Brúðguminn er frábær mynd

Mikið ansi var ég ángæður með myndina Brúðgumann. Ég fór hins vegar á hana með hálfum huga, bjóst ekki við miklu, en annað kom á daginn. 

Úr myndinni er mér minnistæður frábær leikur þeirra Ólafs Darra Ólafssonar, Þrastar Leós Gunnarssonar, Ólafíu Hrannar Jónsdóttur, Hilmis Snæs Guðnasonar og raunar allra annarra leikara í myndinni. Þetta var svo sannur leikur, laus við tilgerð, bara eins og lífið sjálft. Hrósið hlýtur þar af leiðandi að fara til handritshöfunda og leikstjóra.

Kannski eru margir gallar við myndina, mér er sama. Brúðguminn er fín mynd, frábær skemmtun og til sóma fyrir alla þá sem að henni standa. 


mbl.is Brúðguminn hlaut sjö Edduverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Affrysting og áframhaldandi frost

Ef Björgólfur Guðmundsson hefur rétt fyrir sér eru eignir til fyrir Icesave reikningunum. Væntanlega losnar nú um hryðjuverkafrystingu bresku ríkisstjórnarinnar á eignum Landsbankans, hægt verði að greiða hluta út, selja eignir upp í rest. Það breytir því ekki að frost verður um ókomin ár milli Íslendinga og bresku ríkisstjórnarinnar.
mbl.is Búist við tilkynningu um IceSave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er að þessum framsóknarmönnum?

„Viðskiptalegt siðrof ...“?

Hvað í ósköpunum er að miðstjórn Framsóknarflokksins? Í fyrsta lagi að gera ráð fyrir að einhverjir vilji einfaldlega koma illu til leiðar við uppbyggingu á efnahagsmálum þjóðarinnar. Í öðru lagi að reyna að slá um sig með því að ljúga upp á andstæðinga sína.

Það gera ekki stjórnmálaflokkar. Það er ekki sterkur leikur í upphafi nýrrar vegeferðar að vera með dylgjur eða ljúga. Nú verður Framsóknarflokkurinn að hætta að tala í hálfkveðnum vísum og útskýra hvert það siðrof er sem hann heldur því fram að ríkisstjórnin hafi stuðlað að í uppbyggingastarfi sínu.

Að öðrum kosti er Framsóknarflokkurinn ómerkingur. Það má þó segja flokknum til hróss að hann leggur nafn sitt við þessi ómerkilegheit en sendir hann ekki í nafnlausum pósti til fjölmiðla ...


mbl.is Framsókn: Ríkisstjórnin hvetur til viðskiptalegs siðrofs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband