ÓMINNI TÍMANS bók um stóratburđi í Íslandssögunni
30.12.2024 | 15:31
Nýlega kom út bókin Óminni tímans og er eftir ţann sem hér skrifar, blogghafann sjálfan.
Bókin fjallar um nokkur stórmerkilega atburđi í sögu ţjóđarinnar sem hafa haft mikil áhrif. Höfundurinn leyfir sér ađ draga ályktanir sem oft ganga gegn viđteknum skođunum. Bókin tengir sama sagnfrćđi og jarđfrćđi og í henni eru birtar stórar myndir af einstćđri náttúru landsins.
Titill bókarinnar Óminni tímans vísar til ţess ađ allt gleymist í tímans rás.
Svo kann ađ virđast sem Íslendingasögurnar gefi raunsanna mynd af ţví sem gerđi frá landnámi og fram á elleftu öld. Ţetta er ekki trúlegt. Fornsögunar eru ekki sagnfrćđi, ţćr eru meira í ćtt viđ skáldskap.
Óminni tímans er 172 blađsíđur og í í brotinu A4, liggjandi.
Kaflar bókarinnar eru ţrír og fjöldi undirkafla:
1. kafli: Um hvađ reiddust gođin? Sagt er frá kristnitökunni sem sögđ er hafa veriđ áriđ 1000. Varfćrnislega er fullyrt ađ engin lög um kristni hafi veriđ sett. Einnig er fjallađ um Svínahraunsbruna sem sannađ er ađ hafi runniđ áriđ 1000 og er ţví kristnitökuhrauniđ. Ţarna á milli Lambafells í Ţrengslum og Bláfjalla er fagurt útivistarsvćđi sem fáir ţekkja.
2. kafli: Uppruni landnámslagsins. Sagt er frá Vatnaöldum en ţar varđ mikiđ öskugos áriđ 877 og ţá féll landnámslagiđ sem jarđfrćđingar og fornleifafrćđingar nota sem viđmiđun í aldursákvörđunum.
Vatnöldur eru vestan viđ viđ Veiđivötn. Ţau urđu til í eldgosi áriđ 1477. Fyrir ţann tíma var stunduđ veiđi í Stórasjó. Veiđimenn höfđust viđ í svokölluđu Hreysi sem er ofan viđ bakka Tungnaár sem nú rennur ţar sem Stórisjór var.
3. kafli: Kalbletturinn í fornsögunum. Landsvćđisins sunnan og austar Mýrdalsjökuls er lítiđ getiđ í fornsögunum. Ástćđan er einfaldlega sú ađ áriđ 939 gaus í Kötlu og Eldgjá varđ til. Líklegt er ađ gosiđ hafi í Eldgjá í allt ađ sex ár. Úr henni kom mikiđ hraun, um 844 ferkm, og gríđarleg gjóska. Allt bendir til ađ brennisteinsmóđa úr eldum og hrauni hafi valdiđ hungursneyđ og dauđa ţúsunda landsmanna líkt og gerđist í Skaftáreldum áriđ 1783. Ţetta var allt gleymt ţegar ritöld hófst á Íslandi.
Í bókinni Óminni tímans er fjöldi ljósmynda, sumar hverjar taka yfir heila opnu eins og sjá má á ţeim myndum sem hér birtast. Einnig eru birtar skýringamyndir, töflur og jafnvel niđjatöl.
Bókin Óminni tímans fćst ekki í bókabúđum. Höfundurinn gefur bókina út, skrifađi hana, tók myndirnar og hannađi útlit hennar.
Bókin kostar 10.600 krónur. Hćgt er ađ kaupa hana međ ţví ađ millifćra fjárhćđina á reikning útgáfunnar og senda stađfestingu á greiđslu.
Ekki má gleyma ađ senda tölvupóst eđa SMS međ nafni, heimilisfangi, símanúmeri og netfangi.
- kt. 5107161750
- banki: 0513-26-009478
- verđ 10.600 kr.
Senda á sigurdursig@me.com upplýsingar um:
- nafn kaupanda
- heimilisfang
- póstnúmer og stađur
- síma
- netfang
Bókin er borin út á höfuđborgarsvćđinu en send í pósti utan ţess.
Gott er ađ opna (tvísmella á) myndirnar sem fylgja pistlinum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Jólasaga um vitleysisgang og hálfa kirkjuferđ
26.12.2024 | 12:14
Jólin eru hjá mér tími mistaka og ţá fer allt úrskeiđis en flest endar ţó oftast vel. Ég gćti sagt margar hryllingssögur um atburđi sem síst af öllu eru jólalegir. Ţó er ýmislegt í frásögur fćrandi eins og ţessi saga sem hér greinir frá sannar. Margir hafa skorađ á mig ađ segja hana opinberlega ţví fullyrt er ađ hún sýni og sanni vandrćđa- og vitleysisganginn sem einkennir líf mitt. Sagt er ađ á jólunum eigi mannfólkiđ ađ gleđjast og ţessi litla saga hljóti ađ geta skemmt sumum ţó ađrir felli ef til vill tár.
Síđasta ađfangadagskvöld var ég eins og endranćr bođinn í mat hjá syni mínum og fjölskyldu hans. Átti ađ mćta ţar klukkan sjö og ţví fannst mér tilvaliđ ađ fara í kirkju á undan. Til ađ atburđarás sögunnar skiljist ber ađ taka ţađ fram ađ ég bý lengst uppi í fjöllum eđa ţví sem nćst ... nćstum ţví uppi í Heiđmörk. Sonurinn býr aftur á móti í Vesturbć höfuđborgarinnar, nćrri ţví úti viđ sjó. Neskirkja er skammt frá heimili hans og ţess vegna ákvađ ég ađ njóta ţar helgistundar.
Ók ég nú varlega vestur í bć. Kirkjudyrnar voru opnar er ađ var komiđ og gekk ég inn virđulegur í fasi og tók presturinn og međhjálparinn á móti mér međ handabandi ţví ég er heldri mađur og er jafnan heilsađ međ virktum er ég geng til tíđa. Ég var hissa á ađ sjá ađ í kirkjunni voru fáir, ţó vantađi klukkuna ţegar ţarna var komiđ sögu ađeins um stundarfjórđung í sex. Fyrirfram hafđi ég ekki búist viđ ţví ađ ađ fá sćti svona seint ţó heldri mađur sé. Svo hlédrćgur og feiminn sem ég er, valdi ég mér sćti aftarlega, nćrri ţví úti í horni, á bak viđ eina af súlunum sem líklega standa undir upphćđum kirkjunnar.
Svo gerđist kraftaverkiđ. Ég var ekki fyrr sestur en kirkjan fylltist af prúđbúnu fólki og helgihaldiđ hófst međ fögrum og innilegum söng, tónum og rćđum presta. Mér vöknađi um augun og ţurfti ţví ađ láta hugann reika langt frá athöfninni svo ég, vasaklútslaus mađurinn, fćri nú ekki ađ skćla áđur en Heimsumbóliđ yrđi sungiđ.
Jú, ég var međ pakkana úti í bíl, allir voru ţeir ađ mínu mati fagurlega umvafđir skrautpappír og merktir. Sum sé, allt í góđum gír. Svo fraus ég, kólnađi allur ađ innan, var ţó funheitt kirkjunni og ég enn í heldri manna lođfeldi. Ástćđan fyrir mínu innra frosti var ađ ţarna í meinleysilegum hugrenningum mínum rann upp fyrir mér ađ gjafirnar frá dóttur minni og fjölskyldu hennar í Noregi og voru til fjölskyldu sonarins voru enn inni í skáp heima, lengst uppi í fjöllum, hálfa leiđ til Hveragerđis.
Nú voru góđ ráđ ekki ađeins dýr heldur vandfundin. Vissulega gćti ég brugđist minni elskulegu dóttur og afhent gjafirnar daginn eftir. Nei. Ţađ var mér ekki sćmandi. Ég litađist um í skyndi. Klukkan var tuttugu mínútur yfir sex og kórinn söng yndislega Núerglattídöprumhjörtum og á eftir átti ađ vera prédikun og síđan einsöngur. Sem betur fer hafđi enginn beđiđ mig um ađ syngja svo ég bjó til plan eins og stjórnmálamađurinn sagđi fyrir síđustu kosningar.
Kórinn söng síđasta erindiđ og ţá var komiđ ađ prédikuninni. Presturinn spjallađi alţýđlega viđ söfnuđinn, var elskulegur og sannfćrandi svo klakinn innra međ mér ţiđnađi ţó enn vćri hjartslátturinn var yfir eitt hundrađ slög á mínútu samkvćmt Eplaúrinu mínu.
Ţarna voru taugar mínar ţandar til hins ýtrasta og um leiđ og prestur sleppti síđasta orđinu rauk ég upp, hljóp yfir ţrjár sćtarađir, stiklađi á höfđi nokkurra aldrađra kirkjugesta og skaust á ofurhrađa úr úr kirkjunni ... Nei, auđvitađ ekki. Ţó planiđ vćri á ţessa leiđ fór ég mér hćgar.
Ég stóđ varlega upp en kannski ekki nógu hljóđlega. Allir á bekkjarröđunum fyrir framan mig litu viđ, sumir sussuđu en lítil börn fóru ađ gráta. Ég fikrađi mig eftir norđurvegg kirkjunnar, rakst óvart á súlu sem einhvern veginn hafđi fćrst út á gangveginn, en hún skemmdist ekki mikiđ. Síđan hljóp ég út en fann um leiđ ađ augu allra kirkjugesta brunnu á baki mínu, vanţóknun ţeirra var nćstum heyranleg. Meira ađ segja einsöngvarinn gat ekki byrjađ fyrr en bíllinn minn var kominn í gang. Hef ekki enn fengiđ ţetta allt endanlega stađfest en allt bendir til ađ svona hafi ţetta veriđ.
Á leiđinni upp í fjöllin braut ég nokkrar (margar) umferđarreglur á Hringbraut og Miklubraut en hirđi ekki um ađ tíunda ţćr ţví löggan er vís međ ađ lesa ritgerđina. Heim komst ég. Ţar var sótsvört hríđ en mér tókst ađ skríđa inn um opinn glugga, sótti gjafirnar sem dóttir mín hafđi pakkađ svo snyrtilega inn. Í bílinn var ég aftur kominn er klukkan var sló korter í sjö.
Ţetta stóđ tćpt. Ég ók af stađ, keyrđi eins og druslan dró, skrensađi í beygjum og braut sömu umferđareglunar og áđur en í öfugri röđ. Tuttugu mínútum síđar var ég kominn gjóluna í Vesturbćnum. Ég lagđi upp á gangstétt fyrir framan heimili sonarins, hljóp út úr bílnum, varđ samstundis fótaskortur á svellinu, reif sparibuxurnar og óhreinkađi skyrtuna, týndi vasaklútnum, húfan fauk og hárkollan međ og Gammeldansk flaskan í buxnastrengnum brotnađi. Inn komst ég samt um síđir.
Enn var enginn sestur til borđs. Ég var nokkuđ móđur, lét ţó ekki á neinu bera. Sagđi engum frá ţví ađ ég hefđi fariđ út úr messu í fyrri hálfleik (sem ţykir nú ekki góđ lenska á Meistaravöllum KR-inga). Nefndi ekki ađ ég hefđi gleymt gjöfum dótturinnar heima heldur hlammađi mér í nćsta stól og drakk sódavatn, viskí, koníak og bjór (í ţessari röđ) og náđi ţar međ ţokkalegu líkamlegu jafnvćgi en andinn var enn órólegur.
Ýmsum ţótti ég nokkuđ fölur og var ég oft um kvöldiđ spurđur um heilsufariđ. Ég gaf fá svör en drafađi eitthvađ um Íbettleheimerbarnossfćtt og ţóttust allir skilja. Gjafirnar frá fjölskyldu dóttur minnar voru vel ţegnar. Og mínar einnig ţó ađ ég hefđi pakkađ ţeim inn í stóra kassa og ţyngt međ steinum og blómapottum en ţađ er nú önnur saga og dagsannari en ţessi hér.
Enginn lendir í svona hremmingum í jólastressinu á ađfangadegi jóla nema ég. Oftast hendir eitthvađ álíka á hverju ári. Ástandiđ hefur samt ekkert lagast međ hćrri aldri enda fylgir honum ekki meira vit. Ţvert á móti.
Í gamla daga sá ég yfirleitt um matinn á ađfangadegi eins og allir almennilegir feđur gera. Eitt sinn matbjó ég kalkún heima og ók síđan á leifturhrađa í gegnum bćinn til ađ komast til sonar míns sem hélt kvöldverđinn í nýju íbúđinni sinni. Ţar biđu allir eftir ađalréttinum sem skoppađi um í aftursćti bílsins eins og bolti ţví hratt var ekiđ. Af ţessu lćrđi ég ađ bíll međ sósublettum í aftursćti selst viđ lćgra verđi en ţeir sem enga hafa.
Eftir ţetta tóku börnin mín sig til og hafa síđan búiđ til jólamatinn. Aldrei er ég beđinn um ađstođ. Mér er eiginlega sama, ţađ á ágćtlega viđ mig ađ éta. Ţó var ţađ eitt haustiđ ađ ég skaut ég átta rjúpur og á mig var skorađ ađ búa til grafna rjúpu sem forrétt. Á ţeim tíma ţótti ég mikill veiđimađur, átti einstaklega auđvelt međ ađ skjóta hvítar rjúpur á auđri jörđ ef ţćr hreyfđu sig ekki mikiđ. Viđ matargerđina var mér ţađ á ađ mislesa uppskriftina, notađi ađeins of mikiđ salt (jćja, alltof mikiđ) ţegar ég gróf ţćr og forrétturinn varđ ţar af leiđandi óćtur. Síđan hef ég ekki veitt rjúpur. Vil samt taka ţađ fram ađ enginn hefur bannađ mér mikiđ ađ fara á veiđar.
Í lokin er ágćtt ađ taka ţađ fram ađ fátt ţykir mér betra en ađ gefa jólagjafir. Verst er ţó ađ mađur ţarf samkvćmt siđvenjunni ađ pakka ţeim inn í marglitan pappír sem er frekar tímafrekt, flókiđ og ţreytandi verkefni. Lćt mig ţó hafa ţađ ţrátt fyrir ađhlátur enda eru jólin gleđitími. Er ţaki?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:25 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Jólakveđjur af svölunum eru ódýrari en hjá Rúvsinu
23.12.2024 | 10:16
Í morgun gekk ég út á svalir, eins og ég geri jafnan árla á Ţorláksmessu, dró nokkrum sinnum djúpt andann, og hrópađi síđan af öllum kröftum á móti suđvestanáttinni.:
Sendi ćttingjum og vinum hugheilar óskir um gleđileg jól og heillaríkt nýtt ár. Ţakka allt á árinu sem er ađ líđa.
Sem betur fer hafđi veđriđ gengiđ niđur og ekki var eins hvasst og um nóttina. Svo beiđ ég í dálitla stund ţangađ til svörin bárust afar ógreinileg ţví nú tók ađ rigna:
Já, sömuleiđis, gleđileg jól, kallađi einhver.
Haltu kjafti, helv... ţitt. Fólk er ađ reyna ađ sofa hérna, öskrađi rámur kall.
Ha ..., kaseiru? hrópađi skrćk kona.
Hundur gelti, annar tók umsvifalaust undir og köttur mjálmađi. Nagladekk skröltu á íslausu malbiki.
Ég gekk inn í stofu, nennti ekki ađ hlusta á hundgá, lét mér detta í huga ađ fyrr eđa síđar myndi hundur sonar míns, hann Fróđi (sko hundurinn heitir Fróđi ekki sonurinn) hugsanlega gelta, mér eđa einhverjum öđrum til ánćgju. En nú erann Fróđi kominn til himna en hver veit hvađ ţar er hćgt ađ gera. Mér er sem ég heyri hann gelta, blessađan.
Engu ađ síđur velti ég ţví samt fyrir mér hvort ekki vćri skynsamlegra ađ senda tölvupóst. Hrópin á svölunum hef ég hins vegar stundađ á Ţorláksmessu frá ţví ég var barn og međ ţví sparađ mér ótrúlegar fjárhćđir í kaupum á jólakortum og frímerkjum. Og allir gleđjast yfir gleđilegjólaogfarsćltnýttárhrópum mínum (nema ţessi rámi).
Jólakveđjur útvarpsins
Nú kann ábyggilega einhver ađ misskilja mig og halda ađ ég sé ađ gagnrýna rúmlega hálfra aldar gamlan og furđulegan siđ ađ senda jólakveđjur á gufunni Ríkisútvarpsins. Skil ekki hvernig hćgt er ađ finna ţađ út.
Úr ţví ađ veriđ er ađ brydda upp á ţessu, man ég aldrei eftir ađ hafa heyrt jólakveđju til mín á gufunni eđa einhvers sem ég ţekki og aldrei hef ég kannast viđ nöfn ţeirra sem senda kveđjur.
Sendendur eru alltaf einhverjir sem enginn ţekkir, til dćmis Stína, Barđi, börnin og fleiri sem ég man ekki hvađ heita enda enn fleiri kveđjur ţetta áriđ en í fyrra. Ţađ bendir eindregiđ til ţess ađ fleiri og fleiri láta Rúviđ plata sig.
Sko, ég held ţví síst af öllu fram ađ kveđjurnar séu ómarkviss vitleysa fyrir kaupendur (og hlustendur).
Á kaffistofunni er ţví haldiđ fram ađ kveđjurnar séu ađ mestu leyti skáldađar af starfsmönnum Ríkisútvarpsins. Óneitanlega er ţađ grunsamlegt hversu kveđjurnar eru allar keimlíkar.
Í ţeim koma fyrir fyrir orđin óskir, jól, gleđilegt, ţakka, ár, nýtt, líđa og svo kryddađ međ innihaldsríkum samtekningum og forsetningum af ýmsu tagi. Nokkuđ til í ţessu.
Nú má vel vera ađ enginn sendi mér jólakveđju í útvarpinu, sem í sjálfu sér er dálítiđ sorglegt. Hitt er ţó jafn líklegt ađ útilokađ sé ađ hlusta međ einbeittri athygli á yfir fjögur ţúsund jólakveđjur lesnar í belg og biđu í tvo daga samfleytt og ná ađ grípa ţá réttu. Hreint útilokađ. Vonlaust. Óraunhćft.
Ríkisútvarpiđ grćđir
Ađferđafrćđin er doldiđ kjánaleg, svona markađslega séđ. Og enn vitlausari eru ţeir sem punga út fullt af peningum til ađ senda kveđjur sem aldrei rata til móttakenda.
Margir nenna ekki lengur ađ hlusta á jólakveđjurnar sem er synd, illa fariđ međ góđa sorg sem óhjákvćmilega verđur til ţegar ekki nćst ađ grípa kveđju sem mađur vonar ađ hafi veriđ send en fór ef til vill aldrei í loftiđ. Ţó eru margir međ gufuna opna og hlusta á kveđjurnar sem í síbylju hverfa út í algleymiđ međan veriđ er ađ baka, pakka inn jólagjöfum, berja krakkana eđa gera eitthvađ annađ ţarflegt. Svo agalega jólalegt. Ekki satt?
Hitt er ku vera dagsatt ađ Ríkisútvarpiđ grćđir tćplega ţrjátíu milljónir króna á tiltćkinu og kostar engu til nema ţulunum sem ţylja sig hása. Útvarpsstjórinn las í hitteđfyrra í tvćr mínútur međan teknar voru hreyfimyndir og ljósmyndir af honum viđ ţessa iđju og svo fór hann heim. Allir hinir eru ţegar á launaskrá svo kostnađurinn er enginn. Bara tekjur. Stórbissniss.
En bíddu nú aldeilis viđ, kćri lesandi. Nú kemur pylsan í rúsínuendanum.
Í anda samkeppni og ţjóđţrifa mun ég frá og međ deginum í dag og fram yfir áramót bjóđa landsmönnum ađ hrópa hjartnćmar jóla-, annaníjóla-, ţriđjaíjóla-, fjórđaíjóla ... (og svo framvegis) og nýjárskveđjur af svölunum heima.
Rafrćna tómiđ
Svo vel hefur tekist til á undanförnum árum ađ ţetta er ómissandi siđur, svo óskaplega jólalegur jólasiđur um jólin. Spyrjiđ bara alla ţá sem sendu og fengu kveđjur í fyrra, hitteđfyrr, ţarhitteđfyrra, ţarogţarogţarhitteđfyrra. Heimtur á kveđjum eru margfalt betri hjá mér en Ríkisútvarpinu, ţar hverfur allt út í rafrćnt tómiđ á bak viđ hringi Satúrnusar.
Verđiđ er miklu betra en hjá Ríkisútvarpinu, heilum 17,523% lćgra. Og ţađ sem meira er: Komist kveđja sannanlega ekki til skila fćr kaupandinn 33,9% endurgreiđslu. Keppinauturinn getur sko ekki toppađ ţetta og mun ekki einu sinni reyna ţađ.
Fyrst nú er veriđ ađ misskilja viljandi tilganginn međ ţessum skrifum mínum vil ég nefna ţá stađreynd í fullkominni vináttu, kurteisi og virđingu og ađdáun fyrir hefđum fólks ađ ţađ er ábyggilega ódýrara og markvissara ađ hrópa kveđjur af svölunum en ađ borga Ríkisútvarpinu fyrir ađ lesa ţćr út í rafrćna tómiđ sem áđur var nefnt og er ađ auki umhverfislega stórhćttulegt og um síđir getur valdiđ ólćknandi veirusjúkdómum eins og dćmi síđustu ára sanna.
Eđa heldur ţú, lesandi góđur, ađ Kóvid veiran hafi bara orđiđ til úr engu? Í Kína? Ó nei. Ekki aldeilis. Á skal á endanum vađa, eins og kellingin sagđi. Eđa hvers vegna mun yfirborđ sjávar hćkka um fimm sentímetra á nćstu ţrem árum og veiran stökkbreytast? Ég bara sper.
Gasalega jólalegt
Já, ţađ má vel vera ađ Ríkisútvarpiđ reyni ađ klekkja á mér, samkeppnisađilanum (ađili er svooo fallegt orđ), međ ţví ađ láta útvarpsstjóra bregđast viđ og lesa jólakveđjur í tíu mínútur (sem er svo gasalega jólalegt).
Kemur nú krókur á móti lćvísu bragđi Rúvsins og mun ég breyta um rödd í tíu mínútur og ţykjast vera forsetinn Íslands, Trump eđa kóngurinn í Lúxsusborg eđa einhver annar).
Ţá hrekkur ţetta eflaust upp úr lesandanum:
En ţađ er svo gasalega jólalegt ađ hlusta á jólakveđjulesturinn á gufunni.
Já, ţví skal ég nú trúa. Ţađ er líka obbbbboooođsleeeeegaaaaa jólalegt ađ tala til ţjóđarinnar úti á svölunum mínum á Ţorláksmessu-, ađfangadags- og jóladagsmorgni. Ţar ađ auki hef ég tvennar svalir, í austur og suđur. Toppađu ţađ, ţú ţarna útvarpsstjóri!
(Vilji svo til ađ einhver drukkinn lesandi telji sig hafa lesiđ ofangreindan pistil á Ţorláksmessu á síđasta ári skal ţađ fyrirfram dregiđ í efa vegna ţess ađ fólk man ekkert stundinni lengur.)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:18 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)