Hvalveiðar geta valdið enn meiri og alvarlegri kreppu

Ég skil ekki alveg hvernig megi samræma hvalveiðar og hvalaskoðun. Þetta eru tvær gjörólíkar atvinnugreinar. Sú síðarnefnda hlýtur að lúta í lægra haldi fyrir hinni.

Ég skil rökin fyrir hvalveiðum en ég held að álit almennings í öðrum löndum muni, með réttu eða röngu, valda þjóðinni miklum búsifjum. Við vitum að margvísleg náttúruverndarsamtök munu beina spjótum sínum að Íslandi vegna hvalveiðanna. Þau gera það við Japan sem er þó mun fjölmennara og öflugra ríki. 

Við eigum undir högg að sækja vegna meints gjaldþrots ríkisins og hvalveiðar verður ekki til að bæta úr skák þegar almenningur í Evrópu og Bandaríkjunum taka að sniðganga íslenskar vörur og ferðamönnum tekur að fækka. Þá verður nú fokið í flest skjól því fæstir hafa nokkurn áhuga eða áhyggjur af efnahagsþrengingum okkar.

Munum að þrátt fyrir að ýmsir segi að það sé okkar fullveldisréttur að veiða hvali þá telja tugir milljóna manna það tóma vitleysu því hvalirnir séu hluti af náttúru jarðar og fjölmargir munu leggja fé og vinnu til að mótmæla hvalveiðum. 


mbl.is Hvalveiðar í sátt við ferðaþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband