Sófakommarnir í SAF krefjast skattlagningar

Samtök ferðaþjónustunnar dæla ferðamönnum inn í landið og af þeim hefur ríkissjóður meira en eitt hundrað milljarða tekjur á hverju ári ef ekki meira. Þetta eru virðisaukaskattur, margvíslegir tollar og gjöld, launagjöld og fleira og fleira, beinar og óbeinar tekjur.

Þrátt fyrir allar þessar tekjur gerir ríkisvaldið sáralítið fyrir svokallaða ferðamannastaði né heldur að það sinni forvörnum í umhverfismálum. Átroðningur ferðamanna er mikill og um leið er ábyrgð ferðaþjónustuaðila jafnvel meiri þar sem þeir fara í halarófu á sömu staðina.

Svo tekur SAF undir með grátkórnum sem heldur því ranglega fram að ekkert fé sé til úrbóta á ferðamannastöðum og ætlar að skattleggja ferðamenn undir fölsku yfirskini. Náttúrupassi er ekkert annað en huggulegt orð fyrir aukna skattheimtu, raunar það sem hingað til hefur verið kallað glápgjald. Þetta er gjald fyrir að fá að stíga niður fæti, ganga um og gera eiginlega það sem flestir frjálsir menn hafa hingað til mátt gerða.

Auðvitað er til nóg fé, það sem vantar er bara vilji, vilji til að skipta því. 

SAF veldur gríðarlegum vonbrigðum. Samtökin hafa gefist upp á að berja á ríkisvaldinu sem gleypir allar tekjur af ferðaþjónustunni og lætur sáralítið til baka. Maður hefði nú haldið að innan þessara samtaka fælist einn og einn sem einhver dugur er í. Þegar upp er staðið virðast þetta allt vera bölvaðar druslur, sófakommar sem velja aukna skattheimtu. 


mbl.is Reiðubúin til viðræðna um útgáfu náttúrupassa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Snorri, peningarnir eru fyrir hendi. Sé nauðsynlegt að veita fjármagni í umhverfismál eiga þeir að koma úr ríkissjóði sem fær nægar tekjur af ferðamönnum eins og ég rakti í pistlinum og fjölda annarra.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 12.4.2013 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband