Þurfti Steingrím sem sjálfskuldarábyrgðarmann?

Hafi erindið til Noregs verið að „landa láni“ hvers vegna þurfti þá leynilega ferð þangað? Og hvers vegna þurfti Steingrímur að fara fyrir henni? Ekki ætlaði hann að vera sjálfskuldarábyrgðarmaður á láninu.

Kannski hefði aðeins verið hægt að fá lán af því að Steingrímur þekkir norska fjármálaráðherrann. Sé svo þá hefði lánið verið veitt vegna annarlegra ástæðna. Maður sem þekkir mann. Hhérlendis hafa menn notað orðið klíkuskapur um minna tilefni

Þegar öllu er á botninn hvolft þá voru Norðmenn ekki tilbúnir að lána Íslendingum fyrr en Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn væri búinn að messa og blessa.

Og í lokin um þessa undarlegu frétt. Hvers vegna þyrfti þjóðstjórn í stað ríkisstjórnar sem er með tuttugu manna meirihluta á Alþingi?


mbl.is Vildi leynilega sendinefnd til Noregs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

... og allt honum Davíð að kenna

Við hljótum að geta kennt Davíð Oddsyni, Seðlabankanum, Fjármálaeftirlitinu, ríkisstjórninni og samtryggingakerfi stjórnmálamanna um hækkun á hveiti. Við hljótum að geta krafist afsagnar einhvers? Niður með ...
mbl.is Hveiti hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband