Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Affrysting og áframhaldandi frost

Ef Björgólfur Guðmundsson hefur rétt fyrir sér eru eignir til fyrir Icesave reikningunum. Væntanlega losnar nú um hryðjuverkafrystingu bresku ríkisstjórnarinnar á eignum Landsbankans, hægt verði að greiða hluta út, selja eignir upp í rest. Það breytir því ekki að frost verður um ókomin ár milli Íslendinga og bresku ríkisstjórnarinnar.
mbl.is Búist við tilkynningu um IceSave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er að þessum framsóknarmönnum?

„Viðskiptalegt siðrof ...“?

Hvað í ósköpunum er að miðstjórn Framsóknarflokksins? Í fyrsta lagi að gera ráð fyrir að einhverjir vilji einfaldlega koma illu til leiðar við uppbyggingu á efnahagsmálum þjóðarinnar. Í öðru lagi að reyna að slá um sig með því að ljúga upp á andstæðinga sína.

Það gera ekki stjórnmálaflokkar. Það er ekki sterkur leikur í upphafi nýrrar vegeferðar að vera með dylgjur eða ljúga. Nú verður Framsóknarflokkurinn að hætta að tala í hálfkveðnum vísum og útskýra hvert það siðrof er sem hann heldur því fram að ríkisstjórnin hafi stuðlað að í uppbyggingastarfi sínu.

Að öðrum kosti er Framsóknarflokkurinn ómerkingur. Það má þó segja flokknum til hróss að hann leggur nafn sitt við þessi ómerkilegheit en sendir hann ekki í nafnlausum pósti til fjölmiðla ...


mbl.is Framsókn: Ríkisstjórnin hvetur til viðskiptalegs siðrofs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lánshæfið getur líka verið slæmt með evru ...

Kostirnir við aðildina eru margir en ókostirnir eru líka stórir. Svo gríðar stórt er þetta Evrópusambandsbákn að innan þess rekst hvað á annars horn. Til dæmis hafa reikningar þess ekki fengist áritaðir í áratug vegna fjölmargra athugasemda endurskoðenda.

Hins vegar kann það rétt að vera að ríkissjóður „lúkki betur“ sækjum við um aðild.

Ástæðan fyrir að lánshæfiseinkunn ríkissjóðs hefur lækkað er tvískipt, annars vegar er það sú lausafjárkreppa sem skekur nú heimsbyggðina og hins vegar bankakreppan hérna heima. Annað hvort hefði eflaust dugað til að lækka lánshæfið, hvað þó hvort tveggja.

Á móti kemur að í „venjulegu“ árferði hefur ríkissjóður fengið ágæta einkunn hjá matsfyrirtækjum. Ekkert bendir til annars en að það gæti gerst aftur og jafnvel með krónu sem gjaldmiðil. Þá er nauðsynlegt að átta sig á því að lánshæfið er ekki bundið við gjaldmiðilinn heldur stöðu ríkissjóðs. Staðan getur verið slæm þó svo að evran sé gjaldmiðill landsins.


mbl.is Skref í átt að ESB væru jákvæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er eitthvað að marka auglýst fasteignaverð?

En hefur fasteignaverð eitthvað breyst? Svo virðist ekki vera líti maður yfir fastaeignavef Morgunblaðsins. Hins vegar berast fréttir af því að uppsett verð sé eitthvað sem standist hreinlega ekki. Kunningi minn sem þekkir vel til á fasteignamarkaðinum orðaði það þannig að húseign sem kostar 56 milljónir króna svo dæmi sé tekið væri föl á 45 milljónir. Því lítur út fyrir að ekkert sé að marka auglýst fasteignaverð.

Vissulega er slæmt að fasteignasala sé í algjöru lágmarki. Einhver orðaði það svo að verð geti ekki myndast nema því aðeins að bæði seljandi og kaupandi séu sáttir. Staðan í augnablikinu kann að vera afbrigðileg vegna hinna „sérstöku aðstæðna“. Hins vegar benda alla líkur til þess að fasteignaverð muni fara lækkandi næstu misserin. Ef til vill kemst markaðurinn nú í samt lag eftir ofurinnspýtingu fasteignalána bankanna fyrir þremur til fjórum árum. Það væri vel því enginn innistæða var fyrir þeirri hækkun fasteignaverðs sem þá átti sér stað.


mbl.is Fasteignasala í algjöru lágmarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldrei nema rökstuddur grunur sé um lögbrot!

Rannsóknarskattstjóri og lögregla geta með úrskurði fengið aðgang að bankareikningum sé grunur um lögbrot fyrir hendi.

Það er hins vegar afar varahugavert ef snúa á þessu við og yfirvöld geti fengið að skoða bankareikninga til þess eins að finna út hvort lög hafa verið brotin t.d. í ljósi bankakreppunnar. Hins vegar er fordæmið mjög slæmt. Hvað næst? Hvað gerist ef rannsóknarmenn finna eitthvað sem er bitastætt en ekki lögbrot? Hversu lengi eru hlutirnir ekki fljótir að berast út með aðstoð Gróu á Leiti? Hvar á að draga línuna, hvaða upplýsingar eiga erindi til opinberra aðila? Svo má auk þess mistúlka allt.

Nei, ég held að það sé nauðsynlegt að viðhalda bankaleynd nema rökstuddur grunur sé um lögbrot.


mbl.is Bankaleyndin víki vegna rannsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitthvað hlýtur að vera hægt að setja út á þetta!

Jæja, er ekki kominn tími á hefðbundna fjölmiðlaumfjöllun um pólitísk gerræði Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra við mannaráðningar í dóms- og lögreglumálum?

Ég bíð spenntur eftir að sjá hvað andstæðingar dómsmálaráðherra hafa nú út á þessa ráðningu að setja. Eitthvað hljóta þeir að geta sett út á ráðninguna eða konuna sem hann skipaði. Kannski hún hafi verið í greiningardeildinni, kannski var kaus hún einhvern tímann Sjálfstæðisflokkinn, kannski er frændi hennar skyldur manni sem á afa hvers barnabarn tengist Davíð Oddsyni á einhvern hátt.


mbl.is Sigríður Björk ráðin lögreglustjóri á Suðurnesjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn í ferðaþjónustu í forsvari ferðaþjónustfundar

Er ekki skrýtið að halda aðalfund atvinnugreinar og aðeins einn sem þar er auglýstur hefur nokkurn tímann tekið þátt í starfinu. Þannig er það með aðalfund Ferðamálasamtaka Íslands sem haldinn verður á Höfn í þriðju viku nóvember.

Pétur Rafnsson, formaðurinn, hefur aldrei starfað í ferðaþjónustu. Hann hefur hins vegar lengi verið þurrkuntulegur ríkisstarfsmaður og hefur aldrei starfað í ferðaþjónustu.

Bæjarstjórinn á Höfn er auðvitað ekki í ferðaþjónustu en hann ávarpar fundinn.

Ferðamálastjóri ávarpar fundinn líka, en hún hefur eftir því sem ég best veit alið allan sinn aldur annars staðar en í ferðaþjónustu.

Kristján Pálsson nefnist formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja og hann heldur erindi. Kristján er þekktur fyrir stjornmálaflokkaflakk, en aldrei hætt fé sínu í ferðaþjónustu eða starfað þar.

Dirk Glaesser, yfirmaður upplýsingasviðs World Tourism Organization á Spáni hedur líka ræðu og hann er fyrst og fremst embættismaður og fræðimaður en hefur aldrei starfað í ferðaþjónustu.

Ásmundur Gíslason, eigandi ferðaþjónustfyrirtæksins í Árnanes við Höfn, er fundarstjóri. Þar fær einn sem hefur hætt fé sínu og eytt nær öllum sínum tíma í ferðaþjónustu að koma að þessum fundi.

Loks kemur röðin að honum Gísla M. Valtýssyni sem er hótelsstjóri en hann er veislustjóri í kvöldverði samtakanna.

Svo virðist sem Ferðamálasamtökin séu bara samtök allra annarra en þeirra sem starfa að ferðaþjónustu og að öllum líkindum er starfsemin kostuð af ríkissjóði. Ferðaþjónustuaðilarnir standa síðan og hlusta þöglir á það sem höfðingjarnir og fræðimennirnir þóknast að segja.

Grínlaust: Hvar er eldmóðurinn og deiglan sem einu sinni bjó meðal ferðaþjónustufólks, þ.e. fyrir tíma ríkisvæðingar? Þá kom ferðaþjónustan saman og menn rifu kjaft við ríkisvaldið og fulltrúa þess, heimtuðu og lofuðu jafnframt öllu fögru. Nú er þetta allt þurrt og leiðinlegt, að minnsta kosti úr fjarska séð.


Björgúlfur var kurteis og sannfærandi

Það væri óskandi að þeir sem gagnrýna Björgólf Guðmundsson, stjórnarformann gamla Landsbankans væru eins gætnir í orðavali og kurteisir og hann. Björgúlfur kom mjög vel út úr Kastljósi, hann var yfirvegaður og svarði málefnalega.

Björgúlfur fullyrti að þann 30. september 2008 hafi eignastaða gamla Landsbankans verið svo góð að hann hafi átt eignir sem námu tvöföldum Icesave reikningunum erlendis. Þetta eru merkileg tíðindi ef rétt reynist og þau hafa eftir því sem ég best man hvergi komið fram. Hjá manni vaknar von ...

Landsbankinn var ekki gjaldþrota, hann var í greiðsluerfiðleikum og á þessu tvennu er mikill munur segir Björgúlfur.

Ég er nú einu sinni þannig gerður að rök höfða yfirleitt meira til mín en upphrópanir. Þess vegna legg ég við eyrun þegar ég heyri mætan mann tala af sannfæringu.

Enn er tortryggni mín mikil og því er best að spara stóru orðin og spyrja að leikslokum.


mbl.is Skuldir lenda ekki á þjóðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Villandi fyrirsögn

Þetta er lélegasta fyrirsögn sem íslenskt dagblað hefur notað. Fyrir utan að alhæfa, líklega óvart, um þjóð þá eru aðrir norðurlandabúa einnig þjófkenndir. Fréttin segir ekkert um það að Svíar séu þjófóttir, hvork í frumstigi né efstastigi. Þvílíkt rugl í fréttinni: „... hafa Svíar nú stolið meira en íbúar nágrannaþjóða þeirra annað árið í röð.“ Ég þekki Svía sem engu hafa stolið.
mbl.is Svíar þjófóttastir á Norðurlöndunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður einhver laminn?

Væri húsnæði Vinstri grænna málað blátt myndi það tvímælalaust vera álitið skemmdarverk.

Skemmdarverk eru ofbeldi. Einhverjir kunna að halda því fram að þau séu hluti af borgarlegri óhlýðni, þáttur í lýðræðislegri tjáningu. Það er einfaldlega rangt, réttlæting þess sem kýs að beita ofbeldi.

Í einlægni, getur verið að það sé frekar skammt á milli skemmdarverka á eigum fólks og líkamlegs ofbeldis, leiðir ekki hið fyrra til hins síðara?


mbl.is Máluðu Valhöll rauða í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband