Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Fann Gunnar sömu möppuna?

Sagt er að Gunnar Örn Kristinsson hafi verið að blaða í sömu möppu og Magnús Gunnarsson hafði lagt frá sér daginn sem hann sagði af sér. Honum hafi hreinlega fallist hendur. En hvað var það í möppunni sem hrakti þá Magnús og Gunnar frá Nýja-Kaupþingi? Um það snýst umræðan og líklegt er að þeir fyrirvarandi muni ekki gefa það upp.

Gæti það verið minnisblað frá nýjum fjármálaráðherra þess efnis að bankaráðið ætti framvegis að bera þau atriði sem koma að stefnumörkun undir ráðherrann? Skyldi það vera svo að það sé vilji fjármálaráðherrans að formenn bankaráðanna séu framar öllu framlenging af valdi ráðherrans?

Gæti fleira hafa verið í möppunni eða er þetta nóg?

Í bankanum hafa verið gerðir þrír listar yfir fyrirtæki í viðskiptum við bankanna. Á einum listanum eru þau sem eru í lagi og bankinn ætlar að styðja við að óbreyttu ástandi. Á öðrum listanum eru þau fyrirtæki sem bankinn ætlar hugsanlega að styðja við að uppfylltum ákveðnum skilyrðum um eignarhald og aukið eigið fé. Þriðji listinn er dauðalistinn.


mbl.is Gunnar Örn hættir í bankaráði Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlustuðu menn á Davíð án þess að heyra

Sumir hlustuðu á Davíð Oddsson í sjónvarpinu í gærkvöldi en tóku hreinlega ekki eftir því sem hann sagði. Tóku kannski bara eftir því sem þeir vildu heyra, - gleymdu öðru.

Eignarhaldsfélög í eigu stjórnmálamanna og annarra þekktra manna í þjóðfélaginu á að hafa fengið sérþjónustu í bönkunum, svona eins og Björn Ingi Hrafnsson í Kaupþingi. Hefði einhver annað orðað þetta og haldið því til dæmis fram að Birgir Ármannsson væri með óhreint mjöl í pokahorninu væri annað uppi á teningnum. Hins vegar var þetta „bara“ Davíð, og hann er nú svona og svona ...

Ummæli Davíðs þarf að skoða mjög nákvæmlega. Þar eru fjöldi fréttapunkta fyrir duglega blaðamenn sem nenna að haf eitthvað fyrir hlutunum. Þess í stað eru menn að velta sér upp úr því að Davíð hafi eitthvað verið að hnýta í spyrilinn.

Hvernig er það, greina menn ekki aðalatriðin frá aukaatriðunum?


mbl.is Gæti talist mútuþægni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru allar bjargir bannaðar gegn Bretum?

Maður skyldi það svo sem þegar lögfræðingar frá Bretlandi ráðlögðu ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar að reyna ekki að höfða mál gegn breska ríkinu. Það hefði orðið mjög dýr, afar langvinnt og niðurstaðan langt frá því að vera borðliggjandi.

Formaður VG sagðist varla eiga til eitt einasta orð yfir þessari ákvörðun, svo vonsvikinn var hann. Svo gerist það að þegar hann sjálfur er kominn í ríkisstjórn er hætt við að stefna Bretum fyrir mannréttindastólnum. Þetta tilkynnti viðskiptaráðherra í erlendum fjölmiðlum en ekkert fréttist hérna heima.

Þetta hlýtur að vera einhver misskilningur. Eitthvað hlýtur að standa gegn þessum dæmalausa gerningi bresku ríkisstjórnarinnar gegn Íslendingum. Nema því aðeins að Bretar hafi hótað eða lofað einhverju sem minnihlutaríkisstjórnin hefur ekki enn viljað upplýsa um.

Eða eru okkur allar bjargir bannaðar gegn Bretum.


mbl.is Veldur miklum vonbrigðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri þurfa að gefa kost á sér

Í jafnstóru kjördæmi og þessu hafa alltof fáir gefið kost á sér. Nauðsynlegt er að framlengja framboðsfrestinn og skora á fleiri góða menn að stíga fram.

Sjáflstæðisflokkurinn þarf á miklu meiri breidd að halda.

Við þurfum fleiri góða og snjalla menn til að taka þátt.

Mér líst vel á Kristján Þór Júlíusson, hann hefur aðeins verið tæp tvö ár á þingi og ætti því að teljast til þeirra sem mynda endurnýjaðan Sjálfstæðisflokk. Sama er með Tryggva Þór Herbertsson, mjög góður fagmaður. Þurfum nauðsynlega á honum að halda á þinginu.


mbl.is 10 í prófkjör D-lista í Norðausturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landlausir Íslendingar vilja sönnun á eignarétti

Þetta er mikill misskilningur hjá Erni Bergssyni, formanni Landssamtaka landeigenda. Við sem eru landlausir Íslendingar viljum að það sé hafið yfir allan vafa hver sé eigandi lands. Sé staðan sú að enginn getur sannað eignarhald sitt á landi þá er það einfaldlega eign þjóðarinnar, ekki ríkisins.

Það var græðgisvæðing meintra landeigenda sem hratt af stað því erindi að kanna eignarhald á landi. Alþingi gerði rétt í því að samþykkja lög um þessi efni.

Hver getur átt fjöllin, björgin, tindanna, þar sem enginn hafði nokkra möguleika á nýtingu? Það getur bara ekki verið að landsvæði lengst inni í landi eða hátt yfir láglendi séu tvímælalaust eign þeirra sem það vilja. Ég vil einfaldlega fá úr því skorið. Ég sætti mig ekki við einhliða yfirlýsingu Arnar Bergssonar að hann eigi til dæmis Öræfajökul.

Því miður eru ágreiningsefnin fjölmörg út um allt land. Mér finnst það ekki til of mikils mælst að skorið sé úr þeim í eitt skipti fyrir öll. Það er líka tilgangurinn með starfsemi Óbyggðanefnda. Landeigendur verða bara að sætt sig við það.


mbl.is Í sárum eftir átök við ríkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margir óttast það það sem Davíð veit

Við eigum eftir að heyra fleira frá Davíð. Hann nefndi einkahlutafélög í eigu frammámanna í stjórnmálum og víðar sem hafi notið margvíslegra fyrirgreiðslu Kaupþings.

Það kom fram í fyrsta sinn í kvöld svo ég viti til að Davíð hefur orðið fyrir persónulegum árásum. Ráðist hefur verið á heimili hans, það grýtt og sprengjur sprengdar fyrir utan húsið til að valda honum og konu hans ónæði. Sömu aðilar og stóðu að þessum aðförum munu ekki víla það fyrir sér að ganga í skrokk á manninum.

Davíð á eftir upplýsa um fleira sem skiptir máli varðandi bankahrunið. Margir óttast það, vita upp á sig sök.

Í fjölmiðlum og bloggi hafa menn farið hamförum gegn Davíð, rétt eins og hann hefði skipulagt hrunið. Áróðurinn gegn manninum hefur veri dæmalaus. Hófst allt með skipulagðri aðför að mannorði mannsins árið 2003. Hin fræga Borgarnesræða Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur markaði upphafið.

Þá var sú einfalda og árangurríka stefna mörkuð innan Samfylkingarinnar að ráðast á vegginn þar sem han er hæstur. Með öðrum orðum gera formann Sjálfstæðisflokksins tortryggilegan. Það tæki sinn tíma, sögðu skipuleggjendurnir, en það skilar sér í minna og minna fylgi flokksins og þar með betra gengi Samfylkingarinnar.

„Við þurfum bara að starta herferðinni og innan skamms gengur hún eins og eilífðarvél,“ sagði helsti PR maður Samfylkingarinnar. Hann hafði rétt fyrir sér.

Davíð hefur aldrei síðan fengið nokkurn grið.


mbl.is Fjármagnsflutningar Kaupþings höfðu mikil áhrif á Bretana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snjall maður gefur kost á sér

Ég styð Óla Björn Kárason í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi. Því miður er ég ekki búsettur þar en mun hvetja alla sem ég þekki til að kjósa hann í 4. sætið.

Hvers vegna?

Óli Björn er skynsamur maður. Hann hefur mikla þekkingu á efnahags- og viðskiptalífinu. Munurinn á honum og mörgum öðrum góðum mönnum er að hann hefur hugmyndir og tillögur til úrbóta. Hann er frumkvöðull en ekki sporgöngumaður, með fullri virðingu fyrir slíkum.

Sjálfstæðisflokkurinn þarf núna á því að halda að almennir flokksmenn standi upp og taki yfir. Nauðsynlegt er að nýtt fólk taki sæti á þingi fyrir flokkinn, fólkið sem hingað til hefur setið tiltölulega hljótt hjá. Tími þess er kominn ef svo má segja.


mbl.is Óli Björn óskar eftir 4. sæti hjá sjálfstæðismönnum í SV-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

You aint seen nothing yet, segir ráðherrann við Höskuld

Það fór sem mig grunaði . Nú eru menn lagðir af stað í að berja á Höskuldi Þórhallssyni, framsóknarmanni, fyrir þá sök eina að vilja skoða málið af sjónarhóli ESB.

Össur er bara fyrstur. Hann fer óvenju rólega í málin en ekki fer á milli mála hvað hann á við um helvítið hann Höskuld. „You aint seen nothing yet“, segir ráðherrann og glottir út í vangaskeggið.

Síðan verður bloggurunum sigað á þingmanninn. Allir munu þeir líta framhjá þessu með „eigin sannfæringu“ þingmanna vegna þess að það hentar ekki í þetta sinn. Uppnefndur og mun ekki eiga sér uppreisnar von í náinni framtíð. Til þess er líka leikurinn gerður, að maðurinn haldi sig á þeirri mottu sem búið var að setja hann á.


mbl.is Höskuldur í háskaför
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skyldi minnihlutastjórnin nú vaða í Höskuld

Andrúmsloftið á fundi viðskiptanefndar Alþingis er án efa þrúgandi fyrir Höskuld Þórhallsson. Nefndarmenn minnihlutastjórnarinnar sitja á sér en vildu gjarnan vaða í Höskuld og taka hann til bæna, en þora ekki.

Sjálfstæðismennirnir fjórir njóta stundarinnar og bíða þess sem verða vill.

Það sem gerist næst er án ef að minnihlutastjórnin lætur formann nefndarinnar afgreiða álitið, verða þá til meirihluti og minnihluti. Þessu næst heimtar stjórnin þingfund og frumvarpið verður afgreitt sem lög frá Alþingi. Davíð Oddsson hættir. Viku síðar verður gerð breyting á lögunum um Seðlabankann, byggt á skýrslunni frá ESB.

Nema því aðeins að menn vilji gera hlutina vel og fari nú að lesa tillögur nefndar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um regluverk á fjármálamörkum. Hver veit hvað gerist þá?


mbl.is Ekki rætt um Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímabil boðbera slæra tíðinda er liðinn

Er eitthvað ósagt um stöðu ríkissjóðs og þjóðarinnar? Hversu lengi ætla menn að tönglast á hinum dökku framtíðarhorfum og fara að gera eitthvað í málunum.

Gylfi Magnússon var lengi boðberi slæmra tíðinda. Eflaust sá hann allt hrunið fyrir. Hins vegar er kominn tími til að taka á atvinnuleysinu, líta til með bönkunum sem eru að setja góð fyrirtæki á hausinn með því að neita þeim um fyrirgreiðslu, sinna verðmætasköpun í landinu. Verkefni boðberans er liðinn.

Verst er að þegar sá sem á að kallas ráðamaður er staðnaður í hlutverki sínu, heldur áfram að mála skrattann á vegginn í stað þess að blása þjóð sinni þor og kraft í brjóst.

Tími uppbyggingar á að vera hafinn. Vonandi hefur það ekki farið framhjá viðskiptaráðherranum.


mbl.is Dökkar horfur, segir ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband