Er Samfylkingin að fara á taugum?
16.1.2009 | 22:28
Það er alltaf gamla sagan með kratanna. Þeir skila sjaldnast sinn vitjunartíma. Eftir tæp tvö ár í ríkisstjórn eru þeir margir enn í stjórnarandstöðu. Ef til vill minnihluti, en hann er afar hávær og það er segin saga að kratar hlusta aðeins á þá sem hæst hrópa. Og nú hefur framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar misst sig, skilur ekkert í öllum þessum hávaða og vill hætta. Taugarnar eru við það að bresta hjá æ fleiri krötum.
Er það ekki rétt hjá honum? Á Samfylkingin ekki að hætta í ríkisstjórninni og leggja í kosningar? Er það ekki það sem er mest áríðandi í miðri kreppu?
Jú, auðvitað. Framkvæmdastjórinn ætti manna best að vita að það er ekkert verið að gera. Engin vinna í ríkisstjórninni eða ráðherrum. Viðskiptaráðherra situr iðjulaus, iðnaðarráðherra áhugalaus, félagsmálaráðherra að snyrta neglurnar og utanríkisráðherra er að spegla sig í mótmælunum. Og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru auðvitað að úthugsa einhverjar spillingarleiðir, reyna að klekkja á alþýðunni.
Nei. Nú er eiginlega nóg komið. Þurfa ráðherrar Samfylkingarinnar ekki að standa upp og segja flokksmönnum sínum hvað ríkisstjórnin er að gera, hvað ráðuneytin og stofnanir eru nú að bardúsa frá morgni til kvölds? Meir'að segja ég virðist vita meira um verkefni ríkisstjórnarinnar en þessir huglausu stjórnarandstæðingar í Samfylkingunni.
Þetta stjórnarsamstarf virðist vera endurtekning á ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks undir stjórn Davíðs Oddssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar. Ríkisstjórnin lék þar á reiðiskjálfi vegna innbyrðis átaka ráðherra krata og allt sem sagt var innan stjórnarinnar lak út.
Það er ekki nema eðlilegt að Sjálfstæðismenn spyrji hvort Samfylkunni sé treystandi í ríkisstjórnarsamstarfi.
![]() |
Skúli Helgason: Krafa um breytingar á rétt á sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Auðveldar göfugur tilgangur endurnýjun þorskstofnins?
16.1.2009 | 13:23
Bregður nú nýrra við. Varla getur viðgangur þorsksstofnins verið í öfugu hlutfalli við ganginn í efnahagslífi þjóðarinnar. Ekki hef ég heldur mikla trú á því að möguleikar þorskstofnsins til endurnýjunar séu meiri þegar á hann er gengið í þeim göfuga tilgangi að endurræsa efnahagslífið.
Af tvennu illu ætti nú að vera skárra að láta þorskstofnninn óskertan þar sem ljóst er að hann þolir varla 130.000 tonna heildarafla og umræður á síðasta ári leiddu það í ljós að ómögulegt væri að auka við kvótann.
![]() |
Þorskkvóti aukinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |