Færsluflokkur: Samgöngur

Er Norræna húsið við Tjörnina?

Af hverju í ósköpunum þarf Mogginn minn alltaf að fara rangt með í landafræði? Ég hrökk dálítið við og fór að pæla í því hvar þetta Blautalón sé. Man ekki eftir því á Fjallabaksvegi nyrðra. Munum að ekkert er til sem heitir FjallabaksLEIÐ. Þetta er vegur sem heitir Fjallabaksvegur nyrðri. Höfum það líka hugfast.

Í stuttu máli sagt er Blautalón ekki til á Fjallabakvegi nyrðri. Skiptir engu hversu mikill viljinn er, það er barasta ekki til þar. Blautulón (takið eftir muninum á örnefnunum) eru hins vegar til sunnan við fjall sem nefnist Grettir og erum um tíu kílómetra norðan við Fjallabaksveg nyrðri, í áttina að Langasjó. 

Þessi fína mynd sem Ragnar Axelsson tók er hins vegar frá nágrenni Eldgjár. Nánar tiltekið norðan við hana. Hafi ég rangt fyrir mér þá munu einhverjir velviljaði sem leiðrétta mig.

Svo er ekki úr vegi, að minnsta kosti ekki 10 km, að beina því til tveggja ágætra ritstjóra Morgunblaðsins að hvetja blaðamennina til að leggja áherslu á landafræðina. Þetta með Blautulón er eins og að segja að Norræna húsið sé við Tjörnina í Reykjavík. Hvort tveggja er fjarri lagi.

Miklu skiptir að fréttir séu á lýtalausri íslensku. Sama á við landafræðina. Hið síðarnefnda er ég tilbúinn til aðstoða Moggann með.


mbl.is Rúta valt ofan í Blautulón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband