Fann Gunnar sömu möppuna?

Sagt er að Gunnar Örn Kristinsson hafi verið að blaða í sömu möppu og Magnús Gunnarsson hafði lagt frá sér daginn sem hann sagði af sér. Honum hafi hreinlega fallist hendur. En hvað var það í möppunni sem hrakti þá Magnús og Gunnar frá Nýja-Kaupþingi? Um það snýst umræðan og líklegt er að þeir fyrirvarandi muni ekki gefa það upp.

Gæti það verið minnisblað frá nýjum fjármálaráðherra þess efnis að bankaráðið ætti framvegis að bera þau atriði sem koma að stefnumörkun undir ráðherrann? Skyldi það vera svo að það sé vilji fjármálaráðherrans að formenn bankaráðanna séu framar öllu framlenging af valdi ráðherrans?

Gæti fleira hafa verið í möppunni eða er þetta nóg?

Í bankanum hafa verið gerðir þrír listar yfir fyrirtæki í viðskiptum við bankanna. Á einum listanum eru þau sem eru í lagi og bankinn ætlar að styðja við að óbreyttu ástandi. Á öðrum listanum eru þau fyrirtæki sem bankinn ætlar hugsanlega að styðja við að uppfylltum ákveðnum skilyrðum um eignarhald og aukið eigið fé. Þriðji listinn er dauðalistinn.


mbl.is Gunnar Örn hættir í bankaráði Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Getur verið að það sé vonlaust verkefni að halda bankanum gangandi?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 25.2.2009 kl. 17:26

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Nei, ég held að það sé ekki málið. Gæti frekar verið fjarstýring fjármálaráðherrans sem þeir sætta sig ekki við.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 25.2.2009 kl. 18:55

3 Smámynd: Einhver Ágúst

Gæti líka bara verið að Gunnar sé rangur maður í starfið, með misjafna fortíð og staðið í stríðið í fjármálaheiminum.

Einnig hefur hann staðið í löngu stríði um ákveðna lax-Á fyrir austan þarsem aðallinn slæst um að detta í það saman og veiða lax, kannski tengist þetta því.

Einhver Ágúst, 25.2.2009 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband