Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Styðja umhverfisráðherra og viðskiptaráðherra vantraust?

Á sama stíma og þjóðarskútan er á hliðinni finnur hluti áhafnarinnar ekkert þarflegra að gera en að iðka gangslausar lýðræðislegar æfingar. Virðist sem þetta fólk ætli nú aldeilis að skemmta sér í kreppunni.

Eflaust fagna margir þessu framtaki stjórnarandstöðunnar til dæmis viðskiptaráðherra og umhverfisráðherra. Veit nokkur maður hvort þessir tveir ráðherra kjósi ekki bara með stjórnarandstöðunni?


mbl.is Vantrauststillaga komin fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fagna ber afdráttarlausri yfirlýsingu

Formaður Samfylkingarinnar gengur nú fram fyrir skjöldu með afdráttarlausa yfirlýsingu sem er nákvæmleg hin sama og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur þegar lýst yfir. Þannig eiga menn að vinna saman. Væntanlega verður þetta til þess að slá á taugaveiklun tveggja ráðherra Samfylkingarinnar og annarra stjórnarþingmanna sem virðast hafa farið á límingunum undanfarnar viku.

Ríkisstjórnin hefur tuttugu þingmanna meirihluta. Verkefni hennar eru gríðarlega. Nú eiga stjórnarþingmenn að snúa bökum saman, hætta öllum hráskinnaleik og vinna fyrir þjóðina, rífa hana upp úr þessari andskotans kreppu. Fyrir það fá þeir laun og ekkert annað.

Svo má alveg fullyrða það að þingmenn hafi almennt ekki staðið vaktina og þess vegna sé staðan eins slæm og hún er. Sé það rétt þá leggst enn þyngri krafa á þingmenn að þeir standi sig núna á þessum síðustu og verstu tímum.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umboð þingsins hefur ekkert breyst

Samfylkingin hefur ekki enn lært að vera í ríkisstjórn. Fjölmargir samfylkingarmenn komast hreinlega ekki úr hlutverki sínu sem stjórnarandstæðingar.

Það sem Samfylkingin þarf að læra er að standa saman um þessa ríkisstjórn sem nýtur hvorki meira né minna en tuttugu þingmanna meirihluta á Alþingi. Það ætti nú að teljast mikill og traustur meirihluti. Verkefnin eru næg og engin átæða til að sinna ekki vinnu sinni af krafti og heiðarleika þó mótmæli eigi sér stað í þjóðfélaginu. Fólk á rétt á að hafa sínar skoðanir og þær eru fráleitt einsleitar.

Ég hef þá trú að meirihluti þjóðarinnar vilji að ríkisstjórnin standi sig í stykkinu, geri rétta hluti en einblíni ekki á aukaatriði eins og ómerkilegt karp um pólitík þegar staðan er svona alverlega. Vandi þjóðarinnar er alls ekki pólitískur, hann lýtur að rekstri ríkissjóðs, starfsemi fjármálafyrirtækja, auknu atvinnuleysi og djöfullegri stöðu í lánamálum fólks og fyrirtækja.

Svo tala menn um að sækja aukið umboð til þjóðarinnar. Bölvað bull er þetta. Umboðið hefur ekkert breyst þrátt fyrir óáran, það er enn gott og gilt. Ekki þarf að sækja nýtt nema því aðeins að þingmenn Samfylkingarinnar séu að heykjast á ríkisstjórnarsamstarfinu.

Svo er það blákaldur raunveruleikinn. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar eiga að tala einum rómi. Geti þeir það ekki eiga þeir að segja af sér. Sama á við þá þingmenn ríkisstjórnarflokkana sem ekki styðja ríkisstjórnina. Hálfkák gildir ekki.


mbl.is Gagnrýnir Björgvin og Þórunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þurfti Steingrím sem sjálfskuldarábyrgðarmann?

Hafi erindið til Noregs verið að „landa láni“ hvers vegna þurfti þá leynilega ferð þangað? Og hvers vegna þurfti Steingrímur að fara fyrir henni? Ekki ætlaði hann að vera sjálfskuldarábyrgðarmaður á láninu.

Kannski hefði aðeins verið hægt að fá lán af því að Steingrímur þekkir norska fjármálaráðherrann. Sé svo þá hefði lánið verið veitt vegna annarlegra ástæðna. Maður sem þekkir mann. Hhérlendis hafa menn notað orðið klíkuskapur um minna tilefni

Þegar öllu er á botninn hvolft þá voru Norðmenn ekki tilbúnir að lána Íslendingum fyrr en Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn væri búinn að messa og blessa.

Og í lokin um þessa undarlegu frétt. Hvers vegna þyrfti þjóðstjórn í stað ríkisstjórnar sem er með tuttugu manna meirihluta á Alþingi?


mbl.is Vildi leynilega sendinefnd til Noregs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

... og allt honum Davíð að kenna

Við hljótum að geta kennt Davíð Oddsyni, Seðlabankanum, Fjármálaeftirlitinu, ríkisstjórninni og samtryggingakerfi stjórnmálamanna um hækkun á hveiti. Við hljótum að geta krafist afsagnar einhvers? Niður með ...
mbl.is Hveiti hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnuleysi er allstaðar sama bölið

Margt gæti mælt með því að flytja þess fyrirtæki heim, að hluta eða öllu leyti. Hins vegar eru alvarlegir meinbugir á slíku. Kostnaður við flutning er mjög mikill, mannauður fylgir ekki með, hugsanlega tapast markaðir í framleiðslulandinu vegna brottflutnings og svona má lengi telja.

Alvarlegast eru þó uppsagnir fólks. Þá kemur að siðferðilegri spurningu: Er réttlætanlegt að segja fólki upp í fyrirtæki í íslenskri eigu í útlöndum til þess að flytja það heim og útvega atvinnulausum hér á landi vinnu? Haldi fólk því fram að atvinnuleysi sé vond staða fyrir íslenskt þjóðfélag, þá er það ekki síður slæm staða fyrir önnur lönd. Það er í mörg horn að líta en hugsanlega væri millivegurinn sá að auka framleiðslu með því að setja upp svipað fyrirtæki hér á landi.

Hins vegar skipti miklu að gera sér ekki óraunhæfar vonir í sambandi við svona hugmyndir. Ef til vill reynast þær raunhæfar í einhverjum tilfellum en fráleitt öllum.


mbl.is Starfsemi flutt til Íslands?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjög fróðleg ræða hjá Davíð

Mikil eftirspurn eftir sökudólgum en lítið framboð,“ sagði Davíð Oddsson. Fróðlegt var að hlusta á hann. Eftirspurnaraðilar eftir sökudólgum ættu nú að velta fyrir sér orðum Davíðs og spá í það sem hann segir og hefur sagt í stað þess að óska stöðugt eftir „aftöku“ hans. Mér finnst alltaf mikilvægara að velta fyrir mér rökum fólks frekar en innantómum upphrópunum.

Segja má að í hnotskurn hafi Davíð bent á að eftirlitshlutverki Seðlabankans með fjármálastofnunum hafi verið settar alvarlegar skorður með því að hafði þau úrræði sem Fjármálaeftirlitið gat notað. Af orðum hans má kannski skilja að Fjármálaeftirlitið hafi ekki staði sig.

Einnig voru eftirtektarverð þau ummæli Davíðs að þau úrræði sem Seðlabankinn þó hefur gæti hann notað af mildi en einnig af offorsi og átti hann þar líklega við stýrivextina.

Kannski er athyglisverðast sú fullyrðing Davíðs að enn séu ekki enn öll kurl komin til grafar um aðdraganda bankakreppunnar. Greinilegt er að hann býr yfir afar mikilvægum upplýsingum sem varpað geta skýru ljósi á málin. Verða þau eflaust gerð opinber í boðaðri rannsókn á gömlu bönkunum. 


mbl.is Skuldar þúsund milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðaratkvæðagreiðsla er grundvöllurinn

Auðvitað er fréttin byggð á röngum upplýsingum. Það segir sig bara sjálft. Fyrst af öllu þurfa þeir flokkar sem standa að ríkisstjórninni að vera á einu máli um aðild. Það eru þeir ekki í dag.

Umsókn um aðild að Evrópusambandinu verður ekki tekin af ríkisstjórninni einni. Alþingi þarf fyrst samþykkja ályktun um að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.

Verði niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu sú að landsmenn samþykki aðild mun Alþingi væntanlega samþykkja lög eða leggja til stjórnarskrárbreytingu um málið. Hafni þjóðin aðild er málið dautt, að minnsta kosti í bili.


mbl.is Drög lögð að umsókn um ESB-aðild?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kann ekki að nota greinaskil

GunnarMaður nokkur skrifar raðgreinar í Mogggann. Í þeim skýrir hann út hvers vegna honum hafi verið mislagðar hendur í milljarða ævintýrum beggja vegna Atlantshafsins.

Maðurinn hefur starfað sem blaðamaður, verið ritstjóri og útgefandi. ætla mætti að hann kynni nú ýmislegt fyrir sér. Má vera, en hann kann ekki að nota greinaskil eða millifyrirsagnir í langlokum sínum.

Furðulegt, ekki satt.


Brúðguminn er frábær mynd

Mikið ansi var ég ángæður með myndina Brúðgumann. Ég fór hins vegar á hana með hálfum huga, bjóst ekki við miklu, en annað kom á daginn. 

Úr myndinni er mér minnistæður frábær leikur þeirra Ólafs Darra Ólafssonar, Þrastar Leós Gunnarssonar, Ólafíu Hrannar Jónsdóttur, Hilmis Snæs Guðnasonar og raunar allra annarra leikara í myndinni. Þetta var svo sannur leikur, laus við tilgerð, bara eins og lífið sjálft. Hrósið hlýtur þar af leiðandi að fara til handritshöfunda og leikstjóra.

Kannski eru margir gallar við myndina, mér er sama. Brúðguminn er fín mynd, frábær skemmtun og til sóma fyrir alla þá sem að henni standa. 


mbl.is Brúðguminn hlaut sjö Edduverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband