Atvinnuleysi er allstaðar sama bölið
18.11.2008 | 17:56
Margt gæti mælt með því að flytja þess fyrirtæki heim, að hluta eða öllu leyti. Hins vegar eru alvarlegir meinbugir á slíku. Kostnaður við flutning er mjög mikill, mannauður fylgir ekki með, hugsanlega tapast markaðir í framleiðslulandinu vegna brottflutnings og svona má lengi telja.
Alvarlegast eru þó uppsagnir fólks. Þá kemur að siðferðilegri spurningu: Er réttlætanlegt að segja fólki upp í fyrirtæki í íslenskri eigu í útlöndum til þess að flytja það heim og útvega atvinnulausum hér á landi vinnu? Haldi fólk því fram að atvinnuleysi sé vond staða fyrir íslenskt þjóðfélag, þá er það ekki síður slæm staða fyrir önnur lönd. Það er í mörg horn að líta en hugsanlega væri millivegurinn sá að auka framleiðslu með því að setja upp svipað fyrirtæki hér á landi.
Hins vegar skipti miklu að gera sér ekki óraunhæfar vonir í sambandi við svona hugmyndir. Ef til vill reynast þær raunhæfar í einhverjum tilfellum en fráleitt öllum.
![]() |
Starfsemi flutt til Íslands? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mjög fróðleg ræða hjá Davíð
18.11.2008 | 09:27
Mikil eftirspurn eftir sökudólgum en lítið framboð, sagði Davíð Oddsson. Fróðlegt var að hlusta á hann. Eftirspurnaraðilar eftir sökudólgum ættu nú að velta fyrir sér orðum Davíðs og spá í það sem hann segir og hefur sagt í stað þess að óska stöðugt eftir aftöku hans. Mér finnst alltaf mikilvægara að velta fyrir mér rökum fólks frekar en innantómum upphrópunum.
Segja má að í hnotskurn hafi Davíð bent á að eftirlitshlutverki Seðlabankans með fjármálastofnunum hafi verið settar alvarlegar skorður með því að hafði þau úrræði sem Fjármálaeftirlitið gat notað. Af orðum hans má kannski skilja að Fjármálaeftirlitið hafi ekki staði sig.
Einnig voru eftirtektarverð þau ummæli Davíðs að þau úrræði sem Seðlabankinn þó hefur gæti hann notað af mildi en einnig af offorsi og átti hann þar líklega við stýrivextina.
Kannski er athyglisverðast sú fullyrðing Davíðs að enn séu ekki enn öll kurl komin til grafar um aðdraganda bankakreppunnar. Greinilegt er að hann býr yfir afar mikilvægum upplýsingum sem varpað geta skýru ljósi á málin. Verða þau eflaust gerð opinber í boðaðri rannsókn á gömlu bönkunum.
![]() |
Skuldar þúsund milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |