Eru vondu kallarnir svona hrikalega vitlausir?

Tilraunir til svokallaðra hryðjuverka á Bretlandi vekja undrun fyrir þá sök hversu illa var að verki staðið. Sá grunur læðist óhjákvæmilega að manni að annað hvort hafi þessi tilræði verið hrikalega illa undirbúin og þeir sem að þeim stóðu hafi einfaldlega ekki kunnað til verka eða þá að þarna hafi átt að leiða stjórnvöld og almenning á villigötur, meira og miklu verra sé í undirbúningi.

Í Glasgow var bíl í ljósum logum ekið á sjúkrahúsbyggingu. Vegfarendur finna megna bensínlykt frá bílum sem reynast fullir af sprengiefni. Engar sprengingar verða vegna þess að vondu kallarnir gátu ekki sprengt bílana, svo illa var frá sprengiefninu gengið. Lögreglan fann í bílunum síma sem átti að nota til að sprengja þá og var hægt að rekja númerið til gerendanna.

Þetta eru greinilega handabaksvinnubrögð. Eða hvað? Ekkert bendir til þess að sömu samtök hafi undirbúið þessi hermdarverk og árásirnar á World Trade Center þann 11. september 2001. Til þess virðist undirbúningurinn hafa verið skammur, handahófskenndur og markmiðið varla annað en að vekja athygli. Og maður spyr sig til hvers var þetta gert?

Vonandi eru vondu kallarnir bara svona hrikalega vitlausir. Engu að síður læðist að manni sá ískyggilegi grunur að nú sé aðeins verið að afvegaleiða stjórnvöld á Bretlandseyjum, allt annað og meira sé í bígerð, og það komi jafn mikið á óvart eins og atburðirnir 11. september 2001.

Hvaða ályktun er hægt að draga af því að nokkrir af vondu köllunum séu læknar? Sú staðreynt skiptir sáralitlu máli. Væri það ekki meira áhyggjuefni ef þeir hefðu haft einhverja sérstaka menntun sem hefði auðveldað þeim ætlunarverk sitt, t.d. verið verkfræðingar, smiðir, tölvunarfræðingar eða  tæknimenntaðir. Jú, jú, læknar eiga að hjálpa en þeir henta ekki beinlínis í þessa „atvinnugrein“.

Og hvað hef ég svo annað fyrir mér í þessu en hugboðið eitt. Jú, hótanir hafa iðulega komið frá öfgafullum samtökum í austurlöndum nær og fjær og einnig innan einstakra landa. Lögregluyfirvöld í Evrópu og Bandaríkjunum hafa líka látið frá sér fara eitt og annað sem bendir til að nú ríki lognið sem sé áreiðanlega fyrirboði stormsins. Svo geta þessar hugleiðingar mínar einfaldlega verið afleiðing af því að ég hafi bara lesið alltof margar glæpasögur og horft of mikið á bandarískar bíómyndir?

Það getur engu að síður verið skynsamlegt að halda kyrru fyrir á klakanum, fara hvorki til Evrópu né Ameríku á þessu ári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viktoría Rán Ólafsdóttir

Akkúrat, ég er einmitt búin að vera að pæla í þessu sama.  Verst er að ég er á leiðinni til USA í júlí.  Þar að leiðandi er ég angistarfull yfir því hvaða dagur verði nú fyrir valinu hjá þessum óforskömmuðu mönnum.

Alveg að tapa mér í þessu.  :-)

http://viktoriaran.blog.is/blog/viktoriaran/entry/254844

Viktoría Rán Ólafsdóttir, 4.7.2007 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband