Engin vandamál með Makka ...

Nokkuð langt er síðan Microsoft hætti að uppfæra Explorer fyrir Makka. Líklega var það um svipað leyti að Apple gaf út Safari. Síðan hefur staðan á tölvu minni verið alveg ágæt enda nota ég Makka og á þar af leiðandi ekki í þeim vandamálum sem um getur í greininni.

Lengst af hef ég metið Microsoft að verðleikum þó ekki nema fyrir þá sök að hafa búið til nokkur góð forrit eins og Excel og Word. Á móti koma ýmsir vankantar hjá þessu ágæta fyrirtæki. Þau helstu varða viðmót forrita. Smám saman hafa þau orðið lakari, ekki síst með þessum óskapnaði sem blasir við manni með Office 2008. Engu líkar er en að þeir hjá Microsoft hafi eitthvað allt annað í huga við hönnun forrita en neytandann.

Ekki er úr vegi að lauma hér með gamalli tuggu sem engu að síður er klassísk. Þvílíkt góðgæti og skemmtun að eiga kost á afbragðs tölvu sem Makkinn er. Ég held að engar aðrar tölvur komist nálægt því að vera eins þægilegar og neytendavænar og Makkinn og sama er með fjölmörg makkaforrit, t.d. Pages, Keynote, iPhoto, Graphic Converter, Grab, iCal, Addressbook, iWeb og síðast en ekki síst iTunes.

Verstur fjandinn hvað krónan stendur illa. Það er ekki á færi venjulegs launamanns þessa daganna að endurnýja hjá sér rúmlega þriggja ára gamla tölvu.


mbl.is Alvarlegur öryggisgalli í Internet Explorer
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Engin vandamál með makka....

Málið er að makkintrashið er bara vandamál...

Svo er til fullt af góðum forritum sem maður nýtir sér frekar en IE.

Makkann nota ég aldrey því hann sjálfur er vandamálið.

Ólafur Björn Ólafsson, 16.12.2008 kl. 10:10

2 Smámynd: Þorsteinn Árni Steindórsson

Merkilegt að maður þarf eiginlega að vera í sértrúarsöfnuði til þess að nota makka, þeir eru það einfaldir að fólk er oft á tíðum hætt að skilja þá :D en bíddu ohh voru það ekki makka menn sem voru alltaf að grobba sig af því að það þyrfti aldrei að endurræsa og að vírusvarnir væru óþarfar í makkanum haha WRONG það var nú samt í fyrsta skipti um daginn sem apple gaf það út að fólk ætti að ná sér í vírusvörn á makkann sinn ;) og tja ætli þeir þurfi ekki að endurræsa eftir uppsettningu svona rétt eins og ef þú uppfærir makkann...

Þorsteinn Árni Steindórsson, 16.12.2008 kl. 11:13

3 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Merkilegt hvað það fara allir í PC vs Mac skítkast ef annaðhvort fyrirtækið eða vara þeim tengdum er minnst á í mogganum.

Bæði kerfin hafa kosti og galla, það er undir fólki sjálfu komið með hvort það vill vinna á.

Sumum finnst þægilegt að vera á macca, fínt.  Öðrum finnst þægilegt að vera á PC, fínt.  Það er ekkert meira böggandi en fólk sem er að reyna að troða sínum "lífstíl" uppá annað fólk.

Sure, Makkar kosta ansi mikið miðað við sambærilegar PC tölvur vélbúnaðarlega séð og sumir vilja meina að það sé útaf því hvað það fylgir mikið með tölvunum,  Pages, Keynote, iPhoto, Graphic Converter, Grab, iCal, Addressbook, iWeb blablabla.  Málið er bara að sumir vilja ekkert þessi forrit, ég t.d. hef aldrei skilið hvað er svona heillandi við iTunes.  Sumir vilja þessi forrit, hvað er ég að skipta mér af því sem annað fólk vill ef það kemur mér ekkert við.

PC tölvur eru yfirleitt settar með samasem merki við Windows og vilja meina að þær séu óstöðugri en makkinn, séu gjarnari á vírussmit og frameftir götum. Hvort tölva smitast af vírus er í 90% tilvikum byggt á notandanum sjálfum,  ekki stýrikerfinu, ekki vélbúnaðinum, ekki vafranum.  Windowsinn tekur ekkert upp á því á eigin forsendum að opna vírussmitaða heimasíðu (nema það sé þegar vírus á honum),  það er notandinn sem gerir það.  Klikkar á link sem einhver sendi honum á msn án þess að vita hvaða linkur þetta er.

 Ef fólk vill nota PC eða Makka þá notar það bara það sem það vill,  með því góða eða slæma sem fylgir.

 Hvort sem þú notar Makka eða PC,  sýnið þá smá forsjárhyggju og ekki klikka á óþekkta linka eða setja inn óþekkt forrit.

Jóhannes H. Laxdal, 16.12.2008 kl. 11:15

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Það er nú alveg óþarfi að missa sig þótt einhver lýsi því yfir að hann vilji frekar nota Makka heldur en windows byggðan PC. Ég nota Makka daglega. Hann er frábært tæki, alhliða og honum fylgja svo til engin vandamál. Þetta er ekki bara mín reynsla heldur flestra annarra. Punktur.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 16.12.2008 kl. 11:45

5 Smámynd: Hilmar Kári Hallbjörnsson

Frábærar þessar athugasemdir :-)

Mér langar samt að bæta einni við,  bara til að hræra aðeins í ykkur.

Formáli:  Ég er PC kall, búinn að vera það lengi, en er nýbúinn að fá mér Mac.

Það sem mig langar að benda ykkur á að tölvur eru bara kassar með fullt af rafeindabúnaði.  Og það er sannað mál ( skv. m.a. Toms Hardware ) að Mac hardware-ið er stöðugra heldur en samsuðurnar úr PC heimum.

En það sem er aðalmálið að  Machintosh keyrir þessi stýrikerfi:   OsX, Linux ( allar bragðtegundir ) OG WINDOWS.  PC tölvur keyra EKKI OsX!!!!!!   Þannig að ef þú átt Mac getur þú installað Windows og notað hana eins og PC, en ef þú átt PC getur þú ekki notað hana eins og Mac.  

Í því liggur munurinn.

Allar tölvur og allur hugbúnaður þarfnast uppfærslna.  Ég skrifaði einu sinni forrit sem ALDREI hefur verið crackað.  Og engar öryggisholur hafa fundist.  Enda er ég einn að nota forritið.  Ef aftur á móti 70% heimsins eru að nota eitthvað forrit og hinir 30% + kannski 10% af 70% ( semsagt c.a. 37% ) eru að reyna að ráðast á hugbúnaðinn, þá er ekki nema von að gallar finnist.  

Hættum að pissa upp í vindinn, kaupum okkur tölvur eftir efnum, aðstæðum og eigin ástæðum, og hættum að dissa ákvarðanir annara

Hilmar Kári Hallbjörnsson, 16.12.2008 kl. 13:18

6 identicon

Skemmtilegar yfirlýsingar í mac fólki alltaf hahaha

Halló mac fólk.. það eina sem hefur bjargað ykkur hingað til er hversu fáir hlutfalslega nota mac... um leið og það breytist þá þori ég að lofa ykkur að vandamál ykkar verða ógurleg hahahaha :)

DoctorE (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 14:18

7 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Vélbúnaðurinn í Mac vélum og öðrum PC vélum er sá nákvæmlega sami í dag fyrir utan það að Mac notast við EFI en PC vélar sem keyra á Windows stýrikerfi notast við BIOS.  Windows7 verður líklega með EFI stuðning.

MacOsX er hægt að keyra á PC-vélum sem hafa ekki EFI með smávægilegum tilfærslum, en þær þurfa að hafa sambærilegan vélbúnað og Mac.

Axel Þór Kolbeinsson, 16.12.2008 kl. 14:57

8 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

office 2008 viðmotið er fyrsta viðmótið í microsoft vöru sem er eitthvað varið í, þar á undan hefur microstft aldrei pælt í notendavænni hugbínaðarþróun.

 Annars er ég lögu hættur að nota windows nema bara visual studio til forritunar ( visual studio er eina forritið frá microsoft sem telst til góðs hugbúnaðar að minu mati) og persónulega finnst mer mac os engu skárra en windows

Jóhann Hallgrímsson, 16.12.2008 kl. 16:54

9 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Júlíus:

Svarið við því er ekki einfallt, en stæðstu ástæðurnar geta verið hærri framleiðslukostnaður vegna notkunar á betri þéttum og öðrum grunnhlutum, hærri hönnunarkostnaður vegna útlits og vegna þess að EFI er dýrara í framleislu en BIOS vegna minni eftirspurnar.  Þetta ætti að skýra verðmun ef hann væri 5%.

Restin af verðmuninum fellst í vörumerkinu.  Það er þekkt úr tölvuheiminum að stæðstu nöfnin framleiða lítið af sínum vörum sjálfir, en láta það eftir lítt þekktum ODM (Original Design Manufacturer) eins og Compal, Quanta og ASUS (sem framleiðir mikið fyrir Apple).  Ég hef t.d. séð hér á Íslandi tvær nákvæmlega eins fartölvur, og þá meina ég nákvæmlega eins, þær komu af sömu framleiðslulínu, seldar með 15% verðmun en þar sem sú dýrari bar þekkt vörumerki seldist hún mjög vel á meðan tvíburasystirin hreyfðist ekki.

S.s: límmiði með réttu vörumerki getur verið tugþúsunda virði.

Axel Þór Kolbeinsson, 16.12.2008 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband