjórum Seðlabankans sé lögfræðingur og hinir tveir hagfræðingar. Af hagfræðingum er nú enginn hörgull en mikilvægt er að stjórnun bankans sé í styrkum höndum. Starfsmenn bankans hafa sjálfir lýst því yfir.

Nú, næst á dagskránni verður líklega að þvinga í gegnum Alþingi lög um breytingu á starfi Seðlabankastjóra svo hægt sé að koma nýjum manni að.

Með þessu öllu er vegið að faglegu sjálfstæði Seðlabankans, nokkuð sem núgildandi lög áttu að koma í veg fyrir. Síðan má búast við því að bankinn verði stjórnlaus í nokkrar vikur meðan verið er að ganga í gegnum ráðningarferli. Það er ekkert ósvipað því stjórnleysi sem viðgengist hefur síðustu tvær vikur í Fjármálaeftirlitinu.


mbl.is Það er hægt að losna við menn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband