Unnur Brá og jafnréttisumræðan

Með því að hlusta á Ríkisútvarpið og stjórnarandstæðinga í þinginu fær maður það ósjálfrátt á tilfinninguna að vinstri menn eigi jafnréttisumræðuna eins og hún leggur sig. Á sama hátt hefur verið reynt að hamra á því að Sjálfstæðisflokkurinn sé einfaldlega á móti öllu sem telst til umhverfismála og náttúruverndar svo dæmi séu tekin.

Ekkert er fjarri því og þar af leiðandi gleðst maður þegar sú ágæta þingkona, Unnur Brá Konráðsdóttir, stendur einfaldlega í ræðustól og gefur nýfæddu barni sínu brjóst um leið og hún flytur ræðu.

Skák og mát. Þetta er stórkostleg yfirlýsing. Enginn á jafnréttisumræðuna, hún er okkar allra. Við karlar eigum móður, margir systur og dætur. Ekki nokkur maður telur að konur eigi skilið lakari kjör eða lakara líf en karlar. Punktur.

Ég stend upp fyrir Unni Brá.


mbl.is Með barnið á brjósti í ræðustól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hugasaði nú bara, hvað næst..?

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 12.10.2016 kl. 16:01

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Það er bara von að þú spyrjir. Nýjar kynslóðir, nýir siðir. Þannig breytist allt, vonandi til hins betra.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 12.10.2016 kl. 16:07

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég hef ekkert á móti brjóstagjöf á almannafæri, þannig er lífið. En er ekki þingkonan í fæðingarorlofi með afleysingarfulltrúa á launum á Alþingi?

Kolbrún Hilmars, 12.10.2016 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband