Jóhannesarpassían

Screenshot 2020-04-20 at 10.50.40Und siehe da, der Vorhang im Tempel zerriss in zwei Stück von oben an bis unten aus.
Und die Erde erbebete, und die Felsen zerrissen,
und die Gräber täten sich auf, und stunden auf viel Leiber der Heiligen.

Jóhannesarpassían eftir Jóhann Sebastian Bach er stórkostlegt tónverk. Um síðustu páska hlustaði ég á flutning Passíunnar í streymi frá Thomaskirch í Leipzig í Þýskalandi. Þar hefur hún verið flutt árlega í eitthundrað og fimmtíu ár. Í þetta sinn var sögumaðurinn Benedikt Kristjánsson, tenór.

Ég hef aldrei hlustað á Jóhannesarpassíuna alla en túlkun, látbragð og söngur Benedikts í upphafi var svo áhrifamikill að ég gat ekki hætt. Í henni er sagt frá atburðum föstudagsins langa, píslavættis Jesú þegar hann var dreginn fyrir Heródes og Pontíus Pílatus og loks göngu hans með krossinn um götur Jerúsalem og upp á Golgatahæð.

Ég kann aðeins aðeins hrafl í þýsku, það sem maður lærði í menntaskóla forðum daga, og studdist því við texta á vefsíðu sem nefnist „Bach Cantatas Website“. Þar gat ég fylgst með þýska textanum og stuðst við enska þýðingu mér til skilnings.

Passían er himneskt listaverk í tvennum skilningi þess orðs, og ekki spillir fyrir að Benedikt er einkar „Jesúlegur“ með sítt hárið sitt og einlægnin skín úr svip hans.

Passían er einstaklega nútímalegt verk, engin tilgerð, orðin úr Jóhannesarguðspjalli eru flutt á áheyrilegan hátt og kórinn tekur undir.

Í fjölmiðlum hefur Benedikt fengið afar góða dóma fyrir þátt sinn í flutningnum.

Hægt er að hlusta á Jóhannesarpassíuna með Benedikt Kristjánssyni hér og textinn á þýsku og ensku er hér.

Þá rifnaði fortjald musterisins í tvennt, ofan frá og niður úr,
jörðin skalf og björgin klofnuðu,
grafir opnuðust og margir líkamir helgra látinna manna risu upp. Matteasarguðspjall.


Bloggfærslur 20. apríl 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband