Er riftun á riftun lögleg

Óháð málavöxtum er vandséð hvernig hægt er að fella úr gildi ákvörðun sem tekin var fyrir 18 mánuðum. Þegar þáverandi bankastjórn Kaupþings banka ganga skuldarar út frá því að persónuleg ábyrgð sé ekki lengur fyrir hendi. Svo gengur lífið sinn vanagang.

Dag einn kemur svo tilkynning um að persónulegar ábyrgðir séu aftur í gildi gengnar. Getur þetta verið löglegt? Er riftun á riftun löglegur gerningur. Er ákvörðun bankastjórnar varanleg eða aðeins tímabundin?

Tökum dæmi. Allir bankarnir hafa boðið skuldurum upp á lagfæringu á húsnæðislánum sem tryggð voru í erlendum gjaldmiðlum. Setjum sem svo að bankarnir breyti nú um skoðun og ákveði að þessar breytingar falli úr gildi og höfuðstóll skulda verði eins og þeir voru fyrir breytingu. 

Bankastjórn ákvað að fella niður persónulegar ábyrgðir stjórnenda og lykilstarfsmanna vegna hlutabréfakaupa haustið 2008. Slitastjórn hefur ákveðið að fella þessa ákvörðun úr gildi. Þar með er ljóst að ákvörðun bankastjórnar þarf ekki að vera varanleg jafnvel þó skuldarar telji að svo sé.

Líklega er best að láta þess getið að sá sem þetta skrifar hefur aldrei unnið í banka, aldrei fengið lán til hlutabréfakaupa, veit ekki til þess að hann þekki nokkurn mann sem þannig lán hefur fengið. Hins vegar er ástæða til að velta fyrir sér hvort treysta megi bönkum - fyrir og eftir gjaldþrot.


mbl.is Niðurfellingu ábyrgða rift
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þessi niðurfelling stjórnar KB banka á persónulegum ábyrgðum helstu stjórnenda bankans korteri fyrir hrun bankans var náttúrlega algerlega siðlaus og getur heldur ekki staðist gjaldþrotalög, né bankalög 

Öllum svona sýndargerningum til að bjarga eigin skinni helstu eiganenda og stjórnenda er samkvæmt gjaldþrotalögum hægt að rifta allt að 12 mánuðum frá því að þeir voru gerðir og fram að gjaldþroti og eftir aðstæðum í einhverjum tilvikum enn lengur. 

Sjálfsagt verður líka hægt að rifta þeim gjerningum að "sumir" handvaldir fengu að koma þessu öllu yfir í eignalaus ehf eignarhaldsfélög með engum veðum nema þessum hlutabréfum sem nú eru algerlega verðlaus.  Auk þess eru þessir gerningar allir saman brot gegn öðrum hluthöfum bankans sem notuðu sparifé sitt eða tóku lán að hluta og veðsettu eignir sínar til að kaupa hlut í bankanum.

Ef þessir glæpagerningar verða ekki dæmdir löglausir hér og mönnum refsað fyrir þá þarf að stefna þessu glæpagengi í Bandaríkjunum og Bretlandi þar sem löggjafinn og dómstólarnir hafa verkfæri til að taka á svona glæpagengjum og það með alvöru verkfærum. 

Gunnlaugur I., 17.5.2010 kl. 16:10

2 Smámynd: Helga

Þessir Kb starfsmenn geta bara fengið sömu "leiðréttingarkjör"  og almenningur....  Ekki fiðurfellingar  á öllu klabbinu

Helga , 17.5.2010 kl. 16:23

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hvað er svo sem löglegt af gerningum glæpagengjanna sem stjórnuðu bönkunum?

Sigurður Þórðarson, 17.5.2010 kl. 16:32

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Bestu þakkir fyrir innlitið. Mig langar til að spara stóru orðin. Ég gæti trúað því að hluti af þessu fólki sem fékk lán til hlutabréfakaupa sé ósköp venjulegt fólk sem hafði ekkert með ákvarðanir að gera, hvorki að veita lán né fella niður persónulegar ákvaðanir. Hvers á það að gjalda þegar riftuninni er rift?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 17.5.2010 kl. 16:43

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sigurður, það er eins hægt að spyrja hvort riftun sé lögleg!

Gunnar Heiðarsson, 17.5.2010 kl. 20:32

6 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sigurður - ég tek undir orð þín - KB Tvíhöfðinn hafð heimildir til ýmissa verka - starfsmenn jafnt sem viðskiptavinir áttu að geta treyst því að orð þeirra stæðu -

þegar svo annað kemur á daginn vilja allir skjóta þá sem treystu Sigurði og Hreiðari Má -

Hvað með allar aðrar ákvarðanir þeirra - þær sem standa - ef einhverjar eru - á þá að rifta þeim líka á þeirri forsendu að allt sem þeir gerðu eigi að taka upp?

Ólafur Ingi Hrólfsson, 17.5.2010 kl. 22:02

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Eigi að fella niður braskskuldir vegna kaupa á hlutabréfum í nú verðlausum bönkum á líka að fella niður bíla- og íbúðarlán umfram áætlað markaðsvirði íbúðanna og bílanna. Punktur.

Theódór Norðkvist, 17.5.2010 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband