Færsluflokkur: Tölvur og tækni
Engin vandamál með Makka ...
16.12.2008 | 09:38
Nokkuð langt er síðan Microsoft hætti að uppfæra Explorer fyrir Makka. Líklega var það um svipað leyti að Apple gaf út Safari. Síðan hefur staðan á tölvu minni verið alveg ágæt enda nota ég Makka og á þar af leiðandi ekki í þeim vandamálum sem um getur í greininni.
Lengst af hef ég metið Microsoft að verðleikum þó ekki nema fyrir þá sök að hafa búið til nokkur góð forrit eins og Excel og Word. Á móti koma ýmsir vankantar hjá þessu ágæta fyrirtæki. Þau helstu varða viðmót forrita. Smám saman hafa þau orðið lakari, ekki síst með þessum óskapnaði sem blasir við manni með Office 2008. Engu líkar er en að þeir hjá Microsoft hafi eitthvað allt annað í huga við hönnun forrita en neytandann.
Ekki er úr vegi að lauma hér með gamalli tuggu sem engu að síður er klassísk. Þvílíkt góðgæti og skemmtun að eiga kost á afbragðs tölvu sem Makkinn er. Ég held að engar aðrar tölvur komist nálægt því að vera eins þægilegar og neytendavænar og Makkinn og sama er með fjölmörg makkaforrit, t.d. Pages, Keynote, iPhoto, Graphic Converter, Grab, iCal, Addressbook, iWeb og síðast en ekki síst iTunes.
Verstur fjandinn hvað krónan stendur illa. Það er ekki á færi venjulegs launamanns þessa daganna að endurnýja hjá sér rúmlega þriggja ára gamla tölvu.
Alvarlegur öryggisgalli í Internet Explorer | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt 19.12.2008 kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)