Þefvís stelpa fýlar tjáningarfrelsið

KakaHér áður fyrr gerðist ýmislegt sem ekki þótti fréttnæmt. Nú er allt fréttnæmt þó svo að ekkert gerist.

Stúlkukrakka tekst að baka köku og skreyta hana. Einhver rekur augun í stykkið og tekur eftir að skreytingin er hamar og sigð, kennimerki gömlu Sovétríkjanna.

Annar fattar að krakkinn er sér til skemmtunar í stjórnmálafélaginu Vinstri hreyfingin grænt framboð og þá tengja menn.

Nei, nei, nei, hrópar stelpan, og í angist hennar hefur visir.is eftir henni:

Ég er á móti fjöldamorðum, ég er á móti þjóðarmorðum, sagði Una og bætti við: Ég fýla tjáningarfrelsi. Ef það væri ekki fyrir tjáningarfrelsi þá hefði ég aldrei bakað þessa köku.

Annarri konu sem þó er lítið eitt eldri og þroskaðri varð þá að orði: „Flestir baka nú kökur án tillits til tjáningarfrelsisins. Má vera að það séu mistök.“

Svo er það nú þetta með íslenskukunnáttu meintra blaðamanna. Tjáningarfrelsið virðist lykta úr því að stelpan „fýlar“ það.

Hin konan sagðist hlynnt því sama frelsi þegar hún væri ekki við bakstur, raunar fíla það í botn.

Hverjir eru annars á móti tjáningarfrelsi og hlyntir þjóðarmorðum? Að minnstak kosti ekki kökubakarar. Aðrir þurfa að gera hreint fyrir sínum dyrum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjá mér vöknuðu tvær spurningar:

1. Af hverju ekki hakakross?

2. Hvað hefði hún sagt ef t.d. ritari sjálfstæðisflokksins hefði skreytt köku með Bandaríska fánanum?

ls (IP-tala skráð) 19.10.2016 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband