Flækist stefnur ekki fyrir mun formaður Pírata mynda stjórn

Nú gerist eitthvað í stjórnarmyndunarviðræðum. Formaður Pírata, Birgitta Jónsdóttir, fékk umboðið frá forsetanum og með því fylgja að venju guðsblessun og sjóferðarbæn.

Næst á dagskránni er að Birgitta formaður tekur til hendinni og ræðir við þessa:

  1. Formann Vinstri grænna
  2. Formann Bjartrar framtíðar
  3. Formann Samfylkingarinnar
  4. Formann Viðreisnar
  5. Bátsmann Pírata
  6. Loftskeytamann Pírata

... en bíðið við. Var ekki formaður Vinstri grænna búinn að tala við þetta fólk?  Og Bjarni líka?

Jú, en margt hefur breyst, dagar hafa liðið og „vika er langur tími í pólitík“, segja álitsgjafarnir með stjórnmálafræðiprófið.

Höldum þá áfram. Birgitta formaður ætlar ekki:

  • að tala við formann Sjálfstæðisflokksins
  • að tala við formann Framsóknarflokksins

Þá er það á hreinu. Formaður Pírata ætlar að tala reyna að mynda fimm flokka ríkisstjórn. Ástæðan er einföld:

  1. Vinstri grænir hafa skipt um skoðun síðan síðast
  2. Björt framtíð hefur skipt um skoðun síðan síðast
  3. Samfylkingin hefur skipt um skoðun síðan síðast
  4. Viðreisn hefur skipt um skoðun síðan síðast
  5. Píratar hafa skipt um skoðun síðan síðast

Ef þetta er rétt þá verður mynduð ríkisstjórn. Fólk þarf að átta sig á því að ríkisstjórn verður því aðeins mynduð ef allir flokkar fari að dæmi Vinstri grænna sem höfðu fyrir kosningarnar 2009 þá einörðu afstöðu að ganga ekki inn í ESB og sögðu þetta:

Þá hafnar Vinstri hreyfingin - grænt framboð aðild Íslands að Evrópusambandinu þar eð slík aðild myndi skerða fullveldi Íslands og forræði þjóðarinnar yfir auðlindum lands og sjávar.

Þetta var auðvitað aðeins til heimabrúks enda er stefna er ekki til annars en að breyta henni ef ráðherrasæti eru í boði. Aðrir flokkar sem hafa þetta hugfast komast auðveldlega í ríkisstjórn.

Þess vegna, ágæti lesandi, mun formanni Pírata takast að mynda ríkisstjórn fimm stjórnmálaflokka. Hafi hins vegar enginn skipt um skoðun versnar í því. Þá er það þrautaráð forsetans að biðja formann Samfylkingarinnar að reyna það sem hinir gátu ekki.

 

 

 


mbl.is Birgitta komin með umboðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Nú sýnist vera uppvaknað Bessastaða fíflið sem ég þekkti ekki en frétti af hjá látnum vini mínum, sem þar bjó í grennd. Það voru og vafrandi þarna á Álftarnesinu draugar og þeir vinir mínir staðfestu það með eftir farandi sögu. 

En hrepparar úr Garðahreppi áttu á stundum leið um Álftarnesveg og þá einkum þeir sem höfðu verið að gamna sér við gaflarastelpur og sót sér andlegan styrk hjá vínandanum, en þekkt  var að lögreglan í gaflarabæ hafði góða gát á hreppurum. 

Af Bakkusi snjallir þá voru sendir út spæjarar og fannst Marían sofandi upp á Sjónarhól og þar með var leiðin greið um Álftarnesveg og í Engidal.  Á þessari leið þá greindist vegur í Engidal og svo beint inn í hesthús og það skipti engum togum að þessi V 8. Flathed 1942 Ford stóð allt í einu inni á gólfi innanum frísandi hesta.

Hvorki skepnum né mönnum varð meint af, en ökumaðurinn mátti þola ýmislegt næstu mánuðina.  En hann svaraði ævinlega að það hafi verið maður í vegkantinum sem truflaði, hann hafi veifað eins og hann vantaði far. 

Ég nefndi þetta við djúpspakan vin minn og starfsfélaga sem bjó ekki alllangt frá Bessastöðum og sagði hann að heima menn tækju ekkert mark á þessum síveifandi manni, en það væri verra að hunsa Bessastaða fíflið og svo fékk ég ekki meira frá honum í það sinnið.  

.

Hrólfur Þ Hraundal, 3.12.2016 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband