Margt gáfulegra hægt að gera fyrir 200 millur
3.2.2009 | 13:37
Væri það nú ekki þjóðráð að minnihlutastjórnin reyndi nú að sættast við embættismenn ríkisins og stofnana og reyndi að vinna með þeim í staðin fyrir að efna til kostnaðarsamra breytinga, breytinganna vegna.
Í Seðlabankanum er fjöldi hæfra starfsmanna og þeir hafa unnið sem ein heild og standa sig almennt vel. Auðvitað má setja út á störf Seðlabankans, bankastjóranna eða aðra. Enginn er hafinn yfir gagnrýni. En að ætla sér að greiða 200 milljónir króna til þess eins að losa sig við þrjá menn sem ekki nokkur málaefnaleg gagnrýni hefur komið fram á eru það vitlausasta sem hægt er að gera.
Mitt ráð er því þetta. Látum þessa bankastjóra vinna út ráðningatímann. Það er það eina rétta í stöðunni, þjóðin hefur ekki efni á öðru.
Hvað skyldi nú vera hægt að gera við 200 milljónir króna? Nefnum bara það sem skilar sér strax til baka: Setja þá í nýsköpunarstarf, auka við eigið fé banka og þar með styrkja útlán, viðhaldsverkefni á vegum ríkisins, lagfæring á ssamgöngumannvirkjum og fleira og fleira.
Ég skora á lesendur þessa pistils að koma með fleiri hugmyndir um nýtingu á 200.000.000 króna en að eyða þeim í starfslokasamninga fullfrískra og hæfra Seðlabankastjóra.
![]() |
Jóhanna og Davíð ræddu saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er kuldinn Davíð Oddsyni að kenna?
3.2.2009 | 09:00
Eftir er að ákveða hvort kuldakastið sé ekki bara Davíð Oddssyni að kenna. Líklegast er að hinir háværustu muni benda á Davíð enda má rekja sjálfskipaðir álitsgjafar og spekingar þjóðarinnar flest allt sem miður hefur farið í efnhagasmálum, stjórnmálum og veðri til vanhæfni hans. Heilög Jóhanna situr þess vegna ekki með hendur í skauti heldur ætlar að reka manninn í dag í nafni þjóðarinnar.
![]() |
Kalt á landinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |