Á þetta fólk að ritskoða efni fjölmiðla?
14.1.2009 | 09:25
Mótmælendur telja sig þess umkomna að geta stöðvað starfsemi fjölmiðils að því að hann er að senda út sjónvarpsþátt sem þeir telja froðukenndan skemmtiþátt.
Já góðan daginn. Forræðishyggja þessa fólks er slík að það telur í lagi að koma í veg fyrir útsendingu vegna þess að ég og aðrir áhorfendur hafi einfaldlega ekkert gagn af þættinum.
Bestu þakkir fyrir hugulsemina. Hins vegar er ég í miklu betra standi til að velja mér sjónvarpsefni en þetta fólk og ég frábið mér alla forsjá í þessum efnum. Að mínu mati á þetta fólk ekkert með að ritskoða efni fjölmiðla?
Svo er það hinn alvarlegi hluti mótmælanna, undirtónninn, sem æ betur er að koma í ljós. Mótmælendur eru ekki endilega að mæla gegn meintri spillingu, skorti á lýðræði og kröfu um meiri upplýsingu. Þeir eru með áróðri sínum að þröngva eigin pólitík upp á landsmenn. Við eigum að trúa því að hér séu á ferð heiðarlegir krossfarar en þess í stað er um að ræða lið sem vinnu gegn lýðræðinu og vill stjórna skoðanamyndun almennings.
Svo slæmt sem bankahrunið og alþjóðleg efnahagskreppa er fyrir þjóðina þá er enn verra þegar upp úr skúmaskotum birtist fólk sem í verki stundar skoðanakúgun og þessir örfáu einstaklingar nýta sér bylgju almennra mótmæl en verða svo beint og óbeint til að draga úr slagkrafti þeirra með öfgum sínum.
![]() |
Bjóðast til að greiða skaða Stöðvar 2 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |