Alveeg obbbboðslega mikið að gera

Sagt er að þingmenn nenni ekki að vinna og því til sönnunar er oft bent á mynd af einhverjum þingmanni sem messar yfir örfáum hræðum. Sér til varnar segjast þingmenn vinna í nefndum af miklu kappi, þar séu ekki teknar myndir, og þeir þurfi að ráðfæra sig við kjósendur í kjördæmum sínum. Alveeg obbbboðslega mikið að gera.

Birtingin á iðni þingmanna byggist á mætingu þeirra í þingsali. Það er eiginlega hið eina sem við almenningur getum byggt á. Einu sinni var eldhúsdagsumræðum og öðrum meiriháttar umræðum útvarpað og síðar sjónvarpað. Af skepnuskap sínum birtu dagblöð oft myndir af ræðumanni sem stóð og talaði sig bláan yfir tómum þingsal. Svo var farið að sjónvarpa og eftir það hafa þingmenn smátínst inn og nú er svo komið að salurinn er fullur þegar myndin fer um öldur ljósvakans. Ekki er laust við að maður fái það á tilfinninguna að þingmönnum leiðist að sitja unir kjaftagangi annarra og fái ekki að tala. Það er vel skiljanlegt.

Svo er það nú allt annað mál hvort að þingmenn nenni að sitja undir málflutningi Birkis, kannski er hann bara svona leiðinlegur ræðumaður ;-)

Í alvöru talað þá ættu þingmenn að huga betur að ímynd þingsins meðal almennins. Hún getur varla verið lakari en núna eftir allar hremmingarnar á síðustu vikum.

Legg til að á vef alþingis verði hægt að skoða mætingar þingmanna á þingfundi og nefndarfundi. Það gæti komið í veg fyrir kjaftasögur um leti þingmanna.


mbl.is Hvar eru stjórnarliðar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband