Ómerkileg tilraun til að þykjast
20.1.2009 | 16:14
Þessi þingkona Framsókarnflokksins getur þanið sig, blótað og rifið fram og til bak og þóst uppfull heilagri reiði. Hún veit betur. Hún veit að hver og einn mótmælandi ber ábyrgð á sjálfum sér. Enginn er í hættu þó þingfundur sé haldinn.
Nú ætla einhverjir þingmenn að ríða á öldufaldi mótmæla og þykjast nú vera í sama liði. Tengslin við fortíðina verða þó ekki rofin. Framsóknarflokkurinn ber ábyrgð á stöðu mála rétt eins og aðrir flokkar og ábyrgð Helgu Sigrúnar Harðardóttur, þingmanns, er ekki lítil.
Munnsöfnuður hennar er henni ekki til sóma hvað þá sú tilraun hennar að reyna að skilja sig frá öðrum þingmönnum og vera á bandi mótmælenda. Ábyrgð hennar er jafnmikil fyrir því. Ef við eigum að sparka þingmönnum þá flýgur Helga Sigrún líka. Og farið hefur fé betra.
![]() |
Helvítis lyddugangur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verða hryðjuverkalög sett á íslensku svanina?
20.1.2009 | 11:51
Hvar endar þetta? Fyrst voru það íslensku bankarnir, svo íslenska krónan og nú eru það blessaði svanirnir okkar. Næst verður áreiðanlega kvartað undan áreitni íslenska þorksins.
Nærtækast er fyrir breks stjórnvöld að beita hryðjuverkalögunum gegn þessum svönum. Það gerðu þau alla vega þegar íslensku bankarnir voru farnir að vera til óþæginda. Við skulum bara vona að ekki verði gerðar kröfur til að íslensk þjóð þurfi að greiða fyrir aðgerðina Operation Icelandic Swans ...
![]() |
Vilja íslensku svanina burt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Atvinnuleysi þýðir minni verðmætasköpun
20.1.2009 | 11:43
Atvinnuleysi hlýtur í eðli sínu að vera kreppuvaldandi þar sem neysla mun áreiðanlega dragast saman sem hefur aftur áhrif þau á atvinnulífið að samdráttur hefst með tilheyrandi uppsögnum og þannig heldur spíralþróunin áfram. Atvinnuleysi er mannskemmandi fyrirbrigði, hefur slæm áhrif á sálarlíf hvers einstaklings og dregur óhjákvæmilega úr skapandi hugsun. Niðurstaðan er afar slæm fyrir samfélagið þó ekki sé talað um annað en minnkandi verðmætasköpun. Hins vegar er atvinnleysi á Íslandi enn um það bil það sem er í fjölmörgum öðrum löndum Vestur-Evrópu og jafnvel Bandaríkjunum. Verst er ástandið á Spáni og staðan í Frakklandi og Þýskalandi er svipuð og hér á landi. Fámenn þjóð hefur ekki efni á öðru en að halda öllum sem vettlingi geta valdið að vinnu.
Verkefni ríkisstjórnarinnar er í senn afar einfalt en þó flókið í útfærslu. Það er að koma hjólum atvinnulífsins í gang og halda þeim gangandi auk þess að byggja upp og hvetja til rekstrar sem er verðmætaskapandi. Um leið þarf hann annað hvort að koma í stað innflutnings eða vera miðast við útflutning.
![]() |
Spá 9,6% samdrætti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |