Ađkoma, elta draum, alvarleiki og samtal viđ hátalara

Orđlof og annađ

Opinskjalda

Bréfritari gagnrýnir, sem margur annar, einhćfni í orđavali manna, fátćklegt mál, ţar sem hver étur eftir öđrum ("tuggur"). 

Dćmi: "út í hróahött" (= rugl og vitleysa), "vísa á bug" (= telja ósatt), "og ţessi sífellda opinskjalda, ţegar allir koma öllum í opna skjöldu (= koma ađ óvörum). Ţađ er eins og vanti tilfinnanlega orđaforđa". 

[Innskot umsjónarmanns: Eitthvert sinn var kveđiđ:

Úti í Firđi í fjósinu köldu
átti Finnur ađ mjólka međ Öldu,
en hann gerđi ekki gagn,
var međ gaspur og ragn
og gekk bara fram fyrir Skjöldu.]

Íslenskt mál, 784 ţáttur, umsjónarmađur Gísli Jónsson, Morgunblađiđ 18.2.1995.

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

Loka ađkomu ađ Sauđleysuvatni vegna slćms ástands vegar.

Fyrirsögn á visir.is.    

Athugasemd: Af hverju ţarf ađ tala um „ađkomu“? Vegurinn eđa slóđinn liggur ađ Sauđleysuvatni. Hann er illfćr og honum hefur ţví veriđ lokađ. Enn er hćgt ađ ganga ađ vatninu og ţví hefur „ađkomunni“ ekki ađ öllu leyti veriđ lokađ.

Orđalagiđ í fyrirsögninni er dćmi um hjáorđatilhneigingu í fjölmiđlum. Er eitthvađ erfitt ađ skrifa hreint og beint í stađ ţess ađ skrifa hringinn í kringum stađreyndir?

Tillaga: Vegurinn ađ Sauđleysuvatni er slćmur og hefur veriđ lokađ. 

2.

Hann ákvađ ađ elta draum sem kviknađi fyr­ir all­mörg­um árum og ferđast nú um­hverf­is Ísland á traktor, međ hús­vagn í eft­ir­dragi.

Fyrirsögn á mbl.is.     

Athugasemd: Er ekki betra ađ láta drauma sína rćtast? Sá sem eltir drauma sína er alltaf á eftir, nćr ţeim aldrei. Raunar er ţetta enskt orđalag, „follow your dreams“. 

Spyrja má hvort draumar kvikni eđa verđi til á annan hátt? Efast um ađ draumurinn frá ţví síđustu nótt hafi kviknađ. Mig dreymdi hins vegar ...

Oft er vonlaust ađ ţýđa beint úr ensku yfir á íslensku. Mörg dćmi eru um hraklegar ţýđingar. Fólk sem hefur alist upp viđ bóklestur hefur öđlast orđaforđa sem nýtist vel í blađamennsku. Hinir gera meinlegar villur eins og ţessa.

Tillaga: Í nokkur ár hefur hann átt sér draum sem nú hefur rćst. Hann ferđast nú um­hverf­is Ísland á traktor, međ hús­vagn í eft­ir­dragi.

3.

Ţá minntist hann á alvarleika ţess ađ aldrei hefđu fleiri blađamenn veriđ drepnir en í fyrra.

Frétt á blađsíđu 14 í Morgunblađinu 12.7.2019.    

Athugasemd: Ţetta er ágćtt dćmi um nafnorđavćđingu tungumálsins. Málsgreinin er hnođ. Enginn talar um „alvarleika einhvers“. Mörgum ţykir samt margt vera alvarlegt.

Blađamenn eru myrtir í tugatali. Lesendur átta sig á ţví og jafnvel ţó ađ „alvarleikinn“ sé ekki nefndur. Hann liggur ţó í loftinu.

Tillaga: Hann nefndi ađ aldrei hefđu fleiri blađamenn veriđ drepnir en í fyrra.

4.

Munu notendur međ hátalara frá Amazon geta spurt um einkenni og fengiđ greiningu.

Seinni forystugreinin í Morgunblađinu 12.7.2019.    

Athugasemd: Hvers konar hátalarar eru ţetta? Líklega einhver konar galdrahátalarar.

Hátalari er tćki sem varpar hljóđi í ţeim styrk sem notandinn vill. Annađ gerir hann ekki. Gagnslaust er ađ standa fyrir framan hátalara og spyrja rétt eins og hann vćri hljóđnemi.

Er til of mikils mćlst ađ ritstjóri Moggans haldi áfram ađ skrifa forystugreinar en úthýsi verkefninu ekki til leigubílstjóra á BSR (međ fullri virđingu fyrir honum).

Tillaga: Engin tillaga.

5.

Ekki liggur fyrir hvar börnin smituđust af sýkingunni.

Frétt kl. 16 á Bylgjunni 11.7.2019.   

Athugasemd: Međan ég fć ekki betri skýringu finnst mér ljóst ađ sýking verđur til vegna einhvers konar smits en ekki öfugt.

Talađ er um međgöngutíma sýkingar, ţađ er tíminn frá smiti og ţar til sjúkdómseinkenna verđur vart. Stundum er hann skammur, oft langur.

Á Vísindavefnum segir:

Kvef er hvimleiđur en tiltölulega meinlaus veirusjúkdómur. Vitađ er um meira en tvö hundruđ veirur sem valda kvefi. Veirurnar berast á milli manna međ úđasmiti, ţađ er ađ segja viđ hósta eđa hnerra.

Einnig geta veirurnar borist međ snertismiti ef ţćr berast á hendur og ţađan í augu eđa nef. […]

Einstaklingur getur boriđ smit frá ţví daginn áđur en einkennin koma fram og í 1-3 daga til viđbótar. Ađ međaltali gengur sjúkdómurinn yfir á 7-10 dögum.

Á vef Landlćknisembćttisins er listi yfir smitsjúkdóma í stafrófsröđ.

Á ţessum vef Háskóla Íslands eru fróđlegar upplýsingar um sýkingar:

Til eru yfir 2000 mismunandi salmonellur og nokkur hundruđ ţeirra geta valdiđ sýkingum í mönnum. Salmonellur eru bakteríur sem finnast mjög víđa í náttúrunni og hafa ţćr veriđ mjög vaxandi vandamál á undanförnum árum og áratugum. Ţessar bakteríur valda ýmsum sjúkdómum í mönnum og eru ţeir ţekktustu nefndir taugaveiki, taugaveikibróđir og músataugaveiki.

Lang algengasta salmonellusýking er sýking í meltingarfćrum sem stafar af ţví ađ matvćli voru menguđ međ salmonellum og maturinn ekki eldađur nćgjanlega til ađ drepa bakteríurnar. Ţetta hefur veriđ hratt vaxandi vandamál og nú er svo komiđ ađ í sumum nálćgum löndum eru nćr allir kjúklingar salmonellumengađir.

Sjúklingurinn veikist 8-48 klst. eftir ađ hafa neitt mengađrar fćđu, međ sótthita, ógleđi og uppköstum, samdráttarverkjum í kviđ og niđurgangi sem getur veriđ blóđugur. Ţessi veikindi standa lengur en venjuleg matareitrun, eđa í 3-5 daga. Allan ţann tíma og stundum lengur eru salmonellur í saur sjúklingsins. Sjaldnast er ţörf á nokkurri međferđ og yfirleitt eru engin eftirköst eđa fylgikvillar. 

Ung börn og sjúklingar međ ađra sjúkdóma geta ţó orđiđ alvarlega veikir og ţá er hćgt ađ međhöndla međ sýklalyfjum. Einstaka sinnum fá sjúklingarnir sýkingar í bein eđa liđi.

Smit og sýkingar eru alvarlegt mál og ástćđa til ađ fjölmiđlar segi skilmerkilega frá og blađamenn leiti upplýsinga í stađ ţess ađ treysta algjörlega á ţekkingu sína.

Tillaga: Engin tillaga.

 


Bloggfćrslur 12. júlí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband