Er eitthvað að marka auglýst fasteignaverð?

En hefur fasteignaverð eitthvað breyst? Svo virðist ekki vera líti maður yfir fastaeignavef Morgunblaðsins. Hins vegar berast fréttir af því að uppsett verð sé eitthvað sem standist hreinlega ekki. Kunningi minn sem þekkir vel til á fasteignamarkaðinum orðaði það þannig að húseign sem kostar 56 milljónir króna svo dæmi sé tekið væri föl á 45 milljónir. Því lítur út fyrir að ekkert sé að marka auglýst fasteignaverð.

Vissulega er slæmt að fasteignasala sé í algjöru lágmarki. Einhver orðaði það svo að verð geti ekki myndast nema því aðeins að bæði seljandi og kaupandi séu sáttir. Staðan í augnablikinu kann að vera afbrigðileg vegna hinna „sérstöku aðstæðna“. Hins vegar benda alla líkur til þess að fasteignaverð muni fara lækkandi næstu misserin. Ef til vill kemst markaðurinn nú í samt lag eftir ofurinnspýtingu fasteignalána bankanna fyrir þremur til fjórum árum. Það væri vel því enginn innistæða var fyrir þeirri hækkun fasteignaverðs sem þá átti sér stað.


mbl.is Fasteignasala í algjöru lágmarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband