Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki brugðist

Mér finnst nú alveg sjálfsagt að gera greinarmun á Sjálfstæðisstefnunni og því fólki sem hefur valist til að koma henni í framkvæmd. Einhvern veginn held ég að Guðmundur sé að fjalla um fólk en ekki stefnu. Okkur gefst vonandi tækifæri til að skipta um hluta af þingmönnum í næsta prófkjöri.

Sjálfstæðisflokkurinn er einn og hinn sami í landsmálum og sveitarstjórnum. Í honum eru um fjörtíu þúsund manns og þar er mikið mannval og okkur ætti varla að verða skotaskuld úr því að endurnýja forystusveitina enda á einginn einn fortakslaust rétt á sæti á framboðslistum.

Þetta lýðræði er kannski ferlega þungt í vöfum og erfitt, en það er það besta sem er í boði. Sjálfstæðisflokkurinn er lýðræðislegur flokkur og við veljum okkur forystumenn á lýðræðislegan hátt. Sitjum svo uppi með ef þeir standa sig ekki.

Annað hvort berjumst við fyrir hugsjónum okkar innan flokksins eða hættum í honum. Millivegurinn er enginn. Hafi einhver brugðist þá er það ekki Sjálfstæðisflokkurinn, miklu frekar hafa þingmenn hans og ráðherrar brugðist væntingum okkar.


mbl.is Hagsmunaárekstur félags og flokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband