Þjóðin leysi úr stjórnarkreppunni

Síðustu vikur eru ekki stjórnmálastéttinni til frægðarauka. Henni hefur ekki bara mistekist við myndun ríkisstjórnar heldur hafa yfirlýsingar að óreyndu lokað leiðum, sem verður að halda opnum ef ríkisstjórn á að verða til. Nú ætti tími stórkarlalegra yfirlýsinga þvers og kruss að vera liðinn.
Kjósendur eiga betra skilið en þennan hringlanda. 

Þetta segir Kristín Þorsteinsdóttir, aðalritstjóri 365 miðla í forystugrein helgarblaðs Fréttablaðsins. Hún hefur rétt fyrir sér. 

Þegar tveir formenn stjórnmálaflokka hafa fengið tækifæri til að mynda ríkisstjórn en ekki tekist er nær útilokað að formaður smáflokksins Pírata takist eitthvað betur upp. Því er hreinlega óskiljanlegt að forsetinn skuli hafa beðið formanni Pírata að mynda stjórn. Ritstjóri Morgunblaðsins kallar þetta af alkunnri hnyttni sinni „rakastarstofuaðferðina. Næsti, gjörið svo vel ...“. 

Ekki neitt bendir til þess að Píratar kunni eitthvað betur til verka en formenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna og nú á formaður Pírata enn einu sinni að færða við alla þá sem hinir formennirnar hafa rætt við. Hvers konar vitleysisgangur er þetta? Verða allir að fá að vera með til þess að enginn skaðist andlega á að vera skilinn útundan?

Starfsstjórn sinnir nauðsynlegum störfum ríkisstjórnar, enginn gapir á Alþingi og ... það sem mestu skiptir, enginn saknar þingsins. Hér ríkir langþráður friður og allt gengur sinn vanagang. Þetta er svona eins og að allir veðurfræðingar landsins séu í árshátíðarferð í fjarlægri heimsálfu. Samt rignir úti, snjóar eða hvað sem er.

Kristín segir í leiðara Fréttablaðsins:

En með hverri vikunni aukast líkurnar á því að fljótlega verði kosið aftur til Alþingis. Slíkt gerist þó varla fyrr en með vorinu. Á meðan gæti þingið þurft að sætta sig við minnihlutastjórn, sem ekki er hefð fyrir á Íslandi, eða að forseti taki af skarið og myndi utanþingsstjórn. Það yrði sitjandi þingmönnum til vansa því þrátt fyrir allt er bjartara framundan í þjóðarbúskapnum en oft áður og spennandi tækifæri fyrir ríkisstjórn sem vill láta að sér kveða.

Utanþingsstjórn er gamaldags úrræði enda er nú einfaldara og auðveldara en nokkru sinni fyrr að efna til þingkosninga. Þar af leiðir að utanþingsstjórn ætti ekki að vera meðal úrræða forsetans nema þegar þær kringumstæður skapast að ekki sé hægt kjósa.

Hér ríkir stjórnarkreppa. Þeir kostir sem um er að velja eru slæmir fyrir þjóðina: 

  1. Ríkisstjórn með eins manns meirihluta
  2. Fjögurra flokka ríkisstjórn
  3. Fimm flokka ríkisstjórn
  4. Minnihlutastjórn

Skynsamlegast er því að þjóðin fái tækifæri til að taka af skarið og kjósa aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Forsetinn á ekkert endilega að vita allt, en hann á að vera hrein og ærlegur, en sýnist því  miður vera einfeldningur sem veit ekki, skilur ekki eða þorir ekki að segja hreint út um staðreyndir. 

En staðreyndirnar eru þær að það þarf að kjósa aftur og er verulega miður að okkur skuli hafa áskotnast svo klaufalegur forseti að hann skilji þetta ekki.

Hrólfur Þ Hraundal, 3.12.2016 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband