Hafa afskipti af, búist viđ miklum dauđa og vörurými sendibifreiđar

Orđlof

Nafnorđastíll

Ţađ sem einkennir stíltegund ţessa er ađ nafnorđ eru notuđ ótćpilega ţar sem eđlilegra vćri ađ tjá hugsunina međ sagnorđi eđa jafnvel lýsingarorđi. 

Sígild dćmi um nafnorđastíl eru setningar svo sem: 

Fjöldi gesta jókst ţegar leiđ á kvöldiđ

eđa 

opnunartími verslunarinnar er frá kl. 10 til 18. 

Í fyrra dćminu fćri mun betur á ţví ađ nota sögn í stađ nafnorđs og rita 

gestum fjölgađi ţegar leiđ á kvöldiđ 

en í seinna dćminu lýsingarorđ: 

Verslunin er opin frá kl. 10 til 18.

Ekki er gott ađ segja hvers vegna nafnorđastíllinn er svo ágengur sem raun ber vitni. Sumir telja ţađ vera áhrif frá erlendum tungum, ađrir segja ađ hann gefi málinu virđulegri og „stofnanalegri“ blć, meiri ţunga. Hvort tveggja kann ađ vera satt. 

Enskan er til dćmis mikiđ nafnorđamál og „stofnanaíslenskan“ svonefnda verđur ekki sökuđ um ađ sniđganga ţann orđflokk. 

Lögreglan er stofnun sem sendir fjölmiđlum dagbćkur vikulega og ţar finnast vissulega mörg góđ dćmi um margnefnda stíltegund.

Morgunblađiđ, Íslenskt mál.

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„Í Kópavogi voru afskipti höfđ af ökumanni bifreiđa rétt fyrir tíu í gćrkvöldi.“

Frétt á dv.is.                    

Athugasemd: Ja hérna, ók mađurinn fleiri en einni bifreiđ? Nei, auđvitađ á ađ standa ţarna bifreiđar, ţađ er í fleirtölu.

Samhengiđ er ţetta:

Í Kópavogi voru afskipti höfđ af ökumanni bifreiđa rétt fyrir tíu í gćrkvöldi. Bifreiđ hans hafđi mćlst á 125 km/klst ţar sem hámarkshrađi er 50 km/klst. 

Er ekki eftirfarandi er skárra:

Ökumađur var stöđvađur í Kópavogi hafđi ekkiđ á 125 km hrađa ţar sem hámarkshrađi var 50 km.

Afskipti merkir ađ skipta sér af, koma ađ. Hvers vegna er ţetta orđ valiđ í stađ ţess ađ segja ađ ökumađurinn hafi veriđ stöđvađur? Ţegar löggan stöđvar ökumann felst í ţví ađ hún hefur afskipti af honum. Sleppum „hafa afskipti af“ nema ađ gott tilefni sé til ţess ađ orđa ţađ ţannig.

Stađreyndin er einfaldlega sú ađ orđalagiđ er nafnorđastíll, kjánalegt stofnanamál, sem er ekkert virđulegra, gengsćrra eđa ţćgilegra aflestrar en hefđbundin íslenska. 

Löggan skrifar sjaldnast góđa íslensku en blađamenn taka skrifin sem gullaldarmál. Ţannig dreifist smitiđ, íslensku máli til óţurftar.

Tillaga: Ökumađur var stöđvađur í Kópavogi, hafđi ekiđ á 125 km hrađa ţar sem hámarkshrađi var 50 km.

2.

Eins og segir í frétt NPR hafa háttvirtir vísindamenn í Bandaríkjunum kallađ eftir ţví ađ ţessi leiđ verđi rannsökuđ betur.

Frétt á dv.is.                    

Athugasemd: Orđalagiđ „kalla eftir“ er afar ómarkvisst og getur átt viđ svo ótalmargt enda komiđ úr ensku. Ţar er sagt „to call for something“, og vegna ţess ađ ekkert af ţessum fjórum orđum er framandi finnst mörgum ţćgilegt ađ ţýđa ţau beint. Stundum verđur ţó ađ fórna ţćgindunum.

Á ensku er „to call for“ notađ í ólíkum tilgangi, sjá UK Dictionary.

Í eftirfarandi málsgreinum má til dćmis alls ekki nota orđalagiđ „kalla eftir“:

  1. „FBI policy calls for an investigation whenever an agent fires a weapon.“ Krefjast.
  2. „It does not necessarily call for a large investment to implement it.“ Ţurfa.
  3. „Desperate times call for desperate measures.“ Ţurfa.

Starf blađamanna er ađ veita upplýsingar og ţar af leiđandi ţurfa fréttar ađ vera skýrar og markvissar. Í stađ „kalla eftir“ má nota óska eftir, biđja um, krefjast, vilja, heimta, langa og álíka.

Oft er „kallađ eftir“ rannsókn, mótmćlum, verkföllum, styrkjum, ađstođ, hjálp og svo framvegis. Í stađ ţess ćtti ađ nota nákvćmara orđalag sem hćfir hverju tilviki.

Sá sem kallar hann hrópar, hćkkar röddina. Slík er hin einfalda merking sagnarinnar ađ kalla. Útilokađ er ađ útvatna ţađ og láta sem orđalagiđ geti komiđ í stađ fjölda ágćtra orđa sem eru miklu hjálplegri. 

Međ ţví ađ ofnota einstök orđ eđa orđalag er veriđ ađ fletja tungumáliđ út rétt eins og ţegar sagt er „dingla“ ţegar dyrabjöllu er hringt, „klessa“ ţegar bíll ekur á annan jafnvel á gangandi mann. Sjaldnast er sá sem grunađur er um lögbrot settur í fangelsi heldur „vistađur í fangaklefa“, leikmenn fótboltaliđs eru kallađir „lćrisveinar“ ţjálfarans og sá sem verđur fyrir árás er kallađur „brotaţoli“. Allt ţetta kemur úr fjölmiđlum og ţúsund önnur dćmi má nefna.

Ađ lokum velti ég ţví fyrir mér hver sé munurinn á „háttvirtum“ vísindamönnum og virtum vísindamönnum. Ekkert um ţađ í fréttinni.

Tillaga: Eins og segir í frétt NPR hafa virtir vísindamenn í Bandaríkjunum hvatt til ţess ađ ađferđin verđi rannsökuđ betur.

3.

Hann lagđi jafnframt áherslu á ađ gera megi ráđ fyrir mánuđum til stöđva faraldurinn.

Frétt á frettabladid.is.                     

Athugasemd: Blađamađurinn ćtlast líklega til ađ lesendur skilji ţetta á ţann veg ađ mánuđir munu líđa áđur en faraldurinn stöđvist. Sé svo, af hverju skrifar hann ţannig ađ mánuđir komi til ađstođar? Ţetta stenst ekki ţó jákvćđur lesandi geti skiliđ.

Blađmenn ţurfa ađ lesa yfir fréttir sínar fyrir birtingu og vera gagnrýnir á eigin skrif.

Tillaga: Hann lagđi jafnframt áherslu á ađ gera megi ráđ fyrir ađ mánuđir munu líđa áđur en faraldurinn stöđvist.

4.

Donald Trump Bandaríkjaforseti býst viđ miklum dauđa vegna kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum á nćstum dögum.

Frétt á ruv.is.                     

Athugasemd: Svona á ekki ađ skrifa. Blađamenn verđa ađ skrifa skýrt, ekki gera ţá kröfu ađ lesendur hljóti ađ skilja ţađ sem í fréttinni stendur.

Ţarna er skrifađ í nafnorđastíl, nánast stofnanamállýsku, sem viđ eigum ađ forđast á íslensku.

Notum sagnorđ. Trump býst viđ ađ margir munu deyja, ekki ađ hann búist viđ miklum dauđa.

Á ensku vćri ţetta svona:

US President Donald Trump expects huge deaths due to the crown virus epidemic in the United States in the next days.

Orđalagiđ er viđunandi á ensku en langt í frá á íslensku. Fyrir alla muni ekki ţýđa beint úr ensku jafnvel ţó öll orđin séu kunnugleg. Reynum ađ skilja innihaldiđ, berum virđingu fyrir íslensku máli og hefđum í orđalagi og skrifum.

TillagaDonald Trump Bandaríkjaforseti býst viđ margir deyi á nćstu dögum vegna kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum.

5.

„… sem grunađur er um verknađinn, ţar sem hann hafđi faliđ sig skammt frá vettvangi í vörurými sendibifreiđar.

Frétt á dv.is.                      

Athugasemd: Löggan skrifar afar illa. Ţarna er talađ um „vörurými“ sendibíls. Almenningur og annađ dauđlegt fólk myndi segja ađ mađurinn hafi fundist aftan í sendibíl, inni í bílnum. Ţannig er almennt talađ. Jú, ţađ er ofbođslega flott ađ tala um „vörurými“. Eđa hvađ? 

Í fréttinni er talađ um „höggvara“ bifreiđar, viđ hin höfum vanist á ađ kalla slíkt stuđara. Jú, ţađ er ofbođslega flott ađ tala um „höggvara“ bifreiđar. Eđa hvađ?

Löggan reynir ađ búa til löggumál. Í ţví eru engir bófar, glćpamenn, fullir kallar og kellingar, dópistar og álíka lýđur. Ţeir eru kallađ „brotamenn“ eđa eitthvađ annađ sem virđist hlutleysislegt. Viđ almenningur eru kallađir almennir borgarar, sjaldnast fólk eđa almenningur. Verst er ţó ađ blađamenn halda ađ löggumáliđ sé gullaldarmál og ţađ megi alls ekki lagfćra.

Og svo er ţađ ţetta orđalag sem er sí og ć er endurtekiđ eins veriđ sé ađ vitna í ljóđ eftir Jónas Hallgrímsson:

… og var mađurinn vistađur í fangageymslu fyrir rannsókn málsins.

Líklega myndi mađurinn sem orti ţetta hreinlega skammast sín fyrir nútímamáliđ:

Nú andar suđriđ sćla vindum ţýđum,
á sjónum allar bárur smáar rísa …

Var mađurinn ekki settur í fangelsi vegna rannsóknarinnar? Ef mađur er settur í fangelsi segir ţađ sig ekki sjálft ađ rannsaka ţurfi máliđ? Varla er ţađ bara gert til skemmtunar ađ lćsa misindismanninn inni eđa til ađ láta renna af honum.

Bersýnilegt er ađ blađamönnum leiđist ađ skrifa löggufréttir. Nýliđarnir eru settir í ţćr eđa ţeim sem ekki er treyst í ađrar fréttir. Á öllum fjölmiđlum grípa löggufréttaritararnir til ţess í leiđindum sínum ađ nota „kópí-peist“ ađferđina. Afrita textann og líma í fréttaforritiđ, bćta einhverju viđ eđa laga ţađ sem engu skiptir og máliđ er leyst. Ţess vegna koma öll smáatriđi fram í löggufréttum, hlutir sem engu máli skipta. Og ţađ er einmitt ástćđan fyrir ţví ađ löggufréttir eru leiđinlegar aflestrar.

Í gamla daga var oft sagt viđ mann: Ef ţú getur ekki gert ţetta almennilega slepptu ţví ţá.

Tillaga sem grunađur er um verknađinn, ţar sem hann hafđi faliđ sig skammt frá vettvangi aftan í sendibíl.

6.

Kon­ráđ fékk heim­sókn frá karla­kór í ein­angr­un.

Fyrirsögn á mbl.is.                      

Athugasemd: Hvernig stendur á ţví ađ karlakórinn fór úr einangruninni eđa var hann í sóttkví? 

Ţegar mađur les fréttina kemur í ljós ađ ţađ var hann Konráđ blessađur sem var í einangrun. Ţar af leiđir ađ fyrirsögnin er röng.

Tillaga: Karlakórinn heimsótti Konráđ í einangrun.

 


Bloggfćrslur 5. apríl 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband