Þau voru ekki á mínum vegum ...

Alltaf ferskir og hressir þessir krakkar í VG. Fróðlegur göngutúr í miðbænum. Líklega verið gagnlegra fyrir þá að slást í för með tæplega 800 manns sem tóku þátt í ÍR hlaupinu fyrr um daginn.

Hins vegar verð ég að segja fyrir mína parta, þetta fólk var ekki að mótmæla á mínum vegum. Ég skora á fólk að fordæma þetta ofbeldi. Ekkert gagn er af svona hegðun, skemmir einfaldlega fyrir þeim þrýstingi sem heiðarlegt fólk vill setja á stjórnvöld landsins vegna ástand efnahagsmála.


mbl.is Gas Gas Gas á gamlársdag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmæli hverfa í skugga mótmæla

Engum málstað er greiði gerður með svona skrílslátum. Líklegast þykist þessi lýður vera að mótmæla bankahruninu og efnahagsástandinu.

Niðurstaðan er þó afar einföld: Fólki var meinað um þann lýðræðislega rétt að tjá sig, fólk varð fyrir líkamlegum skaða, tæki og tól voru skemmd eða eyðilögð og síðast en ekki síst áhorfendur fengu ekki notið þess réttar að hlusta á rökræður stjórnmálamanna.

Sú staðreynd verður ekki hrakin að efni mótmælanna hafa horfið í skugga mótmæla. Efnisleg niðurstaða er verri en engin.

Fjölmargar aðrar aðferðir hefðu verið árangursríkari. Til dæmis hróp, köll, notkun bílflauta o.s.frv. Þess í stað ætluðu mótmælendur að reyna að gera sjálfa sig að einhvers konar pístlarvottum. Sanniði til. Nú upphefst kórinn um ofbeldi lögreglu, ólöglega gasnotkun og að þetta hafi bara verið lýðræðislegur tjáningarmáti ...


mbl.is Fólk slasað eftir mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband