Orkuveitan reynir að kaupa sér velvild

Ganga um Hellisheiði ORHellisheiðarvirkjun verður hvorki aðlaðandi né umhverfisvænni þótt Orkuveitan reynir að taka sér tak í almannatengslamálum. Þessi virkjun er alræmd, hún er ljót, öll mannvirki liggja á jörðu líkt og tilviljun hafi ráðið og vegir hafa skorið í sundur svæði sem áður var frábært til útivistar en er nú nær því ónýtt, í það minnsta lítt áhugavert.

Orkuveitunni hafa verið mislagaðar hendur í umhverfismálum. Hún fékk frítt spil á Kolviðarhóli og klúðraði því. Við leikmenn skiljum hreinlega ekki hvers vegna þessi rör þurfa að liggja hingað og þangað í ótrúlegum krókum og skæklum. Af hverju mátti ekki grafa þau í jörðu, það hefði verið skárri kostur?

Almannatengslin Orkuveitunnar felast í kortagerð, smíði skála og fræðsluferðum um Hengilssvæðið. Óhætt er þrátt fyrir allt að mæla með göngu um Hengilssvæðið þriðjudaginn 26. júní í fylgd jarðfræðings og garðyrkjufræðings. Þrátt fyrir allt er Hengillinn enn á sínum stað og jarðfræði hans er heillandi sem og gróðurfar allt. Orkuveitan má svo sem reyna að kaupa sér velvild með því að gefa kost á svona ferðum en fyrirtækið á þó enn langt í land.

Og biðjum svo fyrir Innstadal, að Orkuveitan göslist ekki þangað inn til að bora, það væri mikið óheillaspor og alls ekki til þess fallið að laga stöðu hennar í augum almennings.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband