Ríkisstjórnin fær falleinkun

Þjóðin kaus yfir sig ríkisstjórn sem segist hafa náð gríðarlegum árangri í uppbygginu eftir banakhrunið. Vel getur verið að ráðherrar, almannatenglar, aðstoðarmenn og embættismenn séu á fullu við endurreisnarstörf. En rétt eins og í skólanum í gamla daga þá skiptir litlu hversu mikið nemendur leggja á sig við próflestur ef einkunnirnar eru lágar.

Á sama hátt verður að spyrja um árangur ríkisstjórnarinnar í endurreisninni. Þá er horft til nokkurra atriða:

 

  • Verðbólgan er 11,1%
  • Atvinnuleysið er 9,0%, 16.000 mann eru án atvinnu
  • Atvinnulífið á í alvarlegum vandræðum, gjaldþrot fyrirtækja heldur áfram
  • Byggingamarkaðurin er hruninn, ekkert bendir til að hann lagist 
  • Gengi krónunnar er í sögulegu lágmarki, ekkert bendir til að það lagist 
  • Fasteignamarkaðurinn er hruninn, ekkert bendir til að hann lagist
  • Markaður með notaða bíla er hruninn, ekkert bendir til að hann lagist 
  • Ofl. ofl.

 

Þetta er nú bara hluti af þeim veruleika sem blasir við almenningi, þjóðinni sem telur sig engu að síður hamingjusama.

 


mbl.is Langmest verðbólga á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Polli

Var viðskilnaður fyrri stjórnar virkilega svona hrikalegur? Það mun taka mörg ár að vinna hann upp, ef lýsingar þínar eru réttar, sem ég held að þær séu. Því miður.

Polli, 18.5.2010 kl. 11:26

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Það versta við þetta er að ríkisstjórnin stjórnunarlega gjaldþrota. Þegar hún kemur fram og tjáir sig um ástandið þá er hún að tala um að allt verði gott eftir eitt misseri og hvað þau ætla að gera í sumarfríinu. Ef ekkert gerist á næstunni (vikum og mánuðum) þá gæti ég trúað því að kreppan hér á landi verði lengur en þessi fimm-ára-dæmigerða kreppa sem þekkt er í þjóðhagfræði.
Það sem vegur þungt og þyrfti nauðsynlega að komast á listann hér að ofan er:

  • Gjaldeyrismarkaðurinn er óvirkur og með höftum
  • Krónan er ónýt gagnvart öðrum löndum í heiminum
  • Lífeyrissjóðsmálin eiga enn eftir að koma uppá yfirborðið með tilheyrandi látum.
  • Ríkisstjórnin vill frekar hækka skatta en skera niður óþarfa kostnað*

* s.s. nefndir, embætti og fleira í þeim dúr sem þjóna engum tilgangi. Hér er ekki átt við löggæslu, sjúkrahús, elliheimili og skóla.

Sumarliði Einar Daðason, 18.5.2010 kl. 12:45

3 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Það er fróðlegt að lesa pistla eftir þig og aðra "bláeygða" einstaklinga sem sjá ekki ár , tæplega mánuði, aftur í tímann. Engin Ríkisstjórn hefur tekið við öðru eins ástandi í fjármálum þjóðarinnar og það væri ekki drjúpandi smjör af hverju strái þó þú og þínir skoðanabræður gætuð framkallað meirihlutastjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks.

Eða er það ekki sem þú ert að segja?

Við búum við mikil vandkvæði í okkar þjóðfélagi. en ég held að við höfum oft áður séð það svartar. svo vel man ég ástandið fyrr á árum.

Okkar vandkvæði sköpuðu fyrst og fremst tortúlalubbarnir í bönkunum, sem nú virðast ýmsir vera tilbúnir að slá skildi fyrir, fyrir þann grundvöll sem þeir flokksforingjarnir Davíð og Halldór lögðu með sinni siðspilltu sölu/gjöf bankanna til útvalinna gulldrengja að þeirra áliti og síðan tóku við aðrir flokksforingjar Geir og Ingibjörg Sólrún sem hefðu getað gert margt til að minka hrunið en þó aðeins með því að kalla það fram fyrr. Ef þau hefðu haft kjark til að horfast í augu við staðreyndirnar og tekið á því hefðu bankarnir fallið, þeir voru aldrei annað en sápukúla. Líklega höfum við Íslendingar aldrei haft yfir okkur duglausari forsætisráðherra en Geir Haarde.

Það væri sama hverjir sætu við stjórnvölinn nú; ég sé enga kraftaverkamenn eða konur sem gætu hafa gert ástandið betra en það þó er.

Nema kannski þig og aðra spekinga á blogginu, svo sem Pál Vil.blaðamann   Jón Val guðfræðing, Halldór Jónsson verkfræðing, fleiri ykkar líkar eru þarna á sveimi.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 18.5.2010 kl. 13:45

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þetta var skrýtinn pistill, nafni. Sök mín virðist greinilega mikil.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 18.5.2010 kl. 13:57

5 Smámynd: Friðrik Jónsson

Á meðan menn halda áfram að benda á hvorn annan í heimskum flokkametingi,þá lagast seint hlutirnir hér,stjórnarliðar og andstaða virðast ekki vera að fatta hversu alvarlegt ástandið er að verða.

Hundruðir manns í röðum til að fá matargjafir,þúsundir á leiðina á götuna í haust,eflaust stærri hópur að gefast upp en sést.Og menn rífast um flokka og hver á sök bara heimska.Hverjum á að kenna um þegar allt fer í þrot aftur á þessu ári,þá fáum við fyrst að sjá kreppu.

Friðrik Jónsson, 18.5.2010 kl. 17:52

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Vel mælt, Friðrik.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 18.5.2010 kl. 18:23

7 Smámynd: Polli

Nýjasta birtingarform helstu talsmanna frjálshyggjunnar hérlendis varð lýðum ljóst í gærkvöldi. Nú birtast þeir grenjandi á skjánum þegar frjálshyggjan hefur fellt þeirra eigin fyrirtæki. Það er svo sárt! Sniff, sniff .................

Polli, 18.5.2010 kl. 18:49

8 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Polli, hvernig er ástandið? Ekki gott ... verðbólgan er 11,1%, atvinnuleysið er 9,0%, 16.000 mann eru án atvinnu, atvinnulífið á í alvarlegum vandræðum, gjaldþrot fyrirtækja heldur áfram ... Og framlag þitt til umræðunnar er ... ekkert!

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 18.5.2010 kl. 18:56

9 Smámynd: Polli

Og þitt? Endursagðar gamlar fréttir? Mikil hjálp í því?

Polli, 18.5.2010 kl. 19:13

10 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Eru þetta gamlar fréttir eða nýjar:

Verðbólgan er 11,1%, atvinnuleysið er 9,0%, 16.000 mann eru án atvinnu, atvinnulífið á í alvarlegum vandræðum, gjaldþrot fyrirtækja heldur áfram os.frv.?

Og hversu málefnalegt er þetta: „

Nýjasta birtingarform helstu talsmanna frjálshyggjunnar hérlendis varð lýðum ljóst í gærkvöldi. Nú birtast þeir grenjandi á skjánum þegar frjálshyggjan hefur fellt þeirra eigin fyrirtæki. Það er svo sárt! Sniff, sniff .................“

Ekki reyna að verja svona vitleysu Polli. Þú mátt ekki ganga gegn almennri skynsemi.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 18.5.2010 kl. 19:19

11 Smámynd: Polli

Ég er með 13 manns í fullri vinnu og legg nótt við dag við útvegun verkefna.

Hvað ert þú með marga í vinnu?

Verðbólgan er 11,1% og á niðurleið. Atvinnuleysi er um 9% og hefur farið lækkandi. Krónan hefur verið að styrkjast.

Allt gerist þetta hægt og bítandi. Engar hókus pókus lausnir eru í boði.

Atvinnuleysi hefur verið viðvarandi í Evrópu um langan aldur og mér skilst að það nálgist 20% á Spáni. Gengi evrunnar hríðfellur og fjármálakerfi þjóðanna nötra og titra.

Af hverju er þessu ekki bara reddað með nokkrum fingrasmellum?

Hægri mönnum Íslands væri hollara að taka hausinn af og til upp úr sandinum og líta yfir þann vígvöll sem þjóðin er orðin, meðal annars fyrir þeirra tilstilli.

Polli, 18.5.2010 kl. 19:35

12 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ég vissi að þú gætir þetta, Polli. En svaraðu þessu? Hvað voru margir atvinnulausir fyrir ári? Hver var verðbólgan fyrir ári? Hvers vegna hangir krónan uppi? Eru starfsmennirnir sem þú greiðir laun eitthvað lakari en þú eða hvaða máli skiptir sú staðreynd að þú ert atvinnurekandi en ég launþegi? Mótast rök okkar af því? Er það nokkuð gáfulegra að kenna hægri mönnum um kreppuna eða kenna atvinnurekendum um hana? Kannski er þetta bara ofvaxið þínum skilningi, Polli. En þú ert ábyggilega vandaður og góður maður. Gaman að rökræða en þras skilar litlu.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 18.5.2010 kl. 20:43

13 Smámynd: Polli

Ekki ætla ég að fara í neinn spurningaleik með þér. Mér er fullljóst að krónan er í nokkurs konar gjörgæslu. Þú segir:

"Er það nokkuð gáfulegra að kenna hægri mönnum um kreppuna eða kenna atvinnurekendum um hana?"

Kreppan er um gjörvallan hnöttinn. Hún á svo sannarlega upptök sín í ultra hægrimennskunni, nýfrjálshyggjunni, þar sem fjármagnið er sett öllu ofar, ofar öllum góðum gildum sem mannkynið hefur komið sér upp í aldanna rás. Svo var einnig hér á landi. Eitt og annað er ofvaxið mínum skilningi, rétt eins og þínum, enda fáir menn fullkomnir.

Eitt hefur mér þó sýnst "fullkomið": Það er gleymska og blindni Sjálfstæðismanna á eigin verk nokkur misseri aftur í tímann.

Af hverju ekki bara að segja sorry, taka sér skóflu í hönd og hefja flórmoksturinn með öðru fólki?

Meiri mannsbragur að því. 

Polli, 18.5.2010 kl. 21:12

14 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Nú ertu farinn að hljóma dálítið sennilegur, Polli. Allt öðru vísi en þegar þú skaust hingað inn með fyrstu athugasemdina. Hafðu það ætíð sem best.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 18.5.2010 kl. 21:27

15 Smámynd: Polli

Sigurður, ég er nýliði á þessu bloggi og er hér einkum og sér í lagi til að galgopast og gera grín, sjálfum mér til hugarhægðar, en líklega einhverjum til ama. Það þýðir ekki að ég geti ekki verið ágætlega meðvitaður um eitt og annað sem skiptir máli í þjóðlífinu, sem ég tel mig reyndar vera, meira að segja nokkuð umfram marga höfunda sem ég hef séð hér á Moggablogginu. Hér er margur skrautlegur sauðurinn í mislitu fé.

Af vissum ástæðum er ég hér nafnlaus til að byrja með, en það kann að breytast áður en langt um líður. Ég er á miðju undirbúningstímabilinu, eins og kerlingin sagði þegar hún renndi brókinni niður eftir eystra lærinu.

Að lokum þetta: Á síðasta ári barst mér í hendur lítið sérrit frá Skírni, tímariti Hins íslenska bókmenntafélags, sem var auðkennt sem Sérprent, Skírnis, á 182. ári, útgefið að vori 2008. Þar fjallar Dr. Páll Skúlason, heimspekingur, um viðfangsefnið: Menning og markaðshyggja. Það er stórfróðleg og gagnmerk úttekt. Sjá www.hib.is og www.skirnir.is - ég skora á þig að verða þér úti um eintak.

Sími HÍB er 588 9060

Eigðu góðar stundir með góðu fólki og þeim mun betri sem sól hækkar á lofti.

Þakka góðar kveðjur.

Polli, 18.5.2010 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband