Þegar ferðamönnum fjölgar er sparað í landkynningu
29.1.2009 | 15:29
Fjölgun ferðamanna er árangur ágætrar vinnu fjölmargra aðila, Icelandair, Ferðamálastofu og fleiri. Nú bregður svo við að þegar svona fréttir berast þá hefur Ferðamálastofa ákveðið að leggja niður skrifstofur sínar í Kaupmannahöfn og Frankfurt.
Auðvitað þarf að spara núna á þessum síðustu og verstu ...
Einhvern tímann var það haft eftir hinu stóra Kókakóla að þegar vel gengi væri mikilvægt að auglýsa en þegar illa gengi væri hins vegar brýnt að auglýsa. Kannski er þetta skýringin á velgengni fyrirtækisins.
Þetta flaug svona í gegnum hugann þegar ég las fréttina um hálfa milljón útlenda ferðamenn hér á landi. Ég man eftir því þegar ég gaf út tímaritið Áfangar fyrir margt löngu - líklega rúmum tuttugu árum, að ég skrifaði um fjölda útlenda ferðamenn á Íslandi. Ég taldi ólíklegt að fjöldi þeirra yrði meiri en eitt hundrað þúsund. Tíminn hefur leitt í ljós að ég hafði rangt fyrir mér.
Fjölgun útlendra ferðamanna er verðmætasköpun. Hugsanlega getur þeim nú fækkað vegna hallæris af völdum misvirtra embættismanna. Út frá markaðslegum forsendum getur verið afar seinlegt að ná aftur upp dampi þegar viðskiptavinum fækkar á annað borð. Ég er ansi hræddur um að ferðamálastjóri og ráðherra ferðamála þurfi að endurskoða þennan sparnað nema því aðeins að þeir hafi einhver spil uppi í erminni sem við almenningur vitum ekki um.
![]() |
Yfir hálf milljón útlendinga til Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvalræði hvalamálsins er víðtækara en flesta grunar
29.1.2009 | 11:14
Áhrif hinnar dæmalausu ákvörðunar Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að veita leyfi til hvalveiða virðist ætla að setj nokkurt strik í reikninginn við stjórnarmyndunina.
Á þessu má glögglega sjá hversu tæpt minnihlutastjórn stendur þegar hún þarf að bera hvert einsta smáatriði undir þá sem veita henni skjól. Slíkt gengur alls ekki samanborið við þá meirihlutastjórn sem var með tíu þingsæta meirihluta.
Það er greinilegt að hvorki Frjálslyndir né Framsókn munu samþykkja að leyfi til hvalveiða verði dregin til baka. Líklega þarf VG að kyngja þessu rétt eins og Samfylking þarf að kyngja ESB málinu.
Svo það séu nú á hreinu þá er ég algjörlega á móti hvalveiðum. Tel að ákvörðunin muni hafa gríðarleg áhrif erlendis og valda okkur miklum búsifjum svo ekki sé talað um álitshnekki. Hins vegar get ég alveg skemmt mér yfir skammtímaáhrifum ákvörðunarinnar á leikritið um stjórnarmyndunina.
![]() |
Hvalurinn setur hnút í Frjálsynda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |