Ađilar út um allt, marktilraun í varnarmann og hávađasamur hani

Orđlof og annađ

Grafgötur

Orđiđ grafgötur er fleirtöluorđ og merkir ´djúpar, niđurgrafnar götur, niđurgrafnir stígar´. Ţađ er notađ í orđasamböndunum fara ekki í grafgötur um eitthvađ eđa ganga ekki í grafgötur um eitthvađ sem merkja annars vegar ađ ´velkjast ekki í vafa um eitthvađ´ og hins vegar ađ ´leyna einhverju ekki, láta afstöđu sína skýrt í ljós´.

Ţau ţekkjast ţegar á 18. öld samkvćmt Ritmálsskrá Orđabókar Háskólans. Jón G. Friđjónsson telur líkinguna sótta til ţess ađ vegfarendur sjást varla ef ţeir fara um niđurgrafna stíga, ţeir fara leynt (Mergur málsins 2006:266).

Hann vísar í Íslenskt orđtakasafn Halldórs Halldórssonar frá 1991 (177) sem taldi ađ međ orđasambandinu vćri átt viđ leit í djúpum stígum, grafgötum. Bein merking vćri ţví ađ ´leggja ekki í erfiđa leit´. 

Vísindavefurinn, Guđrún Kvaran, prófessor.

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„Pizzakeđja skipti kjöti út međ grćnmeti án ţess ađ láta vita af ţví.

Fyrirsögn á dv.is.     

Athugasemd: Pitsusalinn breytti um, hćtti ađ bjóđa upp á kjöt á pitsur en setti í stađinn „kjöt“ sem framleitt er úr grćnmeti.

Allir sjá ađ ţetta orđalag gengur ekki:

Skipta kjöti út međ grćnmeti.

Sé vilji fyrir ţví ađ nota orđalagiđ skipta út er eđlilegra ađ í stađ međ komi fyrir, hvort tveggja forsetningar.

Rétturinn gćti veriđ kallađur umskiptingur en ţađ er annađ mál.

Tillaga: Pitsukeđja skipti út kjöti fyrir grćnmeti.

2.

„Bjarni töframađur hefur misst 20 kg á ţremur mánuđum.

Fyrirsögn á dv.is.     

Athugasemd: Ég man eftir ţeim tíma ađ fólk léttist. Núorđiđ missir ţađ ţyngd. Svo er oft sagt ađ fólk grennist um svo og svo mörg kg.

Enn er ţó talađ um ađ fólk ţyngist, ekkert hjáorđavćndi  í slíkum tilvikum. 

Tillaga: Pitzukeđja hćtt međ kjöt og setti í stađinn „grćnmetiskjöt“.

3.

Ađilarn­ir sem hjóluđu utan slóđar á Grćna­hryggi í Sveins­gili á friđlandi ađ Fjalla­baki hafa beđist af­sök­un­ar á at­ferl­inu.

Fyrirsögn á mbl.is.      

Athugasemd: Aldrei hef ég hitt ađila og ţarf af leiđandi heilsađ slíkum . Veit ekki einu sinni hvort ađili hafi handleggi eđa útlit eins og menn, ég á viđ konur og karla, eđa fólk.

Nú ţarf ađ breyta ýmsum málsháttum og orđtökum:

  • Blindur er bóklaus ađili.
  • Öl er annar ađili.
  • Ertu ađili eđa mús?
  • Vera ađili međ ađilum.
  • Sýna sinn innri ađila.
  • Ţetta er óđs ađila ćđi.
  • Sýna ađiladóm.

Og svo ţarf ađ breyta mörgum orđum. Leikađilar í boltaíţróttum, ökuađilar undir stýri, lögađili (ţetta getur valdir vanda), sýsluađili, Félag blađa- og fréttaađila og svo framvegis.

Tillaga: Ţeir sem hjóluđu á Grćna­hryggi í Sveins­gili á friđlandi ađ Fjalla­baki hafa beđist af­sök­un­ar á at­ferl­inu.

4.

„Patrick Pedersen átti marktilraun í varnarmann.

Frétt á visir.is.       

Athugasemd: Fótboltalýsingar eru stundum skondnar, sérstaklega ţessar ţegar blađamađur skrifar niđur ţađ markverđasta í leiknum og skrifin birtast jafnóđum á vef fjölmiđilsins. Má vera ađ stundum sé fljótaskrift á ţessum fréttum ţví brýnt er ađ hafa hrađar hendur. Líklegra er ţó ađ einhver tegund af blindu ţjái ţann sem skrifar.

Hvađ sem öllum vangaveltum líđur skilst ekki ofangreind tilvitnun. Samt er ég mikill áhugamađur um fótbolta. Ţessi skilst ekki heldur enda sama skrautiđ:

Ólafur Karl Finsen átti marktilraun í varnarmann.

Og ţegar ţarna var komiđ sögu var fyrri hálfleik lokiđ og mér öllum.

Tillaga: Engin tillaga.

5.

„Höfđa mál vegna hávađasams hana.

Fyrirsögn á visir.is.       

Athugasemd: Af hverju „hávađasamur“ en ekki hávćr? Hiđ síđara er styttra og einfaldara? Engu ađ síđur notar blađamađurinn lýsingarorđiđ hávćr annars stađar í fréttinni.

Sama frétt var á mbl.is og ţar notađ orđiđ hávađasamur.

Tillaga: Höfđa mál vegna hávćrs hana.

 


Bloggfćrslur 5. júlí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband