Á jólunum syngja allir - nema ég

Í útvarpinu mátti heyra gullfallegan raddir barnakóra. Svo söng Ómar Ragnarsson jólalög og annar kór međ honum. Ţetta minnti mig á gamla daga, ţegar ég var enn yngri en ég ţegar er orđinn. Ţá var ég í Hlíđaskóla, bjó sjálfur međ foreldrum mínum í Barmahlíđ.

Mig langađi stundum til ađ syngja á ţessum árum. Ţađ rjátlađist smám saman af mér, kannski vegna ţess sem ég ćtla nú ađ segja frá.

Hún hét Guđrún, söngkennarinn í Hlíđaskóla, man ekki hvers dóttir, kannski Ţorsteinsdóttir. Hvađ um ţađ. Hún var skapmikil kona, kannski vargur. Ađ minnsta kosti hélt hún bekknum í heljargreipum ţó svo ađ nokkrir kaldir strákar hafi reynt ađ standa upp í hárinu á henni.

Hún lét okkur syngja og ţótti ţađ flestum eđlilegt ţar sem hún var söngkennari. Ég man ađ hún sagđi ađ allir gćtu sungiđ. Tók sem dćmi einhvern rćfilsstrák sem hún hafđi kennt og sá var aldeilis falskur. Eftir nokkurn tíma gat hann sungiđ afar vel, ţó ekkert frábćrlega en samt vel ţolandi, sagđi Guđrún. Ţessi saga átti líklega ađ vera okkur hvatning og ţađ var hún svo sannarlega fyrir mig.

Svo var ţađ einu sinni í söngtíma ađ ég sat viđ hliđina á honum Helga. Hann var glćsilegur piltur til orđs og ćđis og ţađ var gott ađ sitja hjá honum. Mađur var nćstum ţví eins fallegur og klár af ţví einu saman.

Svo sagđi Guđrún: Og muniđi svo ađ koma í kórtíma og hún leit til okkar Helga og mér fannst hún líka horfa á mig og varđ mjög uppnumin. Fékk ţađ jafnvel á tilfinninguna ađ ég vćri orđinn eins og rćfilsstrákurinn í dćmisögunni. Loksins bođinn í kórinn.

Svo sátum viđ saman í fyrsta kórtímanum og sungum, ég, Helgi og ég man eftir henni Dögg Pálsdóttur, bekkjarsystur okkar, sem nú er lögmađur. Hún söng eins og engill Og ég söng og söng líka eins og engill.

Guđrún sögnkennari tók allt í einu međ báđum höndum í tónsprotann og horfđi á okkur Helga. Engin svipbrigđi sáust á henni ţegar hún sagđi: Sigurđur, ég held ţađ sé best ađ ţú syngir ekki. Ţú truflar bara ađra. Svei mér, ég man ţetta eins og ţađ hefđi gerst í gćr.

Ég hlýddi og hlustađi út kórćfinguna.

Ţegar viđ gengum út, ţađ kallađi söngkennarinn hárri sópranröddu: Sigurđur, ţú ţarft ekki ađ koma í nćsta tíma.

Og síđan hef ég ekki mćtt í kórtíma. Og aldrei sungiđ í kirkjukór, aldrei í karlakór, aldrei stađiđ upp á sviđi og rokkađ. Ţó man ég einu sinni eftir ţví ađ mig dreymdi ađ ég stóđ utan viđ stórt leiksviđ og ţar sungu hetjutenórar og glćsidívur veröldinni allri til yndisauka. Kom ţar ekki ađ kona nokkur, ekki ţó Guđrún söngkennari, og sagđi: Nú átt ţú ađ syngja Sigurđur. Ég maldađi í móinn enn var ýtt út á sviđiđ og ţar stóđ ég í sviđsljósinu.Svo vaknađi ég, raunar án ţess ađ hafa komiđ upp einum tóni.

Nei, ég hef bara sungiđ pínulítiđ kenndur, stundum fyrir börnin mín ţegar ţau voru lítil og áttu ađ fara ađ sofa. Man eftir ţví ađ eldri sonur minn sagđi einhvern tímann er hann var eins árs: Pabbi, ekki syngja meira fyrir mig.

Smám saman hefur runniđ upp fyrir mér ađ líklega hafi ég slaka söngrödd, kannski vonda. Engan kala ber ég ţó til Guđrúnar söngkennara. Líklega bjargađi hún ţjóđinni frá söng mínum. Nóg má ţjóđin ţola um ţessar mundir.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband