Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Ríkisstjórnin fær falleinkun

Þjóðin kaus yfir sig ríkisstjórn sem segist hafa náð gríðarlegum árangri í uppbygginu eftir banakhrunið. Vel getur verið að ráðherrar, almannatenglar, aðstoðarmenn og embættismenn séu á fullu við endurreisnarstörf. En rétt eins og í skólanum í gamla daga þá skiptir litlu hversu mikið nemendur leggja á sig við próflestur ef einkunnirnar eru lágar.

Á sama hátt verður að spyrja um árangur ríkisstjórnarinnar í endurreisninni. Þá er horft til nokkurra atriða:

 

  • Verðbólgan er 11,1%
  • Atvinnuleysið er 9,0%, 16.000 mann eru án atvinnu
  • Atvinnulífið á í alvarlegum vandræðum, gjaldþrot fyrirtækja heldur áfram
  • Byggingamarkaðurin er hruninn, ekkert bendir til að hann lagist 
  • Gengi krónunnar er í sögulegu lágmarki, ekkert bendir til að það lagist 
  • Fasteignamarkaðurinn er hruninn, ekkert bendir til að hann lagist
  • Markaður með notaða bíla er hruninn, ekkert bendir til að hann lagist 
  • Ofl. ofl.

 

Þetta er nú bara hluti af þeim veruleika sem blasir við almenningi, þjóðinni sem telur sig engu að síður hamingjusama.

 


mbl.is Langmest verðbólga á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er riftun á riftun lögleg

Óháð málavöxtum er vandséð hvernig hægt er að fella úr gildi ákvörðun sem tekin var fyrir 18 mánuðum. Þegar þáverandi bankastjórn Kaupþings banka ganga skuldarar út frá því að persónuleg ábyrgð sé ekki lengur fyrir hendi. Svo gengur lífið sinn vanagang.

Dag einn kemur svo tilkynning um að persónulegar ábyrgðir séu aftur í gildi gengnar. Getur þetta verið löglegt? Er riftun á riftun löglegur gerningur. Er ákvörðun bankastjórnar varanleg eða aðeins tímabundin?

Tökum dæmi. Allir bankarnir hafa boðið skuldurum upp á lagfæringu á húsnæðislánum sem tryggð voru í erlendum gjaldmiðlum. Setjum sem svo að bankarnir breyti nú um skoðun og ákveði að þessar breytingar falli úr gildi og höfuðstóll skulda verði eins og þeir voru fyrir breytingu. 

Bankastjórn ákvað að fella niður persónulegar ábyrgðir stjórnenda og lykilstarfsmanna vegna hlutabréfakaupa haustið 2008. Slitastjórn hefur ákveðið að fella þessa ákvörðun úr gildi. Þar með er ljóst að ákvörðun bankastjórnar þarf ekki að vera varanleg jafnvel þó skuldarar telji að svo sé.

Líklega er best að láta þess getið að sá sem þetta skrifar hefur aldrei unnið í banka, aldrei fengið lán til hlutabréfakaupa, veit ekki til þess að hann þekki nokkurn mann sem þannig lán hefur fengið. Hins vegar er ástæða til að velta fyrir sér hvort treysta megi bönkum - fyrir og eftir gjaldþrot.


mbl.is Niðurfellingu ábyrgða rift
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Askan breytir veginum

dsc_0549.jpg

Þegar ekið er undir Eyjafjöllum er engu líkar en að varanlega slitlag vegarins hafi horfið en í staðinn komið gamli malarvegurinn. Askan sest á veginn og treðst þar niður af umferð bíla og fyrr en varir er komið óslétt yfirlag.

Þetta má greinilega sjá á meðfylgjandi mynd sem tekin er út um framrúðuna skemmt frá Þorvaldseyri.

Askan er leiðinleg fyrir bílstjórann. Hún sest á framrúðuna og byrgir sýn. Sé reynt að hreinsa hana með rúðusprautunni verður til leiðinda drulla. Þetta tekur engan enda fyrr en bíllinn kemst út úr mekkinum.

dsc_0528_991411.jpg

 


mbl.is Ökumenn varaðir við ösku á Suðurlandsvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fögur er hlíðin og bláleit móðan

dsc_0498_991365.jpgVorið kemur hvernig sem eldfjöllum líður og grasið grænkar þrátt fyrir öskufallið. Undir Vestur-Eyjafjöllum er vorlitur landinu, hlíðin er fögur og væn.

Ég get ekki stillt mig um að birta þessa mynd sem ég tók um daginn á ferð minni framhjá Merkurbæjum. Held að fjallið sé Fagrafell en það er sunnan Stóradals og norðan Seljalandsfoss.

Landið er grænt og í baksýn tekur himinninn lit af öskumóðunni sem liggur yfir landinu og verður bláleitur.

Margsmella þarf á myndina til að fá hana í góða stærð. 


Myndir frá Gígjökli: hrikalega breytingar

yfir_loni_ne_arlega-1.jpg
Gríðarlegar breytingar hafa orðið við Gígjökul eins og flestir vita. Skárst hefur verið að fylgjast með hamförunum í gegnum

 vefmyndavélar Mílu og Vodafone en báðar eru staðsettar á Þórólfsfelli sem er gegnt Gígjökli, aðeins í fjögurra kílómetra fjarlægð frá jökulrótum. 

Best er þó að fara að Gígjökli og skoða aðstæður með eigin augum. Frá gígnum í toppi Eyjafjallajökuls og að veginum við lónið eru 6 km í loftlínu. Til samanburðar má geta þess að frá eldstöðvunum og suður að Þorvaldseyri eru 9 km. Kallast það bitamunur ekki fjár. Af þessu má draga þá ályktun að vart sé meiri hætta norðan megin jökuls en sunnan.

af_jokulgar_i_ofarlega-1.jpg

Breytingarnar undir Gígjökli eru stórkostlegar. Þegar komið er að jökulgörðunum kannast maður við sig og hugsar sem svo: Þetta er bara alveg eins og Lónið við Gígjökul en samt er það ekki alveg eins. Hvað vantar? Jú, sjálft lónið, stóran hluta af jökulgörðunum og hluta af Gígjökli. Margt annað hefur komið í staðinn.

Segja má með vissu að ramminn sé hinn sami en innihaldið er eins ólíkt og hugsast getur. Meðfylgjandi myndir segja það sem segja þarf. Þær eru allar samsettar úr tveimur myndum og þó vinnan sé ekki mjög góð er myndefnið tiltölulega skýrt.

yfir_va_i_-1.jpg

Neðarlega sprettur fram vatn undan leirnum. Það er kemur líklega frá bráðnandi ísmulningi sem án efa er í bland með möl, leir, ösku og stórgrýti. 

Þar sem áður var vegur og vað yfir Lónið er núna stórt, opið svæði. Mikið af jökulgarðinum hefur sópast burtu og yfir er möl, leir og drulla. Allt er farið, vegurinn upp að lóninu vestan megin og að austan er hann horfinn allt upp í litla skarðið þar sem honum hallar niður af jökulgarðinum.

ni_ur_loni_-1.jpg

Neðsta myndin er tekin út í miðju lónstæðinu og horft niður, þ.e. norður. Þarna er eiginlega hættulegasti staðurinn. Óvíst er hvað er undir sléttu yfirborði jökulleirsins. Þar getur verið jökulhver, þ.e. stór ísjaki sem er að bráðna og yfir honum er hreinlega kviksyndi. Merki um slíkt er á nokkrum stöðum

Öruggusta leiðin er á eða meðfram jökulgörðunum. Enginn ætti að hætta sér út í leirinn nema þar sem sjá má greinilega slóð. Fótspor sem liggja í burtu geta verið varhugaverð - hvað varð um manninn sem átti þau? Tryggara er að fylgja fjölfarnari slóðum.

Allt er þetta stórmerkilegt og undurfurðulegt. Mig rak þó í rogastans eftir að heim var komið er ég að skoða myndirnar mínar. Og þarna, á skrýtnasta stað við jökulinn sem hægt er að hugsa sér, sést andlit. Engu líkar en það sé hoggið út í bergið. Dauðasvipur trölls sem forðum hafi verið steypt í viðjar bergsins. Eða er það í þann veginn að brjótast út úr berginu og ætlar að trylla land og lýð. Ef til vill er þarna hinn eini og sanni Steingrímur ...

Myndirnar af tröllinu ætla ég að birta síðar í dag eða á morgun. Nokkuð spennandi ... ekki satt? 


mbl.is Óvenju margar eldingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndir frá lónstæðinu við Gígjökul

dsc_0215.jpg
Þrátt fyrir bann valdstjórnarinnar fer fjöldi manns inn að gamla lónstæðinu við Gígjökul. Ekki bara jarðfræðingar, fréttamenn, ættingjar og vinir þeirra heldur líka almenningur. Ég fór inneftir í gær. 

Enginn var þarna utan mín en ljóst er að hundruð hafa lagt leið sína á þessar slóðir upp á síðkastið ef marka má spor eftir fólk og bíla. 

Efri myndin er tekinn innst inni í lónstæðinu, við tá Gígjökuls.

Sú næsta er tekin á vestari jökulgarðinum og er horft niður að útfallinu, þar sem áður var vaðið yfir lónið, efra vað, sem svo var kallað. 

dsc_0396.jpg

Eftir því sem ég best fæ séð starfar engin hættað að fólki þarna fyrir innan frekar enn svo víða annars staðar. Þá kröfu verður sem fyrr aað gera til ferðamanna að þeir fari varlega. Það á jafnt við inni við Gígjökul sem og í Esjunni. Á hvorugum staðnum er ástæða til að banna umferð fólks .

Í ljósi þessa er ástæða til þess fyrir sýslumann Rangæinga, sem yfirmann almannavarna á svæðinu, að opna fyrir umferð.

Ef það friðar hann eitthvað, getur hann íhugað að staðsetja björgunarsveitarmenn inni við Gígjökul sem gætu verið ferðamönnum til halds og trausts. Enn betra væri þó að fá Útvist og Ferðafélagið til að sameinast um leiðsögn fyrir fólk á staðnum. Það myndi verða til þess að ákveðnir göngustígar yrðu til sem ferðafólk myndi halda sig á.

Á leiðinni út Þórsmerkurveg mætti ég ítölskum ferðamönnum á Toyota Yaris leigubíl. Þeir voru staðráðnir í því að fara inn að Lóni en ég benti þeim á að bíllinn væri alls ekki hæfur til að fara þangað auk þess væri vegurinn á bannsvæði(!). Skildi ég svo við fólkið enda alfarið þess að taka ákvörðun um ferðir sínar. Hins vegar er ég ekki alveg viss um að leigubílafyrirtæki muni sætta sig við að fólk fari að Gígjökli á þessum tegundum bíla. Þetta sýnir þó í hnotskurn hversu vel ser staðið að kynningarmálum vegna eldgossins hér á landi. Meira að segja útlendingar eru fáfróðir um þessi efni.

Ég ætla að birta fleiri pistla og góðar myndir síðar í kvöld eða á morgun. 


mbl.is Askan ógnar flugumferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÍBV æfir í Eyjum

Einu sinn var mikið hlegið að fyrirsögninni „Skreið til Nígeríu“. Var þá átt við að skreið hafi verið seld til Nígeríu. Núna kunna menn að undrast reiði knattspyrnumanna í ÍBV. Hvers vegna geta þeir ekki verið æfir í Eyjum? Hvað veldur reiði þeirra?
mbl.is ÍBV æfir í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rennur aftur hraun niður Gígjökul?

Á vefmyndavél Mílu má sjá að gufubólstara leggja upp úr miðjum Gígjökli. Þannig hefur það verið í allan dag. Hitamyndavélin sýnir enn mikinn hita þar undir. Það flögrar að manni að hraun sé nú farið að renna á ný úr gíginum og niður undir skriðjöklinum.

Fyrir nokkru fullyrtu vísindamenn að gosið í Eyjafjallajökli hafi breyst í sprengigos. Umhverfið hafi þornað upp og gígur tekið að myndast. Hugsanlega hefur nú orðið önnur breyting á aðstæðum. Vissulega hefur dregið úr sprengigosi og það kann að renna stoðum undir þá kenningu að nú renni aftur hraun.


mbl.is Kolniðamyrkur við jökulinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prumpar landið brúnu gasi?

100512_gervitungl_modis_kl_1228_b.jpg

Hér eru þrjár myndir sem teknar eru frá gervitunglum. Þær sýna okkur fegurð landsins og um leið hrikalegar náttúruhamfarir sem opinbera eðli jarðarinnar.

Og svo hrifinn sem maður er af myndunum fer ekki hjá því að augun hvarfli að gosmekkinum sem gengur suður af landinu eins og ... 

Jæja, kannski er ljótt að segja það, en þarna er rétt eins og landið hreinlega prumpi brúnu gasi.

Veðrið var gott þriðjudaginn 11. maí rétt fyrir klukkan 13 er þessar myndir voru teknar. Skafheiður himinn víða um landið. 

Næsta mynd er ekki síður falleg. Þarna sést strókurinn stefna ákveðið suðaustur á bóginn. Tilgangurinn er án efa sá að trufla flugumferð á Írlandi, Frakklandi, Spáni og Portúgal. 

100512_gervitungl_meris_kl_1248_b.jpg

En það sem sent er af stað kemur stundum í höfuðið á manni aftur. Þannig hefur öskumökkurinn ósjaldan fylgt vestlægum staðvindum frá Spáni og norðanverðri Afríku yfir hafið. Þar lendir askan í lægðarbrautunum sem stefna allan ársins hring norður á bóginn. Askan er því eins og bjúgverpill, kemur til baka . Nú síðastsa í fyrradag þurfti að loka flugvöllum í Reykjavík og Keflavík, að minnsta kosti um stundarsakir.

100512_gefitung_meris_kl_1248.jpg

Neðsta myndin er ekki ólík hinni fyrri. Hún sýnir þó smáatriðin aðeins betur. Og hver skyldu þau nú vera? 

Jú. Sjáið Eyjafjallajökul. Hann er eins og allir vita orðinn kolsvartur, enginn munur er á honum og landinu umhverfis.

Hálfur Mýrdalsjökull hefur líka tekið lit.

Hrikaleg er sú staða að Ísland standi nú ekki alveg undir nafni þegar tveir af fegurstu jöklum landsins eru hlutir gjósku.

Jónas Hallgrímsson hefði áreiðanlega ekki ort Gunnarshólma nema vegna hins hvíta Eyjafjallajökulls sem eykur á tign landsins. Og Gunnar Hámundarson ... Hann hefði aldrei snúið afur á Hlíðarenda ef ekki hefði verið fyrir jökulinn bjarta - þetta  með bleika akra og slegin tún er bara tóm vitleysa. Þau hafa ekkert að segja nema líka sé bjartur jökulskalli sem skín við sólu. 

 

 


Slæm frétt Reuters fyrir Ísland

Þessi frétt frá Reuters er ein af þeim sem hæglega getur haft villandi áhrif á áhorfendur. Í henni segir að heimamenn noti grímur. Að vísu kemur líka fram að það sé í litlum bæ en það getur farið framhjá þeim sem eru algjörlega agndofa yfir því að sjá vegfaranda með andlitsgrímu ösla öskuský úr spúandi eldfjalli.

Reuters, þessi fræga fréttastofa, er aðeins að hugsa um fréttina. Líklegast hefur enginn haft samband við hana og beðið um að þess yrði gætt að þannig verði sagt frá eldgosinu á Íslandi að aðeins örlítið brot af landi og þjóð eigi í vanda þess vegna.

Þó svo að enginn fjölmiðill sem vandur er að virðingu sinni flytji villandi fréttir af eldgosinu í Eyjafjallajökli þá gerist það engu að síður. Fjarlægðin og skortur á þekkingu skekkir oft fréttaflutninginn, jafnvel hjá fjölmiðlum hér heima. Næg eru dæmin. 

Þar af leiðandi er afskaplega mikilvægt að stjórnvöld og hagsmunaaðilar sinni vandaðri og skipulagðri upplýsingagjöf. Það er ekki nóg að fullyrða að mikið sé gert. Mestu skiptir að rétt sé unnið.

Enn hefur ekkert komið fram að verið sé að vinna að þessum málum að neinni alvöru. 


mbl.is Gosvirknin helst stöðug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband