Farsælla að vera í námi en á atvinnuleysisbótum
20.12.2008 | 14:27
Enginn skyldi efast um annað en að Háskólinn fái fjárveitingu til að geta tekið á móti nýnemum á vormisseri. Hvers vegna? Jú, einfaldlega egna þess að allir skilja vandamálið. Fjárveitingavaldið þar með talið.
Það er ósköp eðlilegt að Háskólanum skulu gert að draga saman, allar stofnanir ríkisins þurfa að gera það. Hins vegar blasir önnur mynd við þegar nýnemum fjölgar um 1.400 manns á milli ára. Ég efast um að neinn hafi gert sér grein fyrir því þegar stofnunum var gert að draga saman seglin.
Hinn flöturinn á málinu varðar Lánasjóð íslenskra námsmanna. Hann þarf líklega fjárveitingu til að geta lánað þessum mikla fjölda þegar líða tekur á næsta ár.
Niðurstaðan af þessu öllu er einfaldlega sú að það er skynsamlegra og farsælla fyrir þjóðfélagið sem einstaklinga að sem flestir stundi nám heldur en að sama fólkið sé á atvinnuleysisbótum. Nám byggir upp, atvinnuleysi brýtur niður.
Fróðlegt væri nú að fá upplýsingar. Hvernig skyldu þessir nýnemar skiptst eftir aldri og kyni? Hvert er hlutfall atvinnulausra og ekki síst hvernig skiptast þeir eftir deildum? Þessar upplýsingar get skipt máli jafnt fyrir stjórnvöld sem almenning og gætu verið hvati fyrir enn fleiri til að leita sér að menntun. Þá á ekki að einblína á háskólanám heldur alla skóla.
![]() |
Ekki hægt að taka inn nýnema |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |