Óséđar myndir, jólakvizz og labba framhjá kistu Maradona

Orđlof

Jćja

Jćja er til margra hluta nytsamlegt ef svo má ađ orđi komast. Í rauninni er erfitt ađ festa hendur á merkingu orđsins ţví hún felst ekki síst í ţví hvernig ţađ er sagt – í áherslum og tónfalli. Ţetta gildir gjarnan um upphrópanir ţótt fáar ţeirra séu líklega jafn fjölhćfar og jćja. Ţađ getur lýst óţolinmćđi, undrun, hvatningu til athafna, efasemdum og fleiru. 

Gaman er ađ leika sér ađ ţví ađ setja „jćja“ í mismunandi merkingarsamhengi og heyra hvernig hljómblćrinn breytist.

Ţađ er t.d. mikill munur á jćja eftir ţví hvort sagt er

„Jćja, viđ skulum drífa okkur“ (hvatning)

eđa

„Jćja, er ţađ virkilega“ (efi). 

Málsgreinar, Orđaborgarar.

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„Áđur óséđar ferđamynd­ir af Díönu á Ítal­íu.“

Fyrirsögn á mbl.is.                                   

Athugasemd: Hvađ er „óséđ“ ljósmynd? Líklega á blađamađurinn viđ ljósmynd sem ekki hefur áđur veriđ birt.

Heimildin er hugsanlega vefur Daily Mail og ţar segir:

Giancarlo Giammetti shared two never-before-seen photographs of Diana on Instagram

Ađ gamni leyfđi ég fyrirbćrinu Google-Translate ađ ţýđa ţessa setningu. Niđurstađan var ţessi:

Giancarlo Giammetti deildi tveimur ljósmyndum af Díönu sem aldrei hefur áđur sést á Instagram

Og viti menn, ţýđingin er margfalt betri en fyrirsögnin sem vitnađ er til (sögnin ađ hafa ćtti ţó ađ vera ţarna í fleirtölu).

„Unseen photographs“ er ţýtt sem ljósmyndir sem aldrei hafa áđur sést. Tölvuforritiđ sem margir hćđast ađ fyrir snautlegar ţýđingar á íslensku, stendur sig betur en blađamađurinn, ţýđir nćstum ţví óađfinnanlega.

Tillaga: Áđur óbirtar ferđamyndir af Díönu á Ítalíu.

2.

Jólakvizz.“

Fyrirsögn á tölvupósti frá Olís/Ób.                                  

Athugasemd: Finnst fólki í lagi ađ skrifa „jólakvizz“ í stađ ţess ađ nota íslensku? Nóg er til af íslenskum orđum um spurningaleiki og ţví óskiljanlegt hvers vegna veriđ er ađ trođa „kvizzi“ upp á landsmenn. 

Pósturinn er Olís/ób ekki til sóma. 

Tillaga: Engin tillaga.

3.

11 greindust innanlands í gćr …“

Frétt á visir.is.                                  

Athugasemd: Jafnvel ţeir sem eiga ađ teljast reyndir blađamenn byrja setningar á tölustöfum. Slíkt er hvergi gert og alls stađar mćlt gegn ţessu. Sá sem skrifađi ofangreint er enginn byrjandi og á sér varla afsökun. 

Í upphafi fréttarinnar segir:

Tuttugu greindust međ kórónuveiruna í gćr. 18 hjá Íslenskri erfđagreiningu og 2 hjá Sýkla- og veirufrćđideild Háskóla Íslands. 

Ţetta er illa skrifađ. Punktur er settur í miđja málsgrein sem slítur fyrri hlutann úr samhengi viđ ţann seinni. Ţarna hefđi átt ađ vera komma. Tölurnar hefđu átt ađ vera ritađar međ bókstöfum.

Í fréttinni segir:

15. ágúst síđastliđinn slapp stofn, sem hefur fengiđ ljósbláan litakóđa í rađgreiningarferlinum …

Hér hefur margoft (ekki ítrekađ) veriđ vakin athygli á tölustafaáráttu blađamanna.

Enginn góđur skrifari byrjar setningu á tölustöfum vegna ţess ađ eđli bókstafa og tölustafa er ólíkt. 

Eftir punkt eđa í byrjun skrifa á ađ nota stóran bókstaf, kallađur upphafsstafur. Hvernig er annars upphafsstafur tölustafs? Hann er ekki til. Ţví er talan annađ hvort skrifuđ í bókstöfum eđa skrifarinn umorđar setninguna.

Ţessu til viđbótar má nefna ađ venjulega eru lćgri tölur ritađar međ bókstöfum. Ţađ er ađ segja vilji skrifarinn gćta ađ stíl. Hrikalega kjánalegt vćri ađ segja (skrifa) ađ 1 hafi greinst međ veiruna eđa byrja setningu á tölustafnum einum

Tillaga: Ellefu greindust innanlands í gćr …

4.

20 greindust međ kórónuveiruna í gćr.“

Frétt á ruv.is.                                    

Athugasemd: Jafnvel Ríkisútvarpiđ sem ţó er međ málfarsráđgjafa, klikkar illilega. Ţar byrjar fréttamađurinn fréttina á tölustaf í stađ ţess ađ byrja á bókastöfum. Er ekkert mark tekiđ á málfarsráđgjafanum?

Verstu andskotinn er samt sá ađ fréttamađurinn skrifar ágćtlega lćsilega frétt og ţví varla hćgt ađ saka hann um byrjendamistök eđa viđvaningsskap. Ţó má ýmislegt finna ađ textanum sem er ekki tíundađ hér.

Tillaga: Tuttugu greindust međ kórónuveiruna í gćr.

5.

„Ţúsundir fá ađ labba framhjá kistu Maradona og kveđja hann í dag.“

Frétt á dv.is.                                   

Athugasemd: Aumlega er ţetta orđađ, ađ heiđra ţann sem er látinn međ ţví ađ labba framhjá kistu hans.

Í fréttinni segir:

… og er löng biđröđ til ađ kveđja Maradona.

Í myndatexta segir:

Fólk streymir inn og kastar síđustu kveđjunni á Maradona.

Engin reisn yfir ţessum skrifum, enginn stíll. Halda mćtti ađ Maradona vćri á flugvellinum á leiđ úr landi. 

Allir ţekkja orđalagđi ađ ganga til prestsins. Vissulega er hćgt ađ labba til hans en ţađ er annađ mál og óskylt fermingarfrćđslunni. Í fornum sögum segir ađ menn gangi fyrir konung. Á DV myndu blađamenn orđađ ţađ ađ menn „labbi fyrir“ konung. Ekki mikil reisn yfir ţví.

Í Egilssögu segir:

Ölvir talađi langt og snjallt, ţví ađ hann var orđfćr mađur. Margir ađrir vinir Ölvis gengu fyrir konung og fluttu ţetta mál.

Konungur litađist um; hann sá, ađ mađur stóđ ađ baki Ölvi og var höfđi hćrri en ađrir menn og sköllóttur.

"Er ţetta hann Skalla-Grímur," sagđi konungur, "hinn mikli mađur?"

Andstćđur ţessara tveggja manna eru greinilegar. Annar var sköllóttur og konungurinn hét Haraldur og hafđi viđurnefniđ hinn hárfagri.

Tillaga: Engin tillaga.

6.

„Einkum hefur ţađ orđiđ áberandi í ađdraganda kosninganna og hćkkandi radda sem bentu á aldur hans.“

Frá degi til dag á blađsíđu 22 í Fréttablađinu 27.11.20.                                   

Athugasemd: Ţetta skilst illa. Sá sem hćkkar röddina talar hćrra en áđur. Hvernig er hćgt ađ skilja tilvitnunina á annan veg en ţann ađ ţeir sem benda á aldur mannsins hafi aukiđ raddstyrk sinn?

Ţarna er veriđ ađ rćđa um aldur verđandi forseta Bandaríkjanna. Vera kann ađ höfundurinn eigi viđ ađ ţeim hafi fjölgađ sem benda á aldur forsetans verđandi. Sé svo skilst orđalagiđ. Ef ekki er ţađ óskiljanlegt. Illt er ađ ţurfa ađ giska á ţađ sem blađamađurinn skrifar.

Tillaga: Engin tillaga.


Bloggfćrslur 28. nóvember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband