Korputorg er ekki Krepputorg
6.10.2008 | 23:32
Hún ku víst vera ansi flott verslanamiðstöðin sem fengið hefur nafnið Korputorg. Nafnið ætti líka að venjast vel. Frændi minn einn spurði mig hins vegar hvort ég hefði litið inn í Krepputorg? Fattaði ekki alveg strax hvað hann átti við en skildi svo seint og um síðir. Þar ríkir þó engin kreppa, alltaf fullt hús ef marka má fjölmiðlafregnir.
Ómar vinur minn glotti líklega út í annað þegar hann skrifaði um mikilvægi réttrar tímasetningar og birti svo mynd af auglýsingu frá Krepputorgi ... (úbs) Korputorgi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fjölmiðlar hamast enda ekkert PR
6.10.2008 | 14:41
Auðvitað vantar þjóðina svör. Væntanlega er verið að vinna að þeim. Á meðan hamast fjölmiðlar eins og vitlausir væru og undan þeim ganga alls kyns upplýsingar, sumar réttar, aðrar rangar og enn aðrar tóm endemis þvæla. Sumt sjá flestir í gegnum en annað þarf sérþekkingu til að skilja.
Hvað á að gera meðan sögsagnirnar grassera? Auðvitað þurfa stjórnvöld að sinna almannatengslum, senda út upplýsingar, gæta þess að fjölmiðlar fari ekki offari með það litla sem þó er vitað. Einnig þurfa stjornvöld að samhæfa upplýsingamiðlun. Það er ekki nógu gott að Þorgerður segi eitt, Björgvin annað og Geir það þriðja.
Það er ekki heldur nógu gott að formenn stjórnarandstöðuflokkanna komi út og gefi sögusögnum undir fótinn, segi ástandi miklu verra en þeir héldu.
Það er ekki heldur jákvætt þegar ASÍ sendir stjórnvöldum tóninn vegna þess að ekkert hefur verið haft samband við þá í hálfan sólarhring.
Það er ekki heldur gott þegar fjármálastofnanir vinna ekki heimavinnuna sína og leyfa sögusögnum að komast á kreik t.d. að Landsbankinn í Bretlandi geti ekki borgað sparifjáreigendum.
Það er alls ekki traustvekjandi þegar upplýsingafulltrúi Glitnis í Noregi stendur á gati í sjónvarpsviðtali og gengur síðan út.
Að lokum er það alls ekki viðunandi hversu langan tíma þetta allt virðist ætla að taka, en það flokkast einfaldlega sem slæmt PR.
![]() |
Lífeyrissjóðir vilja svör |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |