Sagan af Lúkasi sem seldi bílinn sinn

Lúkas skildi bílinn sinn eftir á bílasölunni. Svo gekk hann heim, kyssti konu sína og börn og bjó til kvöldmatinn. Viku síđar eftir bankađi löggan upp á og vildi spjalla viđ hann. 

Skildir ţú bílinn ţinn eftir síđasta ţriđjudag klukkan 17:30 á bílasölunni Stórbílasölunni? spurđi löggumađurinn.

Já, svarađi Lúkas.

Veistu ađ bíllinn hefur veriđ seldur?

Já. Ég skrifađi rafrćnt undir afsaliđ í gćr og fékk greitt fyrir hann ađ frádreginni ţóknun bílasalans.

Sástu ţegar bílasalinn sem var bćđi drukkinn og dópađur í gćr lamdi kaupandann?

Nei, ég fór ekki aftur á bílasöluna, skrifađi undir rafrćnt. 

Ţú varst sjálfur edrú og tókst sem sagt ekki ţátt í barsmíđunum?

Já og nei, svarađi Lúkas.

Hvađ áttu viđ, já og nei, spurđi löggan og hvessti sig.

Ţú spurđir mig tveggja spurninga og ég svarađi báđum.

Hmm, heyrđist frá lögmanninum, og hann horfđi lengi á Lúkas sem leit loks undan.

Ertu alveg viss?

Viss um hvađ? spurđi Lúkas.

Ađ ţú segir satt og rétt frá.

Hvađ áttu eiginlega viđ?

Já, ţetta hélt ég, sagđi löggumađurinn, sigri hrósandi. Ţú ţarft ađ mćta í skýrslutöku vegna rannsóknarinnar eftir helgi. Viđ hringjum í ţig.

Lúkasi leiđ nú ekki sem best eftir ţetta. Imba konan hans sagđi ađ hann ţyrfti ekki ađ hafa neinar áhyggjur, sannleikurinn kemur í ljós um síđir. Hún hafđi rétt fyrir sér. Hálfu ári síđar fékk Lúkas bréf međ skýrslu löggunnar um sölu bílsins og ofbeldi bílasalans sem var ákćrđur en ekki var minnst á Lúkas.

Kćran barst í fjölmiđla sem fundu út ađ Lúkas hefđi átt bílinn. Á samfélagsmiđlum var fullyrt ađ ţáttur hans í ofbeldinu hefđi ekki veriđ rannsakađur og ábyrgđ hans hljóti ađ vera rík.

Fjölmiđlar sátu um heimili Lúkasar í Álftamýri. Nćsta morgun gekk Lalli út í nýja bílinn sinn og ćtlađi í vinnuna. Fjölmiđlungar og bloggarar umkringdu hann og ráku hljóđnema sína ađ honum og hrópuđ og kölluđu spurningar sínar. Lúkasi tókst ađ komast í bílinn sinn og fór í vinnuna sína. Ţar las hann um sjálfan sig í fjölmiđlum.

„Ţađ blas­ir viđ ađ ţátt­ur seljanda bílsins sem und­ir­rit­ar samn­inginn og annarra ábyrgđarađila hef­ur ekki veriđ rann­sakađur til hlít­ar“, sagđi Hanna.

„Ţótt ábyrgđin liggi hjá Stórbílasölunni, vegna brota og annmarka á söluferli bílsins, ţarf engu ađ síđur ađ skođa siđferđilega ábyrgđ Lúkasar sem blygđunarlaust seldi bílinn sinn“, sagđi Helga.

„Okkur vantar heildarmyndina. Okkur vantar gögn sem ađeins rannsóknarnefnd getur veitt, ábyrgđarađilinn á sölunni hefur hvergi veriđ rannsakađur og ţetta snýst ekki um persónur og leikendur. Ţetta snýst um traust, gagnsći og yfirsýn“, sagđi Kristrún.

„Lúkas ber lagalega ábyrgđ á framkvćmdinni og hann beri auđvitađ líka siđferđilega ábyrgđ á ţví ađ vel fari. Ég meina, ég myndi segja ađ hann falli á báđum prófum og tilraun til ađ halda öđru fram sé bara Íslandsmet í međvirkni,“ sagđi Ţorbjörg.

Blađamađur hringdi í Lúkas og spurđi: Ćtlar ţú ađ axla ábyrgđ á barsmíđum bílasalans? Hver var ţáttur ţinn í ofbeldinu? Heimildir herma ađ ţú hafir séđ barasmíđarnar. Lúkasi varđ orđa vant.

Bloggari sem ekki vill láta nafns síns getiđ hringdi í kaupanda bílsins og sá sagđi:

Bílasalinn er ruglađur, hélt ţví fram ađ ég skuldađi honum pening, svo braut hann á mér nefiđ og sparkađi í afturendann á mér.

Hvađ gerđi Lúkas?

Hvađa Lúkas?

Seljandi bílsins.

Já hann. Hef aldrei hitt manninn.

 


mbl.is Orđ Bjarna ađ engu orđin
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 27. júní 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband