Tek ofan fyrir forsætisráðherra

Fengi lýðurinn sínu fram þá yrðu fjöldi manna hengdir í hæsta gálga, kannski ekki bókstaflega heldur er mannorðið rifið af viðkomandi. Sem betur fer ætla stjórnvöld að standa öðru vísi að málum. Af yfirvegun og skynsemi verður farið ofan í málin og niðurstaða fengin.

Já, já, segir lýðurinn, kvartandi yfir því að fá ekki að sjá blóðið renna. Þá verður enginn hengdur. Samtryggingakerfið sér fyrir því.

Gott og blessa,ð segi ég. Það er betra að fara rólega í málin, forðast réttarmorð.

Ríkisstjórnin ætlar að halda rétt á spilunum í þetta sinn og það er óhætt að taka ofan fyrir forsætisráðherra og raunar líka viðskiptaráðherra.


mbl.is Ekki persónugera viðfangsefnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski á Davíð ekki sök á Skaftárhlaupinu

Undanfarna daga og vikur þá hefur sá söngur verið afar hávær að lækka þurfi stýrivexti niður í 6%. Seðlabankinn virðist ekkert bifast þrátt fyrir öll lætin og lækkar „aðeins“ um 3,5%.

Þeir hagfræðingar eru til sem telja þetta nóg að gert í bili og við sem ekkert kunnum í fræðunum rekum upp stór augu því einhvern veginn hélt hélt maður að eini hagfræðilegi álitsgjafinn sem mark væri takandi á væri Þorvaldur Gylfason eða Ágúst Ágúst Einarsson á Bifröst. Þeir halda því nefnilega fram að allt sé ónýtt, allt illa gert, allt vitlaust gert, framundan sé tómt svartnætti.

Svo kemur Gylfi Magnússon og varar við frekari lækkun stýrivaxta og vill fá að sjá hvernig gengið hagar sér á næstunni, segist ekki hafa búist meiri lækkun. Er ekki í lagi með manninn? Kann hann ekkert í sænsku hagfræðinni?

Kannski er þá einhver von með Seðlabankann, þvert á það sem fjölmiðlar hafa verið að tönglast á að undanförnu. Og hugsanlega á Davíð Oddson hvorki sök á heimskreppunni né hlaupinu í Skaftá ...

Mér þykir þetta stórmerkileg frétt.


mbl.is Seðlabankinn stígi varlega til jarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband