Almenningur skattlagður ofan í drep

Ég held því fram að þrennt ráði breytingum á flokkafylgi fyrir komandi kosningar:

  1. Skuldastaða heimilanna vegna íbúðalána
  2. Atvinnuleysi
  3. Almenna fjárhagslega þrengingar

Stjórnmálamenn hafa margir hverjir neitað að horfast í augu við ofangreit. Samfylkingin og Vinstri grænir hafa dæmt sig úr leik vegna verka sinna sem í kjölfar hrunsins gerðu ekkert með vanda almenning og létu frekar kné fylgja kviði og skattlögðu almenning ofan í drep.

Framsóknarflokkurinn hefur sýnt þessum vandamálum áhuga og virðist þar með ná árangri. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki náð að sýna almenningi frá á ágæti stefnu sinnar sem samþykkt var á síðasta landsfundi.

Í ágætri grein í Morgunblaðinu í morgun segir Ragnar Árnason, hagfræðingur og prófessor:

Þannig sjáum við að skattahækkanirnar stuðla að skuldavanda heimilanna með a.m.k. þrennum hætti. Í fyrsta lagi lækka þær beinlínis ráðstöfunartekjur flestra heimila. Í öðru lagi hafa þær framlengt kreppuna og lækkað þannig raunlaun heimilanna umfram það sem að öðrum kosti hefði orðið. Í þriðja lagi hefur framlenging kreppunnar og hið dauðyflislega ástand í hagkerfinu haldið fasteignaverði lengur niðri en efni stóðu til.

Að mestu leyti er ég sammála Ragnari en skil þó ekki hvernig fasteignaverð getur hækkað mikið umfram það sem gerst hefur miðað við óseldar íbúðir svo ekki sé talað um íbúðir sem fjármálastofnanir hafa eignast og ekki sett á markað. 

Staðreyndin er einfaldlega sú að skattahækkanir hafa skemmt fyrir efnahag landsins og þar með framlengt kreppuna. Það munar líka um 12% atvinnuleysi. Forkólfar ríkisstjórnarinnar þreytast lítt á því að ljúga til um atvinnuleysið sem sagt er undir 5%. Þeir hrósa sér af því að hafa með brellum en ekki atvinnu breytt atvinnuleysinu.

Þeir gleyma því að þúsundir landsmanna fá ekki að skrá sig á atvinnuleysisskrá. Þetta er fólk sem stundaði atvinnurekstur í eigin nafni, jarðvinnslu, húsasmíðar og fleira. Síðan var fólk rekið úr landi vegna einbeitts samdráttar ríkisstjórnar í efnahag landsins og í þriðja lagi átti margt fólk ekki annars úrkosta en að fara í nám. 

Ragnar segir í lok greinar sinnar og taka nú flestir undir orð hans:

Það sorglegasta er að þessi aukni vandi skuldugra heimila sem stafar af skattahækkunum var alger óþarfi. Hann er afleiðing rangrar efnahagsstefnu sem gripið var til af fyrirhyggjuleysi og að því er virðist fyrst og fremst til þess að fullnægja úreltum kreddum. Öll þjóðin borgar brúsann og því miður er hvað minnst borð fyrir báru hjá skuldugum heimilum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband