Dixville Notch er 75 manna þorp

Þetta finnst mér skrýtið. Í Dixville Notch búa sjötiu og fimm manns og nærri þriðjungur þeirra eru kjörmenn. Miðað við hlutfallið þá ættu í Bandaríkjunum öllum að vera áttatíu og fjóra milljónir kjörmanna sem stenst nú bara ekki.

Annars eru fyrirkomulag forsetakosninga í Bandaríkjunum frekar undarlegt. Í mörgum ríkjum detta atkvæði dauð, því sá sem tapar fær enga kjörmenn en sigurvegarinn alla. Annars staðar er fjöldi kjörmanna í hlutfalli við fjölda atkvæða.

Að sjálfsögðu ætti hlutfallskosning að ríka. Þar með ætti hver kjósandi kost á því að eiga einhvern þátt í úrslitunum, hvern svo sem þeir hafa kosið.

Hvert land hefur þó sína lýðræðislegu „sérvisku“ og víst er að Bandaríkjamenn eru frekar fjarri því sem flestir Evrópubúa myndu sætta sig við.


mbl.is Obama sigraði í Dixville
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Fæstum er hlátur í huga

Kjaftasagan reyndist þá vera sönn þrátt fyrir allt. Ég sem hélt að þetta hreinlega gæti ekki gerst.

Maður man eftir því þegar ábúðarfullir bankamenn komu fram í fjölmiðlum og sögðust hafa sett ákveðnar fjárhæðir í sérstakan afskriftasjóð. Þeir áttu þá við að tiltekinn hluti af útlánum til almennings og líklega fyrirtækja væri þannig metinn að óvíst væri um endurgreiðslu, jafnvel engar líkur.

Þannig mátu þessir skynsömu menn eigin aðstæður, ekki minna ábúðarfullir. Skuldum sínum debetfærðu þeir í endanlegan afskriftasjóð, Málið dautt, eins og grínararnir segja. Fæstum er þó hlátur í huga.

Er málið dautt? 


mbl.is Þurfa ekki að greiða fyrir hluti í Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjaftasagan sem reyndist vera frétt

Varla hefur nein „frétt“ vakið meiri reiði almennings en upplýsingar um niðurfellingu hlutafjárskuldar yfirmanna í KB banka. Sannast sagna hélt ég að þetta væri einfaldlega kjaftasaga sem engin stoð væri fyrir. En þessar síðustu vikur hefur svo margt hrannast upp sem dregur úr áliti mínu á því fólki sem stjórnað hefur bönkunum, embættismönnum og jafnvel þeim sem setið hafa við stjórnvöl landsins. Það er engin sanngirni fólgin í því að banki gangi hart að sumum skuldurum sínum en felli niður lán annarra af því að aðstæður hafa á einhvern hátt „breyst“. Já góðan daginn. Vita menn ekki að allt tekur breytingum. Forsendur breytast og þess vegna getur maður átt erfitt með að standa við fjárhagslegar skuldbindingar. Maður verður þó að reyna.

Sauðsvartur almúginn hefur hingað til ekki getað gengið inn í viðskiptabanka sinn og sagt:

Get ég ekki fengið skuldina einfaldlega fellda niður?

Nei takk. Þessi möguleiki hefur aldrei verið til eftir því sem best er vitað. Hitt vitum við gjörla að her lögfræðinga hefur unnið í þessum fjárans bönkum. Þeim er umsvifalaust sigað á okkur aumingjanna og miskunn þeirra og bankanna hefur yfirleitt verið lítil. 

Kjaftasagan var þá sönn eftir allt saman. Og hvernig skyldi standa á því að upplýsingar bárust út um málið? Það væri gaman að vita. Jú, einhverjum starfsmanni eða starfsmönnum ofbauð allt saman og ákvað að leka út í þjóðfélagið. Meðan stjórnendur KB banka voru blóðugir upp fyrir höfuð við uppsagnir höfðu fjölmargir af þessum sömu yfirmönnum fengið sérmeðferð, skuldir þeirra felldar niður. Nærri þúsund manns fengu svo sparkið. 

Ágæti lesandi, hverju getur maður trúað héðan í frá? Ég er ekki svo blár að ég geti kyngt öllu.

 

 


Bloggfærslur 4. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband