Hægt að kolfella lánadrottna með því að neita að borga af lánum

Ég er Sjálfstæðismaður vegna þess að ég aðhyllist stefnu þess flokks. Ég get ekki séð að stefnan hafi brugðist en hins vegar tel ég að forystumenn flokksins hafi ekki staðið sig og látið bankana hrynja yfir þjóðina án þess nokkrar varnir hafi verið reistar sem vit er í.

Í sjónvarpinu fylgdist ég með þessum stóra fundi. Mér fannst hann málefnalegur og góður. Ég er sammála mörgu sem þarna kom fram og ósammála öðru. Ég er til dæmis á þeirri skoðun að ríkisstjórnin sé að vinna að heilindum og helst vil ég gefa henni vinnufrið, er þar með ekki hlyntur kosningum. Komi hins vegar til þeirra í vor mun ég örugglega beita mér gegn flestum sitjandi þingmönnum flokksins, þar með töldum ráðherrum. Ég mun einnig hvetja góða og heiðarlega menn sem styðja sjálfstæðisstefnun til að gefa kost á sér í prófkjörum. Við þurfum að skipta út fjölda fólks. Það veldur engum vanda. Nóg er mannvalið í Sjálstæðisflokknum. Grundvallaratriði er hins vegar það að án verulegrar endurnýjunar fær flokkurinn 10 til 20% fylgi og það er ekki ásættanlegt.

Þau vandamál sem brenna á almenningi vegna alheimskreppu og heimatilbúna bankakreppu eru gríðarleg.

Mikilvægast er að tryggja öllum atvinnu.

Næst er að taka á skuldamálum fólks og fyrirtækja. Það gengur ekki að höfuðstóll lána fái að vaxa stjórnlaust í skjóli verðtryggingar eða myntkörfulána. Það er hreinn glæpur er höfuðstóll lána er kominn langt framyfir markaðsverð íbúða eða lausafjár eins og bifreiða. Ef ekki verður tekið á því þá er sá fjöldi sem ber skaða af þessu fyrirkomulagi svo mikill að hann getur auðveldlega kolfellt lánadrottna sína með því að neita einfaldlega að greiða afborganir sínar. Þannig verður til hljóðlát og sanngjörn bylting.


mbl.is „Þetta er þjóðin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hætta þeir þá við að lána okkur?

Þá færi nú í verra ef þessar áhyggjur „frænda“ vorra og vina yrðu til þess að þeir hættu við að lána okkur þessa skildinga sem þeir höfðu þó ætlað sér.
mbl.is Norðmenn óttast kreppuáhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband