Er veiran ekki í fjölmennum heimsálfum og löndum eđa er logiđ međ ţögninni?

Útbreiđsla Covid 19Litla Ísland er miđdepill heimsins. Dragi einhver ţađ í efa er nauđsynlegt ađ líta á útbreiđslu Covid-19 veirunnar hér á landi og bera saman viđ önnur á međfylgjandi korti. Ţađ er eitt hiđ áreiđanlegasta sem til er og kemur frá John Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum, John Hopkins Medecine. Hér er linkur á kortiđ.

Ég held ađ ţađ sé rétt sem íslensk heilbrigđisyfirvöld fullyrđa, ađ ţau hafi skráđ nćstum hvern einasta mann sem er smitađur og á fjórđa hundrađ sem er í sóttkví.

Gera ađrar ţjóđir betur?

Nei, ţćr gera ekkert betur, flestar mun lakar, ađrar svindla og svo er heilbrigđiskerfiđ gagnslítiđ í mörgum löndum. 

Í Kína hafa 81.000 manns fengiđ veiruna, 0,006% af íbúum ríkisins. Hér á landi hafa 36 veikst, 0,01% landsmanna, álíka hlutfall.

Hér eins og í Kína er reynt ađ hefta útbreiđsluna eins og hćgt er. Ţó er líklegt ađ vegna fámennisins sé ţađ auđveldara hér á landi en víđa annars stađar. Viđ vitum um alla sem veikst hafa međ nafni og einnig ţá sem eru í sóttkví. Munum ađ Kínverjum virđist ganga vel.

Hver trúir ţessu?

Rússar (4) fullyrđa ađ fjórir hafi smitast. Ég trúi ţeim ekki. Aftan viđ nöfn landa er svigi og í honum eru opinberar tölum um fjölda smitađra samkvćmt kortinu.

Ţjóđverjar halda ţví fram ađ 545 hafi veikst en miđađ viđ Ísland ćttu ţar ađ vera 8.100 manns í rúminu. Austan viđ landamćrin er Póllandi og ţar hefur ađeins einn veikst, ćtti ađ vera 3.800. Frakkar eru vestan viđ Ţýskaland og ţar hafa 423 veikst, ćtti ađ vera 6.300 manns. Eru ţessi ríki trúverđug eđa birta ţau bara ţćr tölur sem henta?

Trúir einhver Rússum (4), Pólverjum (1), Ungverjum (1) eđa Tyrkjum (0). Í Bretlandi eru 116 sagđir veikir en ćtti ađ vera 6.000. Miđađ viđ Ísland ćttu 35.000 Bandaríkjamenn ađ hafa fengiđ vírusinn, en ţar í landi er ţví haldiđ fram ađ ađeins 233 hafi veikst.

Miđađ viđ ţađ sem er ađ gerast hér á landi hef ég enga trú á tölum frá öđrum löndum. Ţó svo ađ stór hluti af smiti hér á landi sé rakiđ til skíđaferđa til Austurríkis (43) og Ítalíu (3.858) má benda á ađ margfalt fleira fólk hefur veriđ í sömu skíđabrekkunum og sömu hótelunum og fariđ ţađan til síns heimalands og liggur ţar í „flensu“ ađ eigin mati. Af ţessum ástćđum einum ćttu 6.000 ađ vera veikir á Ítalíu. Í Austurríki ćttu 900 manns ađ liggja í rúminu. Nema auđvitađ ađ Íslendingar sem koma af skíđum hafi af einhverjum dularfullum ástćđum einir manna nćlt sér í Covid-19.

Engar tölur úr tveimur heimsálfum

Ţetta er ţó ekki ađalatriđiđ heldur löndin ţar sem engar upplýsingar hafa borist um smitađa. Í Afríku ţar sem rúmlega einn milljarđur manna býr, eru skráđir 29 veikir. Í Suđur Ameríku eru 23 veikir en ţar búa 390 milljónir manna. Trúir einhver ţessum tölum?

Vísindamenn hafa sagt ađ Covid-19 veiran hafi mjög snemma stökkbreyst í Kína og orđiđ skćđari fyrir vikiđ. Gerum ráđ fyrir ađ veiran hafi ekki náđ til Suđur Ameríku og Afríku en ađ öllum líkindum er ţess skammt ađ bíđa. Hvađ halda menn ađ gerist ţá í ţessum heimsálfum? 

Góđur vinur minn heldur ţví fram ađ draga mun úr Covid-19 veirunni á nćstu sex mánuđum en ţá komi önnur bylgja sem kemur frá Afríku eđa Suđur Ameríku og orsökin er stökkbreyttur vírus.

Ekkert bóluefni 

Á vefsíđu John Hopkins háskólans segir:

The COVID-19 situation is changing rapidly. Since this disease is caused by a new virus, people do not have immunity to it, and a vaccine may be many months away. Doctors and scientists are working on estimating the mortality rate of COVID-19, but at present, it is thought to be higher than that of most strains of the flu.

Í stuttu máli: Vírusinn dreifist hratt, hann er nýr og engin mótstađa gegn honum. Bóluefni kemur líklega ekki nćstu mánuđi.

Fram kemur ađ nćrri 100.000 manns hafi smitast af Covid-19 en af „venjulegri“ flensu um milljarđur manna. Vegna víursins hafa 3.347 látist en 646.000 vegna flensunar. Dánartíđni veirunnar er hins vegar mun hćrri en flestra flensutegunda.

Benda ţessar stađreyndir ekki til ţess ađ ekkert sé ađ óttast Covid-19?

Viđ fyrstu sýn kann svo ađ vera, en útbreiđsla hans er ótrúlega hröđ og smitleiđir eru allt ađrar. Vísindamenn telja ađ úđi úr öndunarkerfi veiks manns getur veriđ lengi í loftinu og smitađ ţá sem ţangađ koma í nokkurn tíma á eftir. Ţetta gerir flensan ekki. Og ... sá sem er smitađur en sýnir engin einkenni getur engu ađ síđur smitađ ađra.

Sjá nánar hér.

Ţessi pistill er skrifađur í anda fjölmiđlaumrćđunnar, höfundurinn greinilega heltekinn af ótta um framtíđina.


Bloggfćrslur 6. mars 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband