Mótmælin teygja sig inn í Sjálfstæðisflokkinn

Fólk á að mótmæla. Fólk á að mæta á mótmælafundi. Fólk á að rífa kjaft gegn valdsstjórninni eins og það lifandi getur. Fólk á að grýta Alþingishúsið. Ég hef ekkert út á það að setja.

Reiði fólks er skiljanleg.

Staða þjóðarinnar er fullkomlega óásættanleg. Þingmenn hafa allir sofið á verðinum, ríkisstjórnin hefur ekki gætt hagsmuna okkar. Þess vegna á fólk að mótmæla.

Ég er Sjálfstæðismaður og ég er reiður. Ég hef hingað til gert ákveðnar kröfur til þingmanna flokksins og ráðherra. Þeir hafa klúðrað málum og þess vegna er komin tími á breytingar. Þeir sem áttu að standa vaktina fyrir okkar hönd sáu ekki hvað var að gerast.

Þess vegna krefst ég uppgjörs, en ég geri ekki kröfu til kosninga. Nú er ekki tími til annars en að sinna björgunaraðgerðum. En þegar kemur til prófkjörs þá skulu sitjandi flestir þingmenn muna það að þeirra tími er liðinn. Sjálfstæðisflokkurinn er mannmargur flokkur og enginn er ómissandi. Maður kemur í manns stað.


mbl.is Fanganum sleppt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband