Bloggfærslur mánaðarins, október 2016

Svik Katrínar og Vinstri grænna

Hún er svört, samviska Katrínar Jakobsdóttur, VG sem og annarra forustumanna flokksins. Á henni hvílir svo ótalmargar ávirðingar eftir fjögurra ára stjórnarsetu. Hefur fólk gleymt því hvað gerðist á ríkisstjórnarárum VG og Samfylkingarinnar?

Rifjum upp nokkur atriði og pælum svo í því hvort VG sé treystandi í ríkisstjórn.

  1. Icesave I
  2. Icesave II
  3. Icesave III
  4. Móti þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB árið 2009
  5. Samþykkti aðildarumsókn að ESB árið 2009
  6. Kostnaður vegna ESB umsóknarinnar er talin hafa verið 3 milljarðar króna
  7. Árnapálslögin (nr. 151/2010) til varnar fjármagnseigendum og gegn skuldurum
  8. Lagðist ekki gegn loftárásum NATO á Líbýu
  9. Samþykkti leyfi til olíuvinnslu á Drekasvæðinu
  10. Veitti stóriðju á Bakka við Húsavík undanþágu frá skattalögum
  11. Veitti ríkisábyrgð á Vaðlaheiðagöngum
  12. Hefndardómsmál í Landsdómi gegn Geir H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra
  13. Hleypti Alþjóðagjaldeyrissjóðnum inn á gafl í stjórnarráði Íslands
  14. Skattahækkanir á almenning í kjölfar hrunsins
  15. Gerði ekkert vegna skuldastöðu heimilanna í kjölfar hrunsins
  16. Ófrægingarherferðin gegn Ríkisendurskoðun vegna kaupa á bókhaldskerfi fyrir ríkið
  17. Íslandsbanki gefinn kröfuhöfum
  18. Arionbanki gefinn kröfuhöfum
  19. Norðmaður ráðinn í embætti Seðlabankastjóra
  20. Sparisjóður Keflavíkur, fall hans og endurreisn kostaði almenning 25 milljarða krónur.

KatrínKatrín Jakobsdóttir var þingmaður og ráðherra í vinstri stjórninni frá 2009 til 2013 og því ber hún persónulega ábyrgð á ofangreindu. Er henni treystandi í dag? Sé svo, í hverju var endurreisn hennar fólgin? Eða skipta þessi tuttugu atriði engu máli?

Herskáa liðið 

Vissulega virðists ásýnd Vinstri grænna miklu betri með Katrínu í forsvari. Í skugganum, fjarri sviðsljósinu vomir enn flokkseigendafélagið, fólk eins og Steingrímur, Björn Valur Gíslason, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Svandís Svavarsdóttir og fleiri herskáir sósíalistar.

Vinstri grænir þóttust hafa vit á að breyta um formann, sá gamli höfðaði ekki lengur til kjósenda en hann er í bakherberginu og stjórnar þar því sem hann vill.

Nú er breytt um skoðun

SteingrímurÞeir sem áður klúðruðu málum þykjast nú ekkert slæmt hafa gert. Nú vilja þeir þjóðaratkvæðagreiðslur um ESB en neituðu þjóðinni um að greiða atkvæði um aðild að ESB.

Skyndilega eru Vinstri grænir orðnir á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu, sem þeir veittu leyfi til þegar þeir voru í ríkisstjórn.

Í ríkisstjórn veittu Vinstri grænir stóriðjunni á Bakka við Húsavík undanþágu frá skattalögum. Nú segjast þeir að vera bæði á móti stóriðjunni og skattaundanþágunni.

Flokkur skattahækkana

Í ríkisstjórn með Samfylkingunni voru skattahækkanir hentug tæki til tekjuöflunar, engu skipti hvernig þær komu við einstaklinga, fjölskyldur eða fyrirtæki. Og það viðhorf hefur ekkert breyst.

Hvers vegna þurfti ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar skattahækkanir? Jú, peningurinn fór meðal annars í endurfjármögnun Sparisjóð Keflavíkur áður en hann fór í þrot. Og hefur nokkur gleymt endurfjármögnun Sjóvár.

VG er ekki treystandi

Nú virðist sem Vinstri grænir hafi náð flugi eftir rasskellinn sem þeir fengu eftir kosningarnar 2013. Munum samt að bak við hið töfrandi bros eru að minnsta kosti tuttugu hrollvekjandi mál. VG hefur svikið bæði stefnu sína og þjóð. Flokkurinn mun svíkja aftur af því að hann hefur hingað til komist upp með það.

Niðurstaðan er einfaldlega sú að Vinstri grænum er ekki treystandi. Hægt er raunar að taka enn dýpra í árinni.


Þefvís stelpa fýlar tjáningarfrelsið

KakaHér áður fyrr gerðist ýmislegt sem ekki þótti fréttnæmt. Nú er allt fréttnæmt þó svo að ekkert gerist.

Stúlkukrakka tekst að baka köku og skreyta hana. Einhver rekur augun í stykkið og tekur eftir að skreytingin er hamar og sigð, kennimerki gömlu Sovétríkjanna.

Annar fattar að krakkinn er sér til skemmtunar í stjórnmálafélaginu Vinstri hreyfingin grænt framboð og þá tengja menn.

Nei, nei, nei, hrópar stelpan, og í angist hennar hefur visir.is eftir henni:

Ég er á móti fjöldamorðum, ég er á móti þjóðarmorðum, sagði Una og bætti við: Ég fýla tjáningarfrelsi. Ef það væri ekki fyrir tjáningarfrelsi þá hefði ég aldrei bakað þessa köku.

Annarri konu sem þó er lítið eitt eldri og þroskaðri varð þá að orði: „Flestir baka nú kökur án tillits til tjáningarfrelsisins. Má vera að það séu mistök.“

Svo er það nú þetta með íslenskukunnáttu meintra blaðamanna. Tjáningarfrelsið virðist lykta úr því að stelpan „fýlar“ það.

Hin konan sagðist hlynnt því sama frelsi þegar hún væri ekki við bakstur, raunar fíla það í botn.

Hverjir eru annars á móti tjáningarfrelsi og hlyntir þjóðarmorðum? Að minnstak kosti ekki kökubakarar. Aðrir þurfa að gera hreint fyrir sínum dyrum.

 

 


Stjórnarmyndun Pírata er barnalegur þykjustuleikur

Sá sem ætlar að eyða strax vinningnum í laugadagslottóinu lendir án efa í vandræðum.

Á sama hátt er það í besta falli barnaskapur að ætla mynda ríkisstjórn fyrir kosningar. Vissa Pírata um stóra lottóvinninginn ber vott um hroka, þykjustuleik sem byggir á upphöfnu sjálfsáliti. 

Klækjastjórnmál

Í dv.is er haft eftir þingmanni Bjartrar framtíðar að það séu klækjastjórnmála að stilla stjórnmálamönnum upp við vegg með tilboði um stjórnarmyndunarviðræður fyrir kosningar.

Smári

Smári McCarthy, einn lukkuriddurum Pírata og frambjóðandi í Suðurkjördæmi snýr þessu öllu á hvolf þegar hann heldur því fram að það séu klækjastjórnmál að stilla kjósendum upp við vegg fyrirfram.

Svona eru nú rökin hjá Pírötum. Kosningafylgi flokka skiptir engu mál, hvað þá að flokkar komist á þing. 

Lýðræðið

Fæstir stjórnmálamenn eru svo öruggir með þingsæti að þeir ræða ekki slíkt. Þó ekki Píratar. Þeir eru svo öryggir um tíu til tuttugu þingsæti að þeir eru farnir að mynda ríkisstjórn með hinum vinstriflokkunum.

Auðvitað er þetta tóm vitleysa hjá Pírötum. Lýðræðið skiptir öllu máli. Fylgið segir til um styrk hvers stjórnmálaflokks.

Án lýðræðislegs tilstyrks eru ríkisstjórnarviðræður tóm fálm út í loftið rétt eins og mörg „elskubestuloforðin“ sem fyrirfinnast á stefnuskrám margra stjórnmálaflokka og eru einskis virði vegna þess að þau nást ekki fram.

Meint svik

Píratar kalla það svik þegar ekki tekst að uppfylla kosningaloforð og það má hugsanlega til sannsvegar færa. Á móti kemur sú staðreynd að lífið er margbreytilegt. Stjórnmál fjalla ekki um að gera allt fyrir alla vegna þess að fjármagn ríkisins er takmarkað.

Jafnvel ríkisstjórn sem stofnað er til fyrir kosningar verður hugsanlega ekki að neinu eftir þær vegna þess að lottóvinningurinn féll öðrum í skaut. Eru það ekki svik?

Verst

Verstu kosningaloforðin eru þau að flokkar munu nota löggjafavalið til að auka skatta á einstaklinga og fyrirtæki til að geta efnt loforðaflauminn.

Best

Bestu kosningaloforðin eru þau sem skapa umhverfi þar sem þrífst fjölbreytt og alþjóðlegt atvinnulíf, þar sem atvinnuvegirnir styðja hverjir aðra og stuðla að blómlegu þjóðlífi.

Stjórnmálamenn

Kjósendum er ekki stillt upp við vegg fyrir kosningar. Þvert á móti súna þá stjórnmálamenn bakinu í vegginn og þurfa að horfast í augu við kjósendur. Þetta er tímbil uppgjörs.

Leikur?

Stjórnmál eru ekki leikur, löggjafarþingið er ekki tilraunasstofa um hugmyndir. Þeir sem þar vilja sitja og starfa verða að tengja hugmyndir sínar við raunveruleikann.

Píratar virðast halda að neysluvörur verði til í verslunum landsins, einstaklingar og fyrirtæki landsins séu skattstofnar fyrir stjórmálamenn sem oflofa fyrir kosningar. Þannig viðhorf eru beinlínis stórhættuleg.

 

 


Reynt að rugla í kjósendum með nýjum frösum

Takið eftir orðalaginu. Nú eru ekki lengur til vinstri flokkar, bara stjórnarandstöðuflokkar. Veistu, ágæti lesandi, hvers vegna eða skammast vinstri flokkarnir sín fyrir að vera vinstri flokkar?

Jú, það er margt til í því. Síðasta ríkisstjórn Vinstri græna og Samfylkingarinnar fékk afar slæmt  orð á sig og galt fyrir það í næstu þingkosningum á eftir, árið 2013.

Nú krefjast greindir markaðsmenn sem vinna í kosningabaráttunni fyrir vinstri flokkanna, VG, Samfylkingu, Pírata og Bjarta framtíð, þess að önnur nöfn verði notuð:

„Plís, ekki nota „vinstri flokkar“. Atkvæðin hrynja af okkur.“

Taktíkin er hin sama þegar rætt er um Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn:

„Köllum þá alltaf spillingaflokkana ... aldrei neitt annað.“ segja ráðgjafarnir.

Og viti menn, allt gjörbreytist. Virkir í athugasemdum fara hamförum með nýja orðalaginu og allt virðist ganga að óskum ... fyrir Vinstri græna og Pírata.

Og Píratar láta ekki sitt eftir liggja í orðalaginu. Naivistar eins og Jón Þór Ólafsson, pírati, sem var þingmaður um skeið, hefur nú tekið 1. veðrétt í öllum helstu orðum sem hann vill eigna sér, sjá bloggsíðuna hans:

  • Gegnsæi
  • Sjálfsákvörðunarréttur
  • Friðhelgi einkalífs
  • Upplýsingafrelsi
  • Borgarararéttindi
  • Tjáningarfrelsi
  • Beint lýðræði

Vá ... Hver getur verið á móti öllu þessu? Enginn hvort sem orðin eru í ofangreindri röð, aftur á bak eða öðru vísi og fólk flykkist um Pírata.

Þegar ég býð mig fram í þingkosningum ætla ég að taka fullt veð í eftirfarandi frösum:

  • Lýðræði framar öllu
  • Allir sem einn á móti spillingu
  • Berjumst gegn kvenhatri
  • Gegn peningum með lýðræði
  • Styðjum sjúklinga ekki biðlista
  • Verndum gamla fólkið
  • Með fötluðum gegn peningavaldinu

Svona gerum við sem erum barnslega einlægir í stjórnmálum. Og við trúum því að 1. veðréttur í fallegum orðum og frösum verði til þess að kjósendur elski okkur. 

En tilveran er ekki svona þó sumir halda að það sé hægt að plata kjósendur með því að endurtaka í sífellu „stjórnarandstöðuflokkar“ og þá telji kjósendur að ekki sé átt við vinstri flokkana.

Þegar tönglast er á „spillingarflokkar“ eiga kjósendur að vita að þá er verið að tala um Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn.

Um leið og þulurinn í fréttum Ríkisútvarpsins segir frá því að allt sé í kalda koli í heilbrigðismálum eiga allir að trúa því að það sé „spillingarflokkunum“ að kenna og ekkert hafi verið gert í þessum málaflokki allt kjörtímabilið.

Og þegar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, kemur sæt og falleg fram, og segir blákalt upp í hljóðnemann og sjónvarpslinsuna að ríkisstjórnin hafi fellt niður auðlindagjaldið á útgerðirnar og auðskatt á ríkasta fólki, eiga kjósendur að trúa því. En töfrandi bros Katrínar breytir ekki þeirri staðreynd að sannleikurinn er allt annar.

Enginn trúir neinu slæmu upp á Katrínu hina brosmildu. Hins vegar trúa flestir því að Steingrímur J. Sigfússon, fyrrum formaður Vinstri grænna, sé ekki allur sem hann er séður enda hefur hann ekki „töfrandi“ bros. 

Vandinn Vinstri grænna liggur í því að þau tvö eru í sama flokki og ætlaði að láta almenning kokgleypa Icesave, troða landinu inn í Evrópusambandið og er þó ekki nema tvennt upp talið af syndalista þessara skötuhjúa.

Sko, fólk er ekki fífl þó einhver náungi hafi sagt það.


Hroki Birgittu og slóð spillingarinnar

Stjórnmálaflokkurinn Píratar er ekki frábrugðinn öðrum flokkum. Hann gerir sitt til að vekja athygli á sér jafnvel þó það þýði að hann sendi lýðræðinu fingurinn.

Píratar telja að kosningar séu formsatriði. Þeir halda að hagstæð úrslit í skoðanakönnunum gefi þeim leyfi til að virða kosningarnar að vettugi og byrja stjórnarmyndunarviðræður. Leiðarljósið er baráttan gegn spillingu. 

  • Birgitta Jónsdóttir var ein af fjórum þingmönnum Borgarahreyfingarinnar. Með rógi hrökktu þrír þingmenn þann fjórða úr þingflokknum.
  • Birgitta Jónsdóttir og félagar hennar breyttu nafni flokksins í Hreyfinguna.
  • Birgitta Jónsdóttir og félagar hennar breyttu nafni Hreyfingarinnar í Pírata.
  • Hún og félagar hennar gera eins og þeir spilltir framkvæmdamenn, stofnar nýtt fyrirtæki og með nýrri kennitölu. Í hennar tilviki stofnar hún nýjan flokk með nýrri kennitölu.

Birgitta Jónsdóttir er holdgerfingur spillingarinnar á þingi. Hún virðir lýðræðið að vettugi, rægir samstarfsmenn sína, stofnar nýja flokka eftir þörfum.

Ætla kjósendur að láta þetta yfir sig ganga?


Þegar Steingrímur og Össur gerðu samning um olíuvinnslu

MyndVita lesendur af hvaða tilefni þessi mynd var tekin?

Hún var tekin í janúar 2013 þegar Steingrímur J. Sigfússon, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, og Össur Skarphéðinsson, utanríkisráherra, skáluðu með fulltrúum olíufélaga fyrir samningum um olíuvinnslu á Drekasvæðinu.

Síðan þessi mynd var tekin hafa Vinstri grænir og Samfylkingin lagt af stuðning sinn við olíuvinnslu á Drekasvæðinu.

Í gamla daga var sagt að fleiri hefðu leyfi til að breyta um skoðun en Framsóknarflokkurinn. Nú hafa Vinstri grænir og Samfylkingin bæst í hóp hentistefnuflokka og líkur benda til að þeir séu þar einir.

Vinstri grænir höfðu einu sinni þá stefnu að ganga ekki inn í Evrópusambandið. Þér féllu samstundis frá henni þegar þeim bauðst að vera ráðherrar í ríkisstjórn með Samfylkingunni. 

Nú eru kosningar til Alþingis eftir hálfan mánuð og með það í huga hafa báðir flokkar hætt við að styðja olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Skrýtin tilviljun, en allir virta að þá má alveg treysta því að þeir standi við stefnu sína vilji svo ólíklega til að þeir verði saman í ríkisstjórn. Engin fordæmi eru fyrir því að þeir bregðist stefnu sinni.

Hið snjalla vefrit Andríki, Vefþjóðviljinn, vekur athygli á því að hópur sem nefnir sig „París1,5“ hefur gefið stjórnmálaflokkum einkunnir fyrir loforð um loftslagsmál. Flokkarnir sem hófu olíuvinnsluferlið á Drekasvæðinu fá hæstu einkunn í loftslagsmálum ásamt Bjartri framtíð, en tveir þingmenn þess flokks voru í Samfylkingunni á síðasta kjörtímabili.

Hins vegar fá ríkisstjórnarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, sem samþykktu að undirrita Parísarsamkomulagið um loftslagsmál arfaslæma einkunn í þessum málaflokki.

Þeir voru kátir ráðherrarnir sem lyftu glösum í janúar 2013. Má vera að þeir hafi dottið í'ða á kostnað skattgreiðenda. Um það ganga engar sögur. Hitt er þó alveg pottþétt að þeir Steingrímur og Össur ætlað að endurtaka leikinn, vera saman aftur í ríkisstjórn. Þeir hafa sammælst um það opinberlega.

Við kjósendur vitum þá það eitt að stefnuskrá Vinstri grænna og Samfylkingarinnar eru einskis virði. Þeir vinir fara sínu fram hvað svo sem skrifað stendur á einhverju blaði.


Flokkurinn með bestu stefnu í heimi á leið af þingi

johannaVið erum með bestu stefnu í heimi, ég hef enga trú á því.

Þetta segir Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, í viðtali á visir.is og er hún að svara því hvort hörmulegt fylgi flokksins í skoðanakönnunum sé vegna stefnu hans.

Og þá svarar hún svo barnalega að flokkurinn sé með bestu stefnu í heimi ...

Látum vera að gagnrýna formanninn fyrir kjánalegt svar. Séu stefnumálin ekki ástæðan fyrir því að kjósendur hafa gerst fráhverfir flokknum þá varður að kenna einhverju öðru um. 

Gæti verið að kennimerkið, lógóið, sé svona ljótt að fólk kjósi ekki Samfylkinguna? Nei, varla.

Gæti verið að húsnæði flokksins sé svo fráhrindandi að kjósendur velji frekar aðra flokka? Nei, varla.

Hvað annað gæti skaðað flokkinn fyrst það eru ekki stefnumálin, lógóið, húsnæði, húsgögnin eða annað álíka?

Maður þorir varla að nefna það en hér berast böndin að þingmönnunum. Má vera að starf þeirra á nýloknu þingi hafi ekki fallið kjósendum vel í gerð.

Ef til vill er fólki líka enn í fersku minni axarsköft flokksins á síðasta kjörtímabili þegar hann reyndi að troða Íslandi í ESB á fölskum forsendum, vildi láta skattgreiðendur greiða Icesave skuldirnar, breyta stjórnarskránni og fleira og fleira.

Jú, líklega er þetta sennilegasta skýringin.

Og í þokkabót mun Oddný G. Harðardóttir, formaður flokksins, ekki ná kjöri sé eitthvað að marka síðustu skoðanakannanir. Ekki eru það nú góð meðmæli, hvorki með henni né hinum þingmönnunum.

Mörgum kann að finnast stórbrotið að vera með bestu stefnu í heimi og klúðra henni vegna þess að þingmennirnir eru ekki starfi sínu vaxnir.

Hægra megin á myndinni er núverandi formaður Samfylkingarinnar, Oddný G. Harðardóttir, og fyrrum formaður, Jóhanna Sigurðardóttir.

Þegar Jóhanna hætti sem formaður hafði fylgið aldrei frá upphafi verið lægra. Við formennskunni tók Árni Páll Árnason (hann sést ekki á myndinni) og honum tókst að koma flokknum í 10% fylgi. Oddný hefur tekist að koma fylginu í 7% (þrátt fyrir bestu stefnu í heimi) en enn er hálfur mánuður til kosninga og aldrei að vita hvort hún komi því undir fimm prósentin.


Uppboð á kvóta hefur margar alvarlegar afleiðingar

Stöðvum óréttlætið í sjávarútvegi. Stóraukum fé til heilbrigðismála með því að bjóða út kvótann.

Þetta segir Samfylkingin er litlu en „ossalega dætu“ vídeói sem á að sannfæra fólk um tvennt, ágæti Samfylkingarinnar og uppboðsleiðarinnar.

Látum þessa fullyrðingu standa, svona fyrir rökræðuna, og veltum afleiðingunum fyrir okkur. 

Vandamál fjölmargra byggða í landinu er að kvótinn, allur eða hluti hans, getur verið seldur í burtu, ýmist einn og sér eða hann fylgir burtseldu kvótaskipi. Þetta gerðis til dæmis á Skagaströnd, Ísafirði og víðar.

Flytjist kvótinn úr litlu byggðarlagi verður afleiðingin gríðarlegt tekjutap, atvinnuleysi, brottflutningur fólks, tekjutap fyrir sveitarfélag og þjónustufyrirtæki?

1. Hvernig tryggir uppboðsleiðin að fiskveiðikvóti í heilu byggðarlagi hverfi ekki?

Svarið er einfalt, uppboðsleiðin gerir það ekki. Uppboðsleiðin er einfaldlega árás á byggðirna sem byggja á sjávarútvegi og vinnslu sjávarafla. Hún er tilraunastarfsemi sem stefnir afkomu allra í hættu.

Þetta er svona eins og að ríkið ræni mann og berji í spað, útvegar svso greyið manninum ókeypis heilbrigðisþjónustu svo hann nú grói sára sinna, gefur honum loks pening og þá getur aftur farið út á götu og látið berja sig í spað. 

2. Markaðs- og sölumál sjávarfanga?

Hvernig er hægt að sinna markaðs- og sölumálum ef rekstur fyrirtækja er ekki stöðugur og framleiðslan skipulögð langt fram í tímann? Verði ítrekaðar truflanir á framleiðslu og umsamdar vöruafhendingar skila sér ekki er ljóst að áhugi kaupenda dvínar sem og þeirra kaupendur. Ábyrgðin er því mikil séu gerðar tilraunir með kvótakerfið.

Sala á íslensku sjávarafurðum er ekki í höndum á einum aðila, heldur fjölmargra, jafnvel þúsunda. Ekki aðeins er verið að selja óunnin fisk. Fjöldi fyrirtækja framleiðir unnar fiskafurðir og hjá þeim starfar fjöldi fólks. Það er því mikið í húfi að verð og afhending vöru sé samkvæmt því sem umsamið er.

Fjárhagsleg staða fyrirtækja byggir á því, atvinna fjölda fólks sem og annarra fyrirtækja sem mynda stuðningsgreinar sjávarútvegs og vinnslu fiskafurða.

Tilraunastarfsemi á borð við uppboðsleið á fiskikvótum veldur þessu fólki og fyrirtækjum stórkostlegri hættu. 

3. Verð á erlendum mörkuðum

Hvað gerist ef verðfall verður á erlendum mörkuðum? Varla styrkir það fjárhagslega stöðu fyrirtækja í sjávarútvegi, fyrirtækja í fiskvinnslu og framleiðslu eða starfsfólks í þessum greinum.

Verð geta breyst af ýmsum ástæðum. Neytendur velja á markaði um neysluvörur. Áróður um hvalveiðar Íslendinga geti lækkað verð. Einnig geta nýjar vörutegundir lækkað í verði og við því verða fiskútflytjendur að bregðast með því að lækka sín verð. Sögusagnir sjávarmengun getur haft alvarlegar afleiðingar sem og ef olíuskip strandi eða sekkur við landið.

Hugsanleg inngang í ESB mun hafa þær afleiðingar að Brussel tekur yfir stjórn fiskveiða í landhelginni. Þetta er óumsemjanleg krafa og er í lögum ESB, Lissabonsáttmálanum. Afleiðingin verður einfaldlega sú að erlend fiskiskip fá að veiða í íslenskri landhelgi. 

Lækkað verð á á erlendum mörkum hefur það áhrif á getu útgerða til að kaupa kvóta á uppboði. Þá er viðbúið að tekjur af auðlindinni hreinlega lækki, rétt eins og vel getur gerst í ofangreindum dæmum.

4. Niðurstaðan

Uppboðsleiðin er áhugaverð en þegar nánar er skoðað eru gallarnir margir. Hægt er að koma í veg fyrir gallanna með því að ríkisvaldið noti stóran hluta af tekjunum af uppboðsleiðinni til að bæta einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélögum tjón sem hún veldur.

Þá erum við aftur komin að dæmisögunni um manninn sem ríkið rænir, lemur, læknar, gefur honum peninga og setur hann alheilbrigðan út á götu til þess eins að ríkið ræni hann og lemji aftur og aftur og aftur.

Þá er betra heima setið en af stað farið. Betra að láta þessa uppboðsleið eiga sig og reyna að finna aðrar aðferðir til að leiðrétta hið meinta óréttlæti í sjávarútveginum. Skynsamlegast er auðvitað að kjósa ekki Samfylkinguna. Hún hefur enga stefnu aðra en þá að stunda tilraunastarfsemi með fjöregg þjóðarinnar.


Björt framtíð skrökvar um aðlögunarviðræður við ESB

Íslendingar landi eins góðum samningi og völ er á við Evrópusambandið og að þjóðin taki afstöðu til aðildar á grunni fullkláraðs samnings í þjóðaratkvæðagreiðslu, að undangenginni upplýstri og vandaðri umræðu.

Þetta segir í stefnuskrá stjórnmálaflokks sem kallar sig Björt framtíð. Sé annað í stefnuskrá flokksins eftir þessu á hann ekkert erindi inn þingi. 

Staðreyndin er einfaldlega sú að Evrópusambandið býður ekki upp á samning um aðild. Það var gert fyrir löngu síðan en síðan hefur reglunum verið breytt.

ESB býður upp aðeins upp á aðild, engan samning, aðeins aðild.

Til þess að það fá aðild þarf umsóknarþjóðin að vera ákveðin í því að ganga í sambandið. Sé svo, er tekið til við að aðlaga reglur og lög umsóknarþjóðarinnar að stjórnarskrá ESB, Lissabonsáttmálanum. Þess vegna heita þetta aðlögunarviðræður. Ekki samningaviðræður.

Ekki er gert ráð fyrir öðru en að þjóðin gangi inn í ESB þegar lög og reglur umsóknarþjóðarinnar hafa verið aðlagaðar.

Þetta gerðist þegar Ísland sótti um aðild. Hins vegar skrökvaði ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna um umsóknina. Hún skrökvaði að íslensku þjóðinni og ESB. Munum að tveir núverandi þingmenn Bjartrar framtíðar voru í Samfylkingunni á síðasta kjörtímabili.

Þjóðinni var sagt að hægt væri að „landa samningi“ sem væri mjög hagstæður. Það var og er rangt.

ESB var sagt að Ísland ætlaði í sambandið. Það var rangt. Ríkisstjórnin ætlaði að „landa samningi“ en það er ekki hægt vegna þess að viðræðurnar eru aðlögunarviðræður ekki samningaviðræður. Má vera að ríkisstjórnin hafi vitað þetta.

Í ljósi þessa á Björt framtíð ekkert erindi inn á Alþingi. Skynsamlegast er að kjósendur velji einhverja aðra flokka í staðinn. Flokka sem hafa gert eitthvað gagn á þingi.


Unnur Brá og jafnréttisumræðan

Með því að hlusta á Ríkisútvarpið og stjórnarandstæðinga í þinginu fær maður það ósjálfrátt á tilfinninguna að vinstri menn eigi jafnréttisumræðuna eins og hún leggur sig. Á sama hátt hefur verið reynt að hamra á því að Sjálfstæðisflokkurinn sé einfaldlega á móti öllu sem telst til umhverfismála og náttúruverndar svo dæmi séu tekin.

Ekkert er fjarri því og þar af leiðandi gleðst maður þegar sú ágæta þingkona, Unnur Brá Konráðsdóttir, stendur einfaldlega í ræðustól og gefur nýfæddu barni sínu brjóst um leið og hún flytur ræðu.

Skák og mát. Þetta er stórkostleg yfirlýsing. Enginn á jafnréttisumræðuna, hún er okkar allra. Við karlar eigum móður, margir systur og dætur. Ekki nokkur maður telur að konur eigi skilið lakari kjör eða lakara líf en karlar. Punktur.

Ég stend upp fyrir Unni Brá.


mbl.is Með barnið á brjósti í ræðustól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband